19. júní


19. júní - 19.06.2015, Blaðsíða 101

19. júní - 19.06.2015, Blaðsíða 101
Ársrit Kvenréttindafélags Íslands | 99 þjóðarmorð. Kynferðislegu ofbeldi er beitt sem hluta af skipulögðum hern­ aði og við þurfum að bregðast við því sem svo. Heilsa og geðheilsa kvenna og stúlkna sem hafa verið misnotaðar kynferðislega á stríðstímum er sjaldnast sett í forgang. Konur og stúlkur eru þol­ endur nauð gana, nauðungahjónabanda, nauð unga meðgangna, pyntinga, man­ sals, kynlífs þrælkunar og skipulagðrar smit unar kynsjúkdóma eins og alnæmis, bæði á stríðstímum og á friðartímum. Alþjóðasamfélagið þarf að takast á við þessar áskoranir og koma upp reglu­ verki til að bregðast við þeim. Við þurfum að kanna og þróa lýðræðislegar leiðir til að stuðla að friði og öryggi og til að tryggja konum stjórn yfir eigin lífi. Ofbeldi gegn konum á stríðstímum endurspeglar ofbeldismenn­ ingu samfélagsins. Við þurfum að endur­ skilgreina hugtakið friður: Friður er öryggi, réttlæti og jafnrétti, fremur en frelsi frá stríðsátökum. Sjálfbær og varan­ legur friður næst þegar lífsgæði nægja til að fólk geti lifað með virðingu, frjálst frá erfiðleikum og ótta. Við verðum að leggja áherslu á mikilvægi friðar. ViÐ KREFJuMST ÞESS: AÐ norrænu ríkisstjórnirnar tryggi að konur hafi jafnan aðgang að ákvarðana­ töku á öllum sviðum friðar aðgerða, að aðgerðum til að koma í veg fyrir stríð, að sáttaviðræðum í átökum, að eftir liti með friðaraðgerðum og að þátttöku í friðarviðræðum, og að norr ænu ríkisstjórn irnar krefjist þess að Samein­ uðu þjóðirnar skipi sérstakan full trúa sem beri ábyrgð á því að tryggja þennan rétt kvenna til að vera virkir þátt tak endur í friðar­ og öryggismálum. AÐ norrænu ríkisstjórnirnar endurskoði, skerpi og styrki framkvæmdaáætlanir sínar til að ná fram markmiðum álykt­ unar öryggisráðs Sameinuðu þjóð anna nr. 1325, og tryggi fjármagn til að styrkja starf frjálsra félagasamtaka, sérstaklega kvennasamtaka, sem starfa á Norðurlönd­ unum við að uppfylla þau markmið. AÐ norrænu ríkisstjórnirnar veiti sér­ stakt fjármagn til að vernda og þjálfa flóttakonur, og auki stuðning sinn við þá aðila sem sækja til saka og refsa ger­ endum kynferðislegs ofbeldis á stríðs­ tímum. Þolendum ofbeldis á stríðstímum skal veittur virkur stuðningur. AÐ norrænu ríkisstjórnirnar taki tillit til sjónar miða innfæddra hópa og um­ hverfis mála í friðar­ og öryggismálum. AÐ norrænu ríkisstjórnirnar efli stuðn­ ing við friðaraðgerðir og friðar viðræður, minnki fjármagn til hernaðar mála, hætti sölu vopna, sem hafa ekki síst skelfileg áhrif á konur og börn, tilnefni sendi­ herra sem beita sér fyrir afvopnun, og styrki viðleitni sína til eyðingu kjarnavopna. Stjórnmálaþátttaka og samfélagsþróun Aukin og sjálfstæð þátttaka kvenna ásamt bættri félagslegri, efna hagslegri og pólitískri stöðu þeirra er forsenda þess að hægt sé að þróa lýðræðislegt samfélag fyrir alla. Sjálfbær þróun á öllum sviðum samfélagsins er ómögu­ leg án sterkrar stöðu kvenna og jafnrar stöðu kynjannna. Konur á Norðurlönd­ unum eru fjölmennar í emb ættum sem til er kosið, en rannsóknir sýna að þeim fækkar snarlega í þeim embættum sem til er skipað. Í markmiðunum sem sam þykkt voru í Pekingsáttmálanum er bent á ekki sé nóg að tryggja jafnt hlutfall kvenna og karla til að ná markmiðum um þróun og frið. Til að ýta undir þróun og koma á friði er einnig nauðsynlegt að tryggja virka þátttöku kvenna í allri ákvarðanatöku og framkvæmdum, og að kynjasjónarmiðum sé beitt á öllum sviðum samfélagsins. Aðeins þá getum við tryggt að tekið sé tillit til allra hópa samfélagsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.