19. júní - 19.06.2015, Blaðsíða 37
Ársrit Kvenréttindafélags Íslands | 35
Tískuljósmyndin kom fyrst fram á síðustu
áratugum 19. aldarinnar. Yfirleitt er þó
rætt um að tísku ljósmyndin hafi mótast
sem formgerð (e. genre) og fest sig í
sessi sem slík á fyrstu tveimur ára tugum
tuttug ustu aldar innar. Fyrsta tísku ljós
myndin birtist á prenti árið 1909 á
forsíðu Vogue, sem er í dag eitt stærsta
alþjóð lega tísku tímarit heims. Myndin
var af uppáklæddum „heldri konum“
við kapp reiðar í Frakklandi. Með henni
færði tímaritið sig frá því að vera sam
félags legt blað sem fjallaði til dæmis
um bók menntir, listir, leikhús, og stílaði
helst á karl kyns lesendur, yfir í að vera
tímarit sem fjallaði nær alfarið um tísku.
Tískuiðnaðurinn hefur síðan þá
náð slíkum tökum á vestrænu nútíma
samfélagi að erfitt er að komast hjá
tísku ljósmyndum í daglegu lífi. Þær eru
orðnar leiðandi afl þegar kemur að breyt
ingum í listum, rétt eins og í fatnaði.
Tísku ljósmyndir sýna viðhorf kvenna til
þeirra sjálfra, rétt eins og viðhorf sam
félagsins í þeirra garð. Naomi Rosenblum,
ljós mynda sagn fræð ingur, hefur lagt
áherslu á að við greinum myndmál tísk
unnar til að skilja kynhlutverk og viðhorf
liðinna tíma. Eins og hún bendir á í bók
sinni A World History of Photography,
þá má færa rök fyrir því að myndmál
tísku sé mikilvæg vísbending um breyt
ingar í samfélagslegum, menningar
legum og kyn ferðis legum við horf um og
þar af leiðandi vís bending um viðhorf
kvenna sem og viðhorf samfélagsins til
kvenna. Í tískuljósmyndum getum við
lesið sögu samfélagsbreytinga, menning
ar og kynferðismála.
Áróðurseðli
ljósmyndar innar
Ljósmyndin er öflugt tæki í áróðri.
Í bókinni Literature and Propaganda
ræðir bókmennta fræðingurinn A. P.
Foulkes um hugtakið áróður eða propa
ganda og vísar til greiningar Michael
Balfour á tegundum áróðurs. Balfour
hefur flokkað áróður í fimm flokka: a)
falskar staðhæfingar gerðar út frá þeirri trú
að þær séu sannar; b) vís vitandi lygar; c)
að blekking sé gefin til kynna (suggestio
falsi); d) að hylja sannleikann (suppress
io veri); e) að skekkja fréttir.
Kvennahreyfingin hefur lagt áherslu
á áróðurs eðli ljósmyndar innar og þá
sér stak lega tísku ljósmyndar innar, sem
er beitt af tískuiðnaðinum undir því
yfirskyni að verið sé að dásama fegurð
konunnar og líkama hennar. Reyndin er
hins vegar sú að verið er að mata ofan
í samfélagið staðalhugmynd um feg
urð í aug lýsinga skyni. Tilgangur tísku
ljósmyndar innar er að setja fram mynd
sem selur vöru með því að sýna hana í
sem bestu ljósi.
Tískuljósmyndin hefur fyrir vikið að
greint sig frá öðrum tegundum ljós mynda
og þróað með sér sitt eigið sértæka
sjónræna tákn eða tungumál. Michel
Frizot, ljósmyndasagnfræðingur, fjallar
um tísku ljós mynd ina í bók sinni A New
History of Photography. Hann leitar í
orða smiðju kennismiðsins Roland Barth
es og nefnir þetta sjónræna tungumál
ímyndar fatnað (e. imageclothing). Túl kun
Frizot miðast þannig við fatn aðinn, en
vísar í eldri túlkun Barthes sem er enn
róttækari. Samkvæmt túlkun Barthes
er það hins vegar konan sem er sýnd
en ekki flíkin. Og í ljós hefur komið að í
tísku ljósmyndum er jafnframt verið rífa
niður, hafna og lítilsvirða kvenlíkamann.
Eftir stendur miðill sem hefur þróast í
huglægt vopn sem ræðst á neytandann
sem á síðan að kaupa flíkurnar.
Þegar tískuljósmyndin kemur fram
á sjónarsviðið í Bandaríkjunum var
stétta skipting mikil og augljós m.a. út
frá fatnaði, látbragði og lífsstíl. Frá því
tímaritið Vogue var stofnað árið 1892
höfðu myndir í blaðinu verið teiknaðar
og ljósmyndir ekki náð vinsældum í aug
lýsingaskyni. Fatnaður var sérsaumaður