19. júní - 19.06.2015, Blaðsíða 17
Ársrit Kvenréttindafélags Íslands | 15
ingin byggir á og skal standa vörð
um. Verkalýðshreyfingin leggur áher
slu á að eyða launamun kynjanna og
hefur meðal annars tekið þátt í gerð
jafnlauna staðals, verkfæri sem miðar
að innleiðingu markvissra og faglegra
aðferða við ákvörðun launa. Áhersla á
samræmingu fjölskyldu og atvinnulífs
og eflingu fæðingarorlofs er einnig
meðal þeirra verkefna sem hreyfingin
leggur á herslu á og vinnur að. Árið 2005
réði ASÍ jafn réttisfulltrúa til starfa sem
vinnur að stefnumótun samtakanna í
jafnréttismálum og fylgir henni eftir.
Ásýnd verkalýðs hreyfingar innar á
að endurspegla þá fjölbreytni sem er
með al félagsmanna. Konur hafa verið í
forystu öflugra félaga, þó ekki til jafns
á við karla, og að því leiti hefur ásýnd
hreyfingarinnar verið of einsleit. Frá
öndverðum níunda áratugnum hefur
hlutdeild kvenna og áhrif á forystu ASÍ
farið vaxandi og síðan árið 1984 hefur
varaforseti ASÍ verið kona.
Á þessu ári 2015, þar sem við minn
umst 100 ára afmælis kosningaréttar
kvenna (og 99 ára sögu ASÍ) er ánægju
legt að sjá að aldrei hafa fleiri konur
verið kjörnar til forystu í aðildarfélögum
Alþýðusambands Íslands. Þá eru konur
í forystu heildarsamtaka launafólks á
opinbera vinnumarkaðinum, BSRB og
BHM. Með kjöri þessara kvenna allra
hefur ásýnd hreyfinga launafólks breyst,
konur eru gerendur, þær hafa áhrif á
mótun stefnu í kjara og velferðarmálum,
þær eru í forystu í mótun framtíðarinnar.
Höfundur starfar sem sérfræðingur hjá
Alþýðusambandi Íslands
• Guðbjörg Linda Rafnsdóttir. (2007).
„Karlkyns fyrirvinnur og konur sem vinna
stundum. Um verkalýðshreyfinguna og
stöðu kvenna og karla á vinnumarkaði“
í Samfélagsleg áhrif verkalýðshreyfing
arinnar á 20. öld. Framtíðarsýn á 21.
öld. Ritstjórar Sumarliði R. Ísleifsson og
Þórunn Sigurðar dóttir. Reykjavík: Efling,
stéttar félag.
• Sumarliði R. Ísleifsson. (2013). Saga
Alþýðusambands Íslands. Reykjavík:
Forlagið.
• Þórunn Magnúsdóttir. (2002). Þörfin knýr
– Upphaf verkakvennahreyfingar á Íslandi.
Reykjavík: Reykjavíkur akademían.
A
ða
lh
ei
ðu
r
Bj
ar
nf
re
ðs
dó
tt
ir
í
ræ
ðu
st
ól
á
3
6.
þ
in
gi
A
SÍ
. M
yn
d:
A
SÍ