19. júní - 19.06.2015, Blaðsíða 91
Ársrit Kvenréttindafélags Íslands | 89
Skipuleggjendur ráð stefnunnar
voru í kjölfar hennar harðlega gagn
rýndir fyrir að höfða til afmarkaðs hóps
kvenn a, hvítra, vestrænna, ciskynjaðra,
gagn kynhneigðra og ófatlaðra kvenna
í millistétt. Ekki er hægt að líta fram
hjá þeirri gagnrýni sem Nordiskt Forum
hlaut. Þó skipuleggjendur á Íslandi taki
ekki að fullu undir þá víðu gagnrýni
sem skipuleggjendur fengu, þá er hægt
að taka undir það að dagskrá ráðstefn
unnar byggðist á Pekingsáttmálanum,
sem þrátt fyrir að vera framúrstefnu
legur á sínum tíma (og jafnvel enn í dag),
tekur ekki á mörgum þeirra málefna og
spurninga sem brenna á femínistum og
aktívistum í dag.
Samræður um kynvitund, fötlun,
líkams virðingu, um kross götun femín
ismans við önnur svið jafnréttisum
ræðunnar (e. intersectionality) eru
meðal þeirra gjöful ustu í femínismanum
í dag. Þessar samræður voru vart hafnar
þegar Peking sáttmálinn var undir ritaður
fyrir 20 árum síðan, og rödd þeirra
aðgerðasinna heyrist því ekki í sátt
málan um. Þessar samræður áttu sér stað
á fjölda hliðarviðburða á ráðstefnunni,
en opinber dagskrá Nordiskt For um var
byggð á Pekingsáttmálanum, og þessar
nýju spurningar og nálgun birtast þar
aðeins í pallborðsumræðum og sam
ræðum fyrirlesara og gesta.
Við þurfum nýtt heimsþing Sam
einuðu þjóðanna um málefni kvenna,
nýtt heimsþing þar sem við getum flétt
að inn nýjum hugmyndum, nálgunum,
túlkunum um jafnrétti kynjanna og
stöðu kvenna. Það er bagalegt að 20 ár
séu liðin frá því að þjóðir heimsins komu
síðast saman til að ræða stöðu kvenna
og staðfesta áframhaldandi baráttu fyrir
kvenréttindum og jafnrétti kynjanna.
Og það er blóðugt að við getum ekki
boðað til nýs heimsþings, þar sem bak
slagið á réttindum kvenna út um allan
heim er svo slæmt að hætta er á að staða
kvenna myndi versna í kjölfar nýrrar
Kvennaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna.
Breytum heiminum,
saman!
Kvennahreyfingin fæddist þegar
konur tóku höndum saman til að bregð
ast við óréttlæti og kúgun. Hver einstök
kona og hver einstakur hópur kvenna
býr við mismun andi aðstæður, upplifir
ólík form mismununar og forgangs raðar
því femínískum markmiðum sínum á
mismunandi hátt. Þrátt fyrir þennan
mismun, sameinumst við allar í barátt
unni fyrir réttindum kvenna og fyrir sam
félagi þar sem jafnrétti kynjanna ríkir.
62 kröfur
Í kjölfar ráðstefnunnar Nordiskt Forum
sem haldin var í Malmö í júní 2014 sendu
kvennahreyfingar á Norður löndum eftir
farandi kröfur til stjórnvalda.
Markmið Nordiskt
Forum í Malmö 2014
Nordiskt Forum Malmö 2014 – New
Action on Women’s Rights hefur það að
markmiði:
AÐ móta framtíðarkröfur og sértækar
tillögur til norrænna ríkisstjórna og
stjórn málamanna um jafnrétti kynjanna.
AÐ byggja upp skilning á þeim áskor
unum og tækifærum sem eru til
staðar í núverandi stefnu stjórnvalda á
Norðurlöndum um jafnrétti kynjanna
og krefjast skuldbindingar um áfram
haldandi þróun.
AÐ efla og þróa norræna umræðu um
kvenréttindi – staðbundin, svæðis bundin
og hnattræn.
AÐ byggja upp tengslanet svo aðgerða
sinnar, fræðafólk, félagssamtök, stjórn
völd, fyrirtæki og al menn ingur geti deilt