19. júní - 19.06.2015, Blaðsíða 13
Ársrit Kvenréttindafélags Íslands | 11
Í þessari grein fjalla ég um konur í verka
lýðshreyfingunni, sérstaklega um áhrif
og áherslur kvenna innan Alþýðusam
bands Íslands. Konur áttu virkan þátt í
stofnun ASÍ árið 1916, en voru lítt áber
andi í forystu sambandsins allt fram til
loka síðustu aldar. Verkakvennafélögin
sem stofnuð voru við upphaf verkalýðs
baráttunnar hér á landi hafa öll smám
saman sameinast öðrum stéttarfélögum
og myndað með þeim stærri og öflugri
einingar.
Verkalýðsfélög
verða til
Í upphafi tuttugustu aldarinnar
urðu miklar breytingar á íslensku sam
félagi. Fólk fluttist úr sveitum á mölina og
stærri byggðakjarnar mynduðust. Þessar
breytingar áttu sér vitaskuld aðdrag anda,
19. öldin var tími upplýsingar innar sem
einkenndist meðal ann ars af áherslu á
upp fræðslu og menntun almenn ings.
Nýir atvinnuvegir urðu til, eins
og þilskipaútgerðin sem efldist á ofan
verðri 19. öld, og upp úr aldamótunum
1900 verður togaraútgerðin til. Rekstur
þessara nýju atvinnutækja reyndist mjög
arðsamur, peningar komust í umferð
þannig að verslun efldist, bæði innanlands
og við útlönd. Atvinnulífið varð fjölbreytt
ara og nýjar starfsstéttir mynduðust.
Fámenn stétt verkafólks var orðin
til um aldamótin 1900. Íslenskt þjóðfélag
var í mikilli gerjun og bar þess merki að
fólk vildi komast úr sveitinni og koma
undir sig fótum annars staðar. Á fyrstu
áratugum 20. aldar urðu til og efldust
nýjar starfstéttir sem endurspegluðu
nýja atvinnuhætti, eins og verkakarlar
í landvinnu, sjómenn, iðnaðarmenn,
versl unarfólk, iðnverkafólk, bæði karlar
og konur, verkakonur í fiskverkun,
vinnu konur og fólk í opinberri þjónustu.
Kynskiptur vinnu-
markaður og kynskipt
verkalýðsbarátta
Vinnumarkaðurinn var frá upp hafi
mjög kynskiptur. Störf kvenna fólust
aðallega í fiskverkun og síldarsöltun en
þær störfuðu líka við upp og útskipun
við hlið karla fram eftir 20. öldinni. Þær
réðu sig sem vinnukonur á heimilum, sú
starfsstétt var fjölmenn á öndverðri 20.
öld en fækkaði í hratt eftir því sem leið
á öldina. Á hinn bóginn fjölgaði þeim
konum sem unnu við iðnað, opinbera
þjónustu og verslun en hlutur þessara
atvinnugreina efldist eftir 1930.
Í öllu þessu umróti urðu verkalýðs
félögin til. Fyrstu félögin urðu hvorki
langlíf né störfuðu þau með skipu leg
um hætti. Það var ekki fyrr en árið 1906
með stofnun Verkamannafélagsins
Dagsbrúnar að verkamannafélög fest
ust í sessi. Það leið ekki á löngu áður
en konur ákváðu að stofna sín eigin
verka kvennafélög. Aðeins þremur árum
seinna, árið 1909, gerðu konur tilraun til
M
yn
d
: A
SÍ