Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2009, Side 33

Náttúrufræðingurinn - 2009, Side 33
117 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags lífrænna efna. Svartjörðin er útbreidd á Norðvesturlandi og Norðurlandi (10. mynd) og sums staðar á Aust- fjörðum, þar sem hana er gjarnan að finna í votlendi, en þar sem yfirborðið er þurrt flokkast moldin yfirleitt til brúnjarðar. Segja má að þessi tegund jarðvegs sé afar sérstæð því hún hefur í senn eiginleika mójarðar (Histosol) og eld- fjallajarðar (Andosol). Lífræn efni, oft illa rotnuð, eru afar áberandi og því kann að orka tvímælis að telja þessa mold til eldfjallajarðar. En efnagrein- ingar leiða afdráttarlaust í ljós sortu- eiginleikana (andic properties), ál- húmusknippi, allófan og ferrihýdrít. Samkvæmt Soil Taxonomy er þessi jarðvegur eldfjallajörð en Histosol samkvæmt WRB. Við látum sortu- eiginleikana (andic soil properties) ráða nafngiftinni á ensku. (2) Glerjörð (Vitrisol) Jarðvegur auðna er sérstakur yfir- flokkur í þessu kerfi. Auðnir hafa mikla útbreiðslu á Íslandi og það er mikilvægt að skilja þær að frá öðrum jarðvegi á efsta stigi flokkunarinnar, en sem áður gat telst þessi jarðvegur einnig til eldfjallajarðar í alþjóðlegum flokkunarkerfum. Glerjörðin hef- ur fjóra undirflokka, sem þó eru oft æði skyldir, eftir umhverfisað- stæðum á hverjum stað. Flokkarnir fjórir, melajörð, malarjörð, sandjörð og vikurjörð, endurspegla jarðfræðilegt umhverfi og kornastærð, enda er jarðvegsmyndun skammt á veg komin og því ráða eiginleikar móð- urbergsins miklu um eiginleikana. Nafngiftir draga einnig dám af jarð- fræðinni, a.m.k. þar til heppilegri nöfn finnast. 9. mynd. Oxun framkallar rauðan lit í kringum loftrætur í votjörð við Hálslón. Það eru járnsambönd sem kalla fram litinn. – Oxidation around roots in Gleyic Andosol in the eastern highlands. Ljósm./Photo: Ólafur Arnalds. 10. mynd. Svartjörð í votlendi í Hnappa- dalssýslu. Mismikil rotnun og lífrænt inni- hald jarðvegslaga kalla fram misdökk jarðvegslög. Þessi mold hefur einkenni bæði hins lífræna heimskautajarðvegs og sortu- einkenni (andic soil properties). Rauður lit- ur neðst í sniðinu er vegna oxunar járns í grófu jarðvegslagi (meira súrefni). – Histic Andosol in western Iceland. Different de- composition levels and organic content pro- duce layers of different colors. Oxidation of a gravelly layer near the bottom causes the red band. Ljósm./Photo: Ólafur Arnalds. 78 3-4 LOKA.indd 117 11/3/09 8:33:09 AM

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.