19. júní


19. júní - 19.06.2015, Blaðsíða 99

19. júní - 19.06.2015, Blaðsíða 99
Ársrit Kvenréttindafélags Íslands | 97 sem snerta matvælaframleiðslu, allt frá aðgengi að mat, vatni og orku, til stjórnunar auðlinda, flutnings afurða og þróunar tækninýjunga sem draga úr umhverfisspjöllum. Hingað til hafa konur verið í miklum minnihluta þeirra sem taka ákvarðanir á öllum sviðum samfélagsins, ekki síst pólitískar ákvarð­ anir um sjálfbæra þróun. Ábyrgðin á að takast á við eitruð matvæli, við nær­ ingu á meðgöngu og við neyslu barna á óhollum gervi efnum hvílir nú á herðum einstakra kvenna frekar en á herðum þeirra sem eru ábyrgir fyrir framleiðslu efnanna. Það verður að tryggja öruggt umhverfi. Konur verða að taka þátt því þær hafa önnur sjónarhorn og aðra reynslu en karlar, sjónarhorn og reynslu sem verða að vera hluti af lausninni. Konur eru mikilvægur þáttur í leitinni að sjálf­ bærum lausnum á umhverfis­ og lofts­ lags vandanum. Það er niðurstaða Nordiskt Forum að sjálfbær þróun krefst heildrænnar nálgunar þar sem kynja­ og jafnréttis­ sjónarmið eru samþætt inn í vistfræði­ legar, efnislegar og félagslegar nálganir. ViÐ KREFJuMST ÞESS: AÐ norræn yfirvöld stuðli að því konur verði virkir þátttakendur sem frumkvöðlar, skipu leggjendur, kennarar, leið togar og sendiherrar um sjálfbæra þróun. Þróunar aðstoð sem snýr að loftslags­ og umhverfismálum verður alltaf að fela í sér kynja­ og jafnréttis sjónarmið. AÐ konum verði tryggð aukin pólitísk þátttaka og aðkoma að ákvarðanatöku í umhverfis­ og loftslagsmálum og séu að minnsta kosti helmingur fulltrúa í samninga viðræðum um loftslags­ og umhverfismál á alþjóðavettvangi. AÐ norræn yfirvöld tryggi rétt Sama­ fólksins, sérstaklega samískra kvenna, til að tjá sig um umhverfismál á land­ svæðum sínum. AÐ norræn yfirvöld grípi til öflugri aðgerða, þar á meðal löggjafar, til að flýta fyrir því að dregið sé úr skaðlegum útblæstri sem oft er bæði óþarfur og kostnaðarsamur, auk þess að tryggja að orkan sem við notum sé í auknum mæli frá endurnýjanlegum og sjálfbærum orkugjöfum. AÐ norrænu ríkisstjórnirnar og stjórn­ völd ásamt einkafyrirtækum í iðnaði axli ábyrgð á því að gera sýnileg samfélagsleg áhrif mengunar og losun spilliefna, og tryggi að þróun á grænum vinnustöðum, grænu hagkerfi og nýrri um hverfis lög­ gjöf taki sérstakt tillit til áhrifa á konur. AÐ kynfrelsi og kynheilbrigði kvenna sé tryggt á meðan áföll sem tengjast um hverfis­ og loftslagsmálum ganga yfir. Það verður að koma í veg fyrir of­ beldi gegn konum og börnum og mansal kvenna og barna í kjölfar náttúru hamfara. umönnunarstörf og velferðarsamfélagið Mörg vestræn ríki hafa skorið mikið niður í velferðarkerfum sínum á undan­ förnum árum og hefur það haft áhrif á heilsu og velferð viðkvæmustu hópa samfélagsins. Niðurskurður í velferðar ­ málum kemur sérstaklega niður á konum. Þegar stofnanir bjóða ekki einstak­ lingum þá umönnun sem þeir þurfa fellur sú ábyrgð á nánustu fjöl skyldu. Iðulega eru það konur sem axla ábyrgð á umönnun barna, sjúkra og aldraðra. Konur vinna stærstan hluta ólaun aðra heimilisstarfa og sinna um önnun. Konur eru meirihluti starfsmanna í umönnunar­ og velferðargeiranum. Niðurskurður hefur áhrif á starfsfólk þegar kröfur um sparnað eru uppfylltar með aðferðum sem leiða til minna starfsöryggis, lægri launa og meira álags. Stjórnsýslustörfum í umönnunar­ geiranum fækkar einnig, þannig að mjög menntaðar og sérhæfðar starfsstéttir neyðast til að taka yfir hlutverk þeirra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.