19. júní - 19.06.2015, Blaðsíða 108
106 | 19. júní 2015
við skipulagningu sjálfbærrar þróunar,
bæði innanlands og á alþjóðavettvangi.
AÐ kvennasamtökum sé tryggt fjár magn
og gefið tækifæri til að taka þátt í stef
numótun á sveitarstjórnarstigi, á landsvísu
og á alþjóðavettvangi, sam anber kröfur
Kvennasáttmála Sam einuðu þjóðanna
og Pekingsáttmálans.
AÐ norrænu ríkisstjórnirnar styðji sam
norrænt samstarf kvennasamtaka og
styrki það samstarf fjárhagslega og á
allan máta.
AÐ norrænu ríkisstjórnirnar leiti til
og styrki kvennasamtök til að kynna
Kvenna sáttmála Sameinuðu þjóðanna
og Pekingsáttmálann meðal almennings
til að sýna hvaða áhrif þessir sáttmálar
hafa á stefnumótun.
Nordiskt Forum og þau félagasamtök,
félög, hópar, einstaklingar og aðilar
sem standa að ráðstefnunni sammælast
um að skapa umhverfi þar sem við getum
saman unnið að réttindum kvenna.
Það er barátta að afhjúpa og breyta
valdakerfum sem kúga konur, að koll
varpa hefðbundum staðalímyndum og
kynhlutverkum, svo að við séum frjálsar
til að breyta samfélagi okkar og lífi.
Nordiskt Forum Malmö 2014 var
skipu lagt af 200 kvennasamtökum
á Norðurlöndunum.
Norrænir tengiliðir eru:
Ålands fredsinstitut, Álandseyjar
| www.peace.ax
Kvinderådet, Danmörk
| www.kvinderaadet.dk
Naisjärjestöt Yhteistyössä – Kvinnoorganisa
tioner i Samarbete, Finnland
| www.nytkis.org
Kvenfélagasamband Íslands, Ísland
| www.kvenfelag.is
Kvenréttindafélag Íslands, Ísland
| kvenrettindafelag.is
FOKUS – Forum for Kvinner og
Utviklingsspørsmål, Noregur
| www.fokus kvinner.no
Krisesentersekretariatet, Noregur
| www.krisesenter.com
Sveriges Kvinnolobby, Svíþjóð
| www.sverigeskvinnolobby.se
Lesið meira á www.nf2014.org