19. júní - 19.06.2015, Blaðsíða 55
Ársrit Kvenréttindafélags Íslands | 53
Það ætti ekki að hafa farið framhjá
neinum að í ár eru 100 ár liðin frá því að
konur fengu fyrst kosningarétt á Ís landi.
Á þessum 100 árum hefur margt áork
ast og konur eru komnar í valdamestu
stöður landsins. Samt sem áður hallar
enn á konur í pólitík.
Ég spurði konur í ungliðahreyf
ingum fimm stjórnmálaflokka út í upp
lifun þeirra af því að vera ung kona
í pólitík. Guðrún Jóna Jónsdóttir er
fyrr verandi formaður Ungra jafnaðar
manna, Hulda Hólmkelsdóttir er tals
kona Ungra vinstri grænna, Katla Hólm
er varaformaður Pírata í Reykjavík,
Laufey Rún Ketilsdóttir er framkvæmda
stjóri Sambands ungra sjálfstæðis
manna og Sandra Rán Ásgrímsdóttir er
fyrrverandi formaður alþjóðanefndar
Sambands ungra framsóknarmanna og
varaþingmaður Framsóknarflokksins í
Suður kjördæmi.
Til hvers að fara í
pólitík?
Aðspurðar hvað hafi fengið þær til
að taka þátt í pólitík svöruðu þær allar
að það væru málefnin. „Ég hafði skoðun
á málunum og vildi hafa eitthvað að
segja,“ svaraði Sandra og bætti því svo
við að henni hafi fundist pólitíkin spenn
andi tækifæri.
„Ég er alin upp á frekar pólitísku
heimili. Á unglingsaldri byrjaði ég svo
að skrifa greinar um ýmislegt sem mér
fannst brýnt að væri rætt eða sem and
svar við slæmri orðræðu í samfélaginu.
Svo rúllaði boltinn áfram og ég kynnt
ist fólki í UVG og sá svo að það var
staðurinn fyrir mig,“ segir Hulda en
Katla tekur í sama streng um að uppeld
ið hafi haft áhrif.
Fyrirmyndir skipta máli!
Stelpurnar eiga sér allar kvenkyns
fyrirmyndir í pólitík og almennt í lífinu.
Laufey nefnir sem dæmi Margaret Thatch
er. „Hún stóð þéttingsfast við skoðanir
sínar og kvikaði hvergi þegar hún tók
óvinsælar en þarfar ákvarðanir sem
forsætisráðherra Bretlands í stjórnar tíð
sinni. Hún var greind, ábyrg, elti drauma
sína hiklaust og ávann sér traust sam
flokks manna sinna.“
Guðrún Jóna bætir við konum á
vinstri væng stjórnmálanna, konur á
borð við Ingibjörgu Sólrúnu, Guðrúnu
Ögmunds dóttur, Jóhönnu Sigurðar
dóttur „og svo endalaust af samferðar
fólki mínu – Anna Pála Sverrisdóttir,
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir – það eru
svo margir sem eru miklar og góðar fyrir
myndir.“ Og Sandra, sem er í Framsóknar
flokknum, leggur áherslu á að við eigum
G
u
ð
rú
n
J
ó
n
a
Jó
n
sd
ó
tt
ir
La
u
fe
y
R
ú
n
K
et
ils
d
ó
tt
ir