Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2009, Blaðsíða 45

Náttúrufræðingurinn - 2009, Blaðsíða 45
129 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags áranna 2003 og 2007: 0–2,5 cm; 2,5–5,0 cm; 5,0−10,0 cm; >10 cm. Tekið var meðaltal af þekju tegunda innan hvers flokks og gildinu log (1+x) umbreytt til að draga úr mun á milli þekjumikilla og þekjulítilla tegunda. Við úrvinnslu gróðurgagna var beitt fjölbreytugreiningu á þekju- gögn frá 2003 og 2007, alls 80 reiti. Fyrir greiningu var öllum þekjugild- um umbreytt þannig að tekin var af þeim kvaðratrót. Beitt var DCA- hnitun,44 sem er í PC-ORD forrita- safninu,45 en greiningin sýnir fram á gróðurfarsbreytileika og tengsl hans við ríkjandi umhverfisþætti. Samband sandþykktar, heildar- gróðurþekju og tegundafjölda í reit (2003−2007) við staðsetningu á hnit- unarásum var kannað með fylgni- greiningu (e. Pearson product moment correlation). Meðaltilfærsla reita (2003−2007) á 1. og 2. hnitunarási DCA-hnitunar var könnuð fyrir óáborið og áborið land. Fyrst voru reitir flokkaðir eftir sandþykkt á sama hátt og lýst er hér að framan og síðan tekið meðaltal af hnitum reita hvers flokks. Allir tölfræðireikningar aðrir en DCA- hnitun voru unnir í forritinu JMP.46 Niðurstöður Sandþykkt og breytingar milli ára Við mælingar árið 2003 voru þrjú ár liðin frá myndun áfoksgeirans sem sniðin liggja um. Mest var sand- þykkt neðarlega á sniðum næst lón- inu en hún minnkaði er fjær dró uns enginn sandur var í sverði (5. mynd t.v.). Meðalsandþykkt árið 2003 var 4,9 cm. Sandur var þykkastur á snið- um C og D en mest var sandþykkt 16,5 cm á reit D14. Meðalsandþykkt á svæðinu jókst milli ára og mæld- ist 7,2 cm árið 2007. Þykknunin var mest næst lóni og náði hámarki á sniðum C og D við 10 og 14 m reiti (5. mynd t.h.). Mesta sandþykkt var 27,3 cm á reit C14. Meðalsandþykkt reita árið 2007 var nokkru hærri í óábornum reitum, eða 8,8 cm (snið C og D) í samanburði við 5,5 cm í ábornum reitum (snið A og B). Meðal- sandþykkt í reitum jókst marktækt fyrir pöruð gildi frá 2003 til 2007 bæði á óábornum (P<0,01; n=20) og ábornum (P<0,05; n=20) reitum. Að meðaltali var þykknunin 3,2 cm á óábornu landi en 1,4 cm á ábornu. Gróðurbreytingar Árið 2003 voru fjalldrapi, krækilyng og hraungambri ríkjandi tegundir á sniðum. Alls voru þá 41 háplöntu-, sex fléttu- og fimm mosategundir skráðar í reitum. Árið 2007 voru skráðar 46 tegundir háplantna er við bættust tegundirnar fjallastör (Carex norvegica), slíðrastör (Carex vaginata), hundasúra (Rumex acetocella), ljósberi (Viscaria alpina), ilmreyr (Anthoxanthum odoratum), tungljurt (Botrychum lunaria), dýra- gras (Gentiana nivalis) og blóðberg (Thymus praecox) en tegundirnar augnfró (Euphrasia frigida) og þúfu- steinbrjótur (Saxifraga caespitosa) hurfu úr reitum. Árið 2007 voru fjalldrapi, krækilyng og hraun- gambri enn ríkjandi á óábornu landi. Grösin túnvingull og blásveifgras (Poa glauca) voru hins vegar orðin ríkjandi á ábornum sniðum (A og B). 5. mynd. Sandþykkt (cm) árið 2003 (t.v.) og þykknun sands frá 2003 til 2007 (t.h.) á sniðum A, B, C og D (punktalínur). Sandur var þykkastur neðst á sniðum næst lóninu og þynntist er ofar dró. Þykkari sandur var á sniðum C og D. Sandþykkt jókst milli mæliára, einkum neðst á sniðum, en mesta þykknun varð á sniðum C og D við 10−14 m reiti. − Thickness (cm) of aeolian material in 2003 (left) and the increase of thickness from 2003 to 2007 (right) on transects A, B, C and D (dotted lines). Thickness was greatest on sampling plots close to the reservoir but decreased uphill. The sand was thicker on transects C and D. Thickness increased between 2003 and 2007, especially closest to the shoreline, where the greatest increase was on transects C and D at the 10−14 m sampling plots. 78 3-4 LOKA.indd 129 11/3/09 8:33:25 AM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.