19. júní


19. júní - 19.06.2015, Blaðsíða 92

19. júní - 19.06.2015, Blaðsíða 92
90 | 19. júní 2015 reynslu sinni. AÐ kynna Kvennasáttmála Sameinuðu þjóðanna og Pekingsáttmálann og móta tillögur um og krefjast þess að kynjasjónarmið séu höfð að leiðarljósi við mótun nýrra markmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun (e. SDG – Sustainable Development Goals). AÐ fá nýjar hugmyndir með því að virkja og bjóða til þátttöku nýja kynslóð sem hefur vaxið úr grasi síðan Kvenna­ ráðstefna Sameinuðu þjóðanna var haldin í Peking 1995 og gefa henni tæki­ færi á að nota færni sína og koma hug­ sjónum sínum á framfæri. AÐ styrkja skipulag og skilvirkni norr ænu kvenna hreyfingarinnar og þróa áfram alþjóðleg sjónarhorn og skuldbindingar. Kröfur reistar á tólf köflum Pekingsáttmálans Kröfurnar sem hér eru settar fram grundvallast á þeim tólf þemum sem umræðan á Nordiskt Forum byggðist á, sem að sama skapi er reist á tólf köflum Pekingsáttmálans. Kröfunum er fyrst og fremst beint til ríkisstjórna Norðurlanda og stjórn­ málamanna. Þeim er þó einnig beint til annarra stjórnvalda, stofnana, samtaka atvinnurekenda, stéttarfélaga, sveitar­ félaga og einkafyrirtækja, og síðast en ekki síst til norrænna femínista og kvenna hreyfingarinnar. Kröfur til norrænu ríkisstjórnanna Við, þátttakendur á Nordiskt Forum, skorum á norrænu ríkisstjórn­ irnar að innleiða þær tillögur og kröfur sem hér eru settar fram. Við minnum á þær skuldbingar sem fólust í undir­ ritun Pekingsáttmálans 1995 og þeirri framkvæmda áætlun sem honum fylgir. Á þeim tíma skuldbundu ríkisstjórnirnar sig til þess að tryggja full mannréttindi kvenna og stúlkna og viðurkenndu að jafnrétti kynjanna væri óumdeilanlega hluti af mannréttindum. Ríkis stjórnir nar skuldbundu sig til að samþætta kynja­ og jafnréttissjónarmið í alla stefnu­ mótun og áætlanagerð. Við minnum á að sérstaklega var ítrekað í Pekingsáttmálanum að kvenna­ samtök og félög kvenna væru mikil­ vægir bandamenn við velheppnaða inn­ leið ingu hans. Skilgreining á mismunun Nordiskt Forum minnir á fyrstu grein Kvennasáttmála Sameinuðu þjóð­ anna, sem skilgreinir mismunun gagnvart konum sem „hvers kyns aðgrein ingu, útilokun eða takmörkun sem byggð er á kynferði sem hefur þau áhrif eða markm ið að hindra eða koma í veg fyrir að konur ... fái viðurkennd, geti notið eða framfylgt mannréttindum og grundvallarfrelsi.“ Nordiskt Forum minnir einnig á að mannréttindi eru einstaklingsbundin, almenn, algild og ekki stéttskipt. Femínísk hagfræði – efnahagsleg og félagsleg þróun Þau stefnumótandi markmið um konur og efnahagslífið sem koma fram í Pekingsáttmálanum eru enn mikilvægur grundvöllur aðgerða á Norður löndum og á heimsvísu. Við þurfum á að halda betri þekkingu og fleiri rann sóknum á því hvernig þjóðhags legar meginreglur og stofn anir samfélagsins viðhalda mis­ rétti og hvernig hægt er að breyta þeim til þess að skapa sanngjarnt og sjálfbært samfélag. Líkön sem byggja á femínískri hag­ fræði og rannsóknum og sem taka tillit til daglegs lífs kvenna og karla og ólíkra lífskjara þeirra eru grundvöllur þess að skapa velferðarsamfélag sem leggur áherslu á barneignir og umönnun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.