19. júní


19. júní - 19.06.2015, Blaðsíða 62

19. júní - 19.06.2015, Blaðsíða 62
60 | 19. júní 2015 Kvenna blaðinu. Konur yrðu að eiga sér opinberan málsvara og taldi Bríet það vera hlutverk blaðs hennar. Kvenna­ blaðið skyldi vera stjórnmálablað þar sem fjallað væri um öll kvennamál, uppeldis­ og menntamál æskulýðsins, og birtar ritgerðir um pólitísk réttindi. Á síðum blaðsins var prentuð fjörug þjóðmálaumræða og konur eggjað lögeggjan til átaks í eigin málum. Bríet stóð ekki mikil menntun til boða í æsku. Hún sótti einn vetur í kvenna skóla á Laugalandi í Eyjafirði, og ekki fékk hún lengri skólagöngu. Aðrir skólar á landinu, Latínuskólinn í Reykja­ vík (nú MR), prestaskólinn, læknaskólinn og gagnfræðaskólinn á Möðru völlum voru allt karlmannaskólar, eins og hún orðaði það síðar meir. 28. desember 1887 hélt Bríet fyrirlestur í Góðtemplarahúsinu, „Fyrir­ lestur um hagi og réttindi kvenna“. Var hún fyrst kvenna til að halda opinberan fyrirlestur og vakti óskipta athygli; 50 aura kostaði inn og var húsfyllir. Bríet lýsti í fyrirlestrinum konum sem fuglum í búri – enginn vissi hversu langt þeir gætu flogið væru þeir frjálsir. Á ferðum sínum erlendis kynntist Bríet samtökum erlendra kvenréttinda­ kvenna, og að hvatningu þeirra stofn­ aði hún Kvenréttindafélag Íslands 27. janúar 1907. Bríet var formaður félags­ ins frá stofnun til 1926 þegar Laufey dóttir hennar tók við formennsku. Í fyrstu lögum félagsins er markmið þess lýst. Félagið skal „starfa að því að ísl­ enskar konur fái fullt stjórnmála jafnrétti við karlmenn, kosningarétt, kjörgengi svo og rétt til embætta og atvinnu með sömu skilyrðum og þeir“. Bríet var ein fjögurra kvenna sem náðu kjöri í bæjarstjórn Reykjavíkur 1908 og var fulltrúi þar í tíu ár. Líklega talaði Bríet Bjarnhéðinsdóttir í síðasta sinn til íslenskra kvenna í útvarpinu 1937, í til­ efni 30 ára afmælis Kvenréttindafélags­ ins. Þar lýsti hún þeirri stefnu sinni að konur ættu ekki að láta það nægja að breyta lagabókstafnum, heldur yrðu konur að vera virkir þátttakendur í samfélaginu, í fullri vitund þess að rétt­ indum fylgja einnig skyldur. Hvatning hennar til kvenna var að lokum að temja sér að líta málin heildaraugum og verða þannig víðsýnni og frjálslyndari. Siglum hraðbyri... til framtíðarinnar Mörgu fleygði fram á fyrstu árum 20. aldarinnar. Með reglugerð Hannesar ráðherra Hafstein 9. september 1904 var Menntaskólinn í Reykjavík opnaður stúlkum. Ný fræðslulög tóku gildi 22. nóvem ber 1907 og þar með skólaskylda 10 – 14 ára barna. Kennaraskóli Íslands tók til starfa ári síðar, opinn báðum kynjum. Með lögum nr. 37 sem kon­ ungur stað festi 11. júlí 1911 er kveðið á um algert jafnrétti kynja til skólagöngu, námsstyrkja og allra embætta. Háskóli Íslands tók til starfa sama ár. Þann 19. júní 1915 fengu konur loksins kosningar rétt. Með það í huga að öldin nítjánda og hin tuttugasta ólu af sér frumkvöðl­ ana Þorbjörgu og Bríeti, er ólíklegt að tuttugasta og fyrsta öldin láti sitt eftir liggja. Líklegra er að eftirmenn þeirra séu þegar að verki og í þann mund að sópa áðurtöldum vandkvæðum, launa­ misrétti og vinnuálagi, af höndum fólks. Mun það skýrast þegar fram líða stundir, það er almenn vitneskja að dugnaðar­ forkar og mikilmenni sjást fyrst þegar á ævi þeirra líður og styrkurinn liggur í rósemi. Hins vegar á það ekki við þriðja og enn ótalinn vanda, samskipti kyn j­ anna. Framvinda mannkyns helgast af að sam komu lag náist og bæði kyn leggi sig fram um að ná saman. Nokkrir sam­ skipta miðlar hafa leitt í ljós uppnám á sviði innsta samneytis karla og kvenna, að boðleiðir séu í uppnámi og tilfinn­
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.