19. júní - 19.06.2015, Blaðsíða 92
90 | 19. júní 2015
reynslu sinni.
AÐ kynna Kvennasáttmála Sameinuðu
þjóðanna og Pekingsáttmálann og
móta tillögur um og krefjast þess að
kynjasjónarmið séu höfð að leiðarljósi
við mótun nýrra markmiða Sameinuðu
þjóðanna um sjálfbæra þróun (e. SDG –
Sustainable Development Goals).
AÐ fá nýjar hugmyndir með því að
virkja og bjóða til þátttöku nýja kynslóð
sem hefur vaxið úr grasi síðan Kvenna
ráðstefna Sameinuðu þjóðanna var
haldin í Peking 1995 og gefa henni tæki
færi á að nota færni sína og koma hug
sjónum sínum á framfæri.
AÐ styrkja skipulag og skilvirkni norr ænu
kvenna hreyfingarinnar og þróa áfram
alþjóðleg sjónarhorn og skuldbindingar.
Kröfur reistar á tólf
köflum Pekingsáttmálans
Kröfurnar sem hér eru settar fram
grundvallast á þeim tólf þemum sem
umræðan á Nordiskt Forum byggðist á,
sem að sama skapi er reist á tólf köflum
Pekingsáttmálans.
Kröfunum er fyrst og fremst beint
til ríkisstjórna Norðurlanda og stjórn
málamanna. Þeim er þó einnig beint til
annarra stjórnvalda, stofnana, samtaka
atvinnurekenda, stéttarfélaga, sveitar
félaga og einkafyrirtækja, og síðast
en ekki síst til norrænna femínista og
kvenna hreyfingarinnar.
Kröfur til norrænu
ríkisstjórnanna
Við, þátttakendur á Nordiskt
Forum, skorum á norrænu ríkisstjórn
irnar að innleiða þær tillögur og kröfur
sem hér eru settar fram. Við minnum
á þær skuldbingar sem fólust í undir
ritun Pekingsáttmálans 1995 og þeirri
framkvæmda áætlun sem honum fylgir.
Á þeim tíma skuldbundu ríkisstjórnirnar
sig til þess að tryggja full mannréttindi
kvenna og stúlkna og viðurkenndu að
jafnrétti kynjanna væri óumdeilanlega
hluti af mannréttindum. Ríkis stjórnir nar
skuldbundu sig til að samþætta kynja
og jafnréttissjónarmið í alla stefnu
mótun og áætlanagerð.
Við minnum á að sérstaklega var
ítrekað í Pekingsáttmálanum að kvenna
samtök og félög kvenna væru mikil
vægir bandamenn við velheppnaða inn
leið ingu hans.
Skilgreining
á mismunun
Nordiskt Forum minnir á fyrstu
grein Kvennasáttmála Sameinuðu þjóð
anna, sem skilgreinir mismunun gagnvart
konum sem „hvers kyns aðgrein ingu,
útilokun eða takmörkun sem byggð
er á kynferði sem hefur þau áhrif eða
markm ið að hindra eða koma í veg
fyrir að konur ... fái viðurkennd, geti
notið eða framfylgt mannréttindum og
grundvallarfrelsi.“
Nordiskt Forum minnir einnig á að
mannréttindi eru einstaklingsbundin,
almenn, algild og ekki stéttskipt.
Femínísk hagfræði
– efnahagsleg og
félagsleg þróun
Þau stefnumótandi markmið um
konur og efnahagslífið sem koma fram í
Pekingsáttmálanum eru enn mikilvægur
grundvöllur aðgerða á Norður löndum
og á heimsvísu. Við þurfum á að halda
betri þekkingu og fleiri rann sóknum á
því hvernig þjóðhags legar meginreglur
og stofn anir samfélagsins viðhalda mis
rétti og hvernig hægt er að breyta þeim
til þess að skapa sanngjarnt og sjálfbært
samfélag.
Líkön sem byggja á femínískri hag
fræði og rannsóknum og sem taka tillit
til daglegs lífs kvenna og karla og ólíkra
lífskjara þeirra eru grundvöllur þess að
skapa velferðarsamfélag sem leggur
áherslu á barneignir og umönnun.