Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2009, Blaðsíða 6

Náttúrufræðingurinn - 2009, Blaðsíða 6
Náttúrufræðingurinn 90 Steinasöfnin, og áður lítt könnuð skjöl sem varðveitt eru í Geologisk Museum og Zoologisk Museum í Kaupmannahöfn, hafa gefið til- efni til endurskoðunar á sumum þáttum jarðfræðirannsókna Jónasar og stöðu hans sem jarðfræðings. Þau rannsóknarstörf Jónasar sem hér er fjallað um munu nú á dög- um talin ýmist jarðfræðilegs eða landafræðilegs eðlis. Hin fyrirhug- aða Íslandslýsing átti til að mynda að vera landafræðileg lýsing öðru fremur. Til hægðarauka verða þessi störf Jónasar þó kennd hér við jarð- fræði. Nám í náttúrufræði Jónas Hallgrímsson stundaði nám í Bessastaðaskóla á árunum 1823 til 1829. Áhugi hans á náttúrufræði virðist hafa vaknað snemma,3 en þess ber að geta að eiginleg nátt- úrufræði var þá ekki kennd við skól- ann, einungis almenn landafræði.4 Jónas fór til náms í Kaupmanna- höfn haustið 1832. Hann tók þá um haustið inntökupróf við Hafnar- háskóla með góðum árangri og hóf síðan nám í lögfræði. En fljótlega dofnaði hjá honum áhugi á þeirri grein og hann tók að leggja sig eftir náttúrufræði, einkum jarðfræði og dýrafræði. Það er ekki vel ljóst hvernig námi Jónasar í náttúrufræði við háskólann var háttað. Vorið 1833 tekur hann m.a. próf í almennri náttúrusögu og haustið 1835 fær hann vottorð tveggja háskólakennara, þeirra J. G. Forchhammers jarðfræðings og J. C. H. Reinhardts dýrafræðings, um að hann hafi hlýtt á fyrirlestra hjá þeim.4 Loks þreytir hann vorið 1838 próf í steinafræði og jarðfræði hjá Forchhammer. Mjög líklega hef- ur Jónas tekið þau próf og fengið þau vottorð í fyrrnefndum greinum sem í boði voru við Hafnarháskóla á þessum tíma.5 Meistarapróf í náttúrufræðum, sem var skipulagt margra ára nám, komst hins vegar ekki á fyrr en 1848.6 Augljóst er að samband Jónasar við háskólakenn- arana hefur verið gott og að þeir hafa haft álit á honum. Eiginlegar rannsóknir Jónasar í jarðfræði virðast hefjast með rann- sóknarförinni til Íslands sumarið 1837. Honum gáfust því einungis um átta ár til þeirra rannsókna. Jón- as náði að birta þrjár frumsamdar alþýðlegar greinar um efni á sviði jarðfræðinnar, í tímaritinu Fjölni og Naturhistorisk Tidsskrift.7,8,9 Rannsóknarferðir Grunnurinn að rannsóknum Jón- asar Hallgrímssonar í jarðfræði voru ferðir hans um Ísland á árunum 1837 og 1839–1842. Þessum rann- sóknarferðum hafa verið gerð skil áður,10,11 en ekki verður komist hjá því að ræða þær hér að nýju. Heimildir eru dagbækur Jónasar og minnisgreinar sem til eru frá öllum ferðunum, auk sendibréfa.1,2 Dag- bækurnar eru skrifaðar á dönsku, og auk þess sem þær fjalla um náttúrufræði er víða getið um forn- leifafræðilegar athuganir. Dagbókin frá 1842 fjallar þó eingöngu um jarðfræði, og er hún ítarlegust. Í dagbókum og á minnisblöðum Jón- asar er fjöldi teikninga af fjöllum og einstökum jarðlögum. Þessar teikn- ingar eru yfirleitt vel útfærðar og smekklegar, en eru þó með þeim galla að mælikvarða vantar á þær allar. Dagbækurnar eru oft slitróttar og færslur virðast hafa tapast; til að mynda er á einum stað vitnað til óþekktrar lýsingar á Esju. Þorvaldur Thoroddsen birti 1914 góða lýsingu á rannsóknarferð Jónasar og Jape- tusar Steenstrup 1840 og byggir þar m.a. á óbirtu dagatali Steenstrups sem varðveitt er í skjalasafni Zoolo- gisk Museum í Kaupmannahöfn.12 Til viðbótar þessum heimildum eru svo í steinasöfnunum fólgnar mik- ilvægar upplýsingar um rannsókn- arferðirnar. Fyrsta rannsóknarferð Jónasar hófst í Vestmannaeyjum í byrjun júní 1837, og kostaði hann þessa ferð sjálfur. Hann rannsakaði Heimaey, en fór síðan víða um Rangárvalla- sýslu austanverða, kom að Heklu- rótum, í Þórsmörk og undir Eyjafjöll. Hann hélt síðan til Reykjavíkur; í stuttum ferðum þaðan kannaði hann m.a. Esju og Reyki í Ölfusi. Hann rannsakaði síðan Geysissvæð- ið, Þingvelli og nágrenni Húsafells og Kalmanstungu. Jónas fór því næst norður í land, dvaldi að Steins- stöðum í Öxnadal um hríð og sigldi frá Akureyri til Kaupmannahafnar í vetrarbyrjun. Jónas birti tvær stutt- ar en góðar greinar um athuganir sínar þetta sumar.8,9 Hann virtist þó ekki vel ánægður með afrakstur ferðarinnar og sótti nú fast um styrk til að fara aðra rannsóknarferð til Íslands. Það er athyglisvert að Þorvaldur Thoroddsen telur að vís- indalegur árangur þessarar fyrstu rannsóknarferðar hafi verið meiri en af öllum seinni ferðum Jónasar.13 Rannsóknarferðin 1839 varð styttri en ætlað var. Jónas kom til Akureyrar í júní, en honum hafði m.a. verið ætlað að vera aðstoð- armaður J. Steenstrups náttúrufræð- ings og J. C. Schythes verkfræðings við brennisteinsrannsóknir. Danirnir komu ekki norður þetta sumar, en fóru þess í stað saman um Suðurland síðsumars og um haustið. Jónas fór í júlíbyrjun einn til að skoða brenni- steinsnámur við Mývatn, Kröflu og Fremri-Náma. Hann athugaði einnig Hallbjarnarstaðakamb á Tjörnesi, Hrafntinnuhrygg og Víti og fór um Fnjóskadal, Eyjafjarð- ardali og Austurdal í Skagafirði. Hann veiktist hastarlega síðsumars, fór til Reykjavíkur í október og var þar að miklu leyti rúmliggjandi um veturinn. Árangur hefur þó orðið töluverður þetta ár, sérstaklega hvað varðar rannsóknir Jónasar á brenni- steini og brennisteinsvinnslu.1 Um vorið 1840 fór Jónas stuttar ferðir um Seltjarnarnes, Hafnarfjörð, kringum Esju og um Viðey, líklega oftast í félagi við Steenstrup, sem einnig hafði dvalist í Reykjavík um veturinn. Jónas hafði verið ráðinn aðstoðarmaður Steenstrups í stað J. C. Schythe. Í yfirlitsgreininni Fem Sommerrejser i Island segir Jónas sjálf- ur frá þessu þannig: „… fulgtes jeg med Hr. Steenstrup paa hans Rejse gennem Vesterlandet“.1a Þeir athuga vel hverasvæðið við Krísuvík, en skoðuðu einnig Reyki í Ölfusi og fóru að Geysi og til Þingvalla. Síðan 78 3-4 LOKA.indd 90 11/3/09 8:32:39 AM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.