19. júní - 19.06.2015, Blaðsíða 77
Ársrit Kvenréttindafélags Íslands | 75
menn og hrósa þeim, hampa þeim eða
eitthvað svoleiðis. Þegar maður veit þetta
og maður er tilbúinn að skoða sjálfan
sig, að efast um sinn eiginn heim, þá fer
eitthvað að gerast,“ segir Víðir. „Þá fer
maður að spyrja sjálfan sig: Er ég að gera
þetta? Er ég að beina athygli minni meira
að strákum eða karlmönnum? Eins og
þegar ég er að kenna, er ég koma öðru vísi
fram við þá en stelpurnar? Maður þarf að
fylgjast með sjálfum sér.“
Þó svo að meðvitund okkar um for
réttindi og staðalímyndir hafi batnað
mikið undanfarin misseri, þá er ekki
auðvelt að breyta hugmyndum og
hegðun. Breytingarnar eru stundum
bara á yfirborðinu. „Eins og með pabb
ana, þeir mega vera uppeldisfor eldrar,
en þeir verða að vera uppeldisfor
eldrar á karlmannlegan hátt einhvern
veginn,“ segir Bjarni. „Þess vegna eru
sumir karlkyns femínistar femínistar á
karlmannlegan hátt. Eru að tala hæst,
taka orðið af öðrum og vita best. Þeir
karlvæða þá bara það rými sem þeir eru
í. Maður sér til dæmis ungu femínista
strákana, hvernig þeir eru að tjá sig, þeir
eru bara að „eigna sér“ umræðuna, af
því að þeir eru búnir að fatta þetta.“
„Þegar þú kemur inn í einhverja
femíníska hreyfingu og ert allt í einu
farinn að taka umræðuna og byrjaður
að stjórna henni, þá getur þú líka farið
að stjórna henni á þann hátt sem hentar
karlmönnum, ekki jafnréttinu endi
lega,“ bætir Yousef við.
Guðmunda leggur til að „allir karl
menn myndu fara yfir forréttindalista,
fengju bara stóran forréttindalista sem
þeir þyrftu að fara yfir. Ávinningurinn
yrði sá að þeir átti sig á sínum forrétt
indum, sem myndi leiða af sér meiri
meðvitund um þau og hvernig eigi að
bregðast við þeim.“
„Ég held að allir hafi gott af því að
fara í sjálfskoðun,“ segir Yousef, „bara
svona einu sinni í mánuði, til dæmis
bara aðeins að setjast niður og velta
því aðeins fyrir mér hvað hef ég gert
og hvernig hef ég hagað mér. Einnig er
mikilvægt að skipta um gleraugu til að
sjá hlutina frá öðrum sjónarhornum.“