Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2009, Side 45

Náttúrufræðingurinn - 2009, Side 45
129 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags áranna 2003 og 2007: 0–2,5 cm; 2,5–5,0 cm; 5,0−10,0 cm; >10 cm. Tekið var meðaltal af þekju tegunda innan hvers flokks og gildinu log (1+x) umbreytt til að draga úr mun á milli þekjumikilla og þekjulítilla tegunda. Við úrvinnslu gróðurgagna var beitt fjölbreytugreiningu á þekju- gögn frá 2003 og 2007, alls 80 reiti. Fyrir greiningu var öllum þekjugild- um umbreytt þannig að tekin var af þeim kvaðratrót. Beitt var DCA- hnitun,44 sem er í PC-ORD forrita- safninu,45 en greiningin sýnir fram á gróðurfarsbreytileika og tengsl hans við ríkjandi umhverfisþætti. Samband sandþykktar, heildar- gróðurþekju og tegundafjölda í reit (2003−2007) við staðsetningu á hnit- unarásum var kannað með fylgni- greiningu (e. Pearson product moment correlation). Meðaltilfærsla reita (2003−2007) á 1. og 2. hnitunarási DCA-hnitunar var könnuð fyrir óáborið og áborið land. Fyrst voru reitir flokkaðir eftir sandþykkt á sama hátt og lýst er hér að framan og síðan tekið meðaltal af hnitum reita hvers flokks. Allir tölfræðireikningar aðrir en DCA- hnitun voru unnir í forritinu JMP.46 Niðurstöður Sandþykkt og breytingar milli ára Við mælingar árið 2003 voru þrjú ár liðin frá myndun áfoksgeirans sem sniðin liggja um. Mest var sand- þykkt neðarlega á sniðum næst lón- inu en hún minnkaði er fjær dró uns enginn sandur var í sverði (5. mynd t.v.). Meðalsandþykkt árið 2003 var 4,9 cm. Sandur var þykkastur á snið- um C og D en mest var sandþykkt 16,5 cm á reit D14. Meðalsandþykkt á svæðinu jókst milli ára og mæld- ist 7,2 cm árið 2007. Þykknunin var mest næst lóni og náði hámarki á sniðum C og D við 10 og 14 m reiti (5. mynd t.h.). Mesta sandþykkt var 27,3 cm á reit C14. Meðalsandþykkt reita árið 2007 var nokkru hærri í óábornum reitum, eða 8,8 cm (snið C og D) í samanburði við 5,5 cm í ábornum reitum (snið A og B). Meðal- sandþykkt í reitum jókst marktækt fyrir pöruð gildi frá 2003 til 2007 bæði á óábornum (P<0,01; n=20) og ábornum (P<0,05; n=20) reitum. Að meðaltali var þykknunin 3,2 cm á óábornu landi en 1,4 cm á ábornu. Gróðurbreytingar Árið 2003 voru fjalldrapi, krækilyng og hraungambri ríkjandi tegundir á sniðum. Alls voru þá 41 háplöntu-, sex fléttu- og fimm mosategundir skráðar í reitum. Árið 2007 voru skráðar 46 tegundir háplantna er við bættust tegundirnar fjallastör (Carex norvegica), slíðrastör (Carex vaginata), hundasúra (Rumex acetocella), ljósberi (Viscaria alpina), ilmreyr (Anthoxanthum odoratum), tungljurt (Botrychum lunaria), dýra- gras (Gentiana nivalis) og blóðberg (Thymus praecox) en tegundirnar augnfró (Euphrasia frigida) og þúfu- steinbrjótur (Saxifraga caespitosa) hurfu úr reitum. Árið 2007 voru fjalldrapi, krækilyng og hraun- gambri enn ríkjandi á óábornu landi. Grösin túnvingull og blásveifgras (Poa glauca) voru hins vegar orðin ríkjandi á ábornum sniðum (A og B). 5. mynd. Sandþykkt (cm) árið 2003 (t.v.) og þykknun sands frá 2003 til 2007 (t.h.) á sniðum A, B, C og D (punktalínur). Sandur var þykkastur neðst á sniðum næst lóninu og þynntist er ofar dró. Þykkari sandur var á sniðum C og D. Sandþykkt jókst milli mæliára, einkum neðst á sniðum, en mesta þykknun varð á sniðum C og D við 10−14 m reiti. − Thickness (cm) of aeolian material in 2003 (left) and the increase of thickness from 2003 to 2007 (right) on transects A, B, C and D (dotted lines). Thickness was greatest on sampling plots close to the reservoir but decreased uphill. The sand was thicker on transects C and D. Thickness increased between 2003 and 2007, especially closest to the shoreline, where the greatest increase was on transects C and D at the 10−14 m sampling plots. 78 3-4 LOKA.indd 129 11/3/09 8:33:25 AM

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.