Valsblaðið - 01.05.2012, Qupperneq 8
8 Valsblaðið2012
Starfiðermargt
Nú er runninn upp síðasti dagur afmælis-
ársins, árs sem við Valsmenn getum og
eigum að minnast með miklu stolti. Við
þurfum ekki að rifja hér upp þá fjöl-
mörgu viðburði sem staðið hefur verið
fyrir af hálfu afmælisnefndar og Vals á
árinu en þeir eiga þó allir það sammerkt
að hafa verið skemmtilegir, fræðandi og
ekki síst vel til þess fallnir að auka á
samhug og samstöðu okkar allra, þátt
sem ekki má vanmeta.
Bókagjöf á afmælisári- Útkall
Á afmælisárinu hafa félaginu borist úr
ýmsum áttum margar góðar gjafir sem
við erum þakklát fyrir. Og nú á síðasta
degi ársins hefur Óttar Sveinsson, Vals-
maður, rithöfundur og bókaútgefandi
ákveðið að færa félaginu að gjöf öll 18
bindi bókarflokks síns sem hann nefnir
Útkall, og að auki 5 hljóðbækur. Óttar er
einn þeirra fjölmörgu sem er trúr upp-
runa sínum en hann var nánast alinn upp
hér á Hlíðarenda á sínum unglingsárum.
Bækur Óttars hafa vermt efstu sæti met-
sölubóka frá árinu 1994 og hafa einnig
verið gefnar út í víða erlendis, nýjasta
Útkalls bókin sem kom út á haustmánuð-
um nefnist Ofviðri í Ljósufjöllum og er
svo gott sem uppseld. Færum Óttari
bestu þakkir fyrir og enn og aftur sjáum
við hversu víða rætur félagsins okkar
liggja og hvað við njótum velvildar víða.
Áfram hærra
Í lok afmælisárs langar mig að þakka öll-
um félagsmönnum og starfsmönnum fyr-
ir að hafa lagt sitt af mörkum til að gera
þessi tímamót sem eftirminnilegust. Það
er þó á engan hallað þó að við þökkum
sérstaklega höfundi og ritnefnd bókarinn-
ar Áfram Hærra fyrir þeirra ómetanlega
framlag síðustu tvö árin a.m.k. Bið ég
þau Þorgrím Þráinsson höfund bókarinn-
ar, Þorstein Haraldsson formann ritnefnd-
ar, Hönnu Katrínu Friðriksson og Guðna
Olgeirsson um að koma hingað upp og
veita móttöku smá gjöf sem þakklæti frá
félaginu fyrir frábærlega vel unnin störf.
Bið ykkur auk þess að gefa Guðna auka
klapp fyrir að hafa ritstýrt enn einu glæsi-
lega Valsblaðinu sem er okkur ómetan-
legt, ekki síst þegar frá líður.
Afmælisnefndin
Afmælisnefndin hefur starfað óslitið á
þriðja ár undir stjórn Reynis Vignis og
getum við öll sannmælst um að starf
hennar hefur ekki síst stuðlað að metnað-
arfullri dagskrá afmælisársins sem sann-
anlega hefur mælst mjög vel fyrir hjá
félagsmönnum. Bið Reyni Vigni, Grím
Sæmundsen, Ragnheiði Víkingsdóttur,
Karl Axelsson og Halldór Einarsson um
að kom og taka á móti þakklætisvotti frá
félaginu fyrir störf sín.
Minjanefnd
Minjanefnd félagsins var endurvakin ef
svo má segja undir stjórn Magnúsar
Ólafssonar. Nefndin hefur unnið ákaflega
mikilvægt starf síðustu mánuði og miss-
eri. Fyrir utan að hafa staðið fyrir glæsi-
legri sögusýningu á afmælisárinu, sýn-
ingu sem vakið hefur athygli langt út fyr-
ir okkar raðir, hefur nefndin farið yfir
allflesta gripi sem félagið á og skráð þá
og síðan leitað frekari heimilda um þá
fjölmörgu sem ekki eru til fullkomnar
heimildir um og skoðar nefndin nú hvar
koma megi sem flestum af þessum dýr-
gripum fyrir í húsakynnum okkar til að
þeir geti orðið okkur sýnilegir. Það er
okkur mikilvægt að þekkja sögu okkar
og halda henni á lofti hvenær sem tæki-
færi gefst til. Svo vel vill til að nefndin
mun halda áfram störfum sínum þó svo
að þessi tímamót séu liðin enda er mörgu
ólokið og verkefnin svo til endalaus. Vil
ég biðja nefndarmenn þau Magnús Ólafs-
son, Úlfar Másson, Kristján Ásgeirsson,
Ólaf Már Sigurðsson, Helga Benedikts-
son, Margréti Bragadóttur, Óskar Jóhann-
esson, Ægi Ferdinandsson, Hermann
Gunnarsson, Gunnar Svavarsson og Atla
Sigþórsson um að koma upp og veita
móttöku þakklætisvotti frá félaginu fyrir
störf sín.
Blómlegt yngri flokka starf – góð
forvörn
Íþróttastarf hefur verið með miklum
blóma í félaginu á árinu. Ekki er síst
áhugavert að fylgjast með hversu vel
miðar í uppbyggingu yngri flokka Vals
þó að alltaf megi gera betur. Sem betur
fer er öflugur hópur foreldra sem kemur
að starfi félagsins en ef við ætlum að ná
frekari árangri er samspil krakka, for-
eldra og Vals það sem er mikilvægast.
Samkvæmt samantekt Ragnhildar Skúla-
dóttur yfirmanns barna- og unglingasviðs
Vals eru 720 krakkar við æfingar hjá fé-
laginu um þessar mundir og hafa að ég
hygg aldrei verið fleiri a.m.k ekki hin
síðari ár. Vil ég færa Ragnhildi, foreldr-
um, þjálfurum og öðrum sem að starfinu
Viðburðaríktafmælisár
Ræða Harðar Gunnarssonar formanns Vals á gamlársdag 2011
Minjanefnd Vals var heiðruð sérstaklega með bókargjöf fyrir vel unnin störf. Frá
vinstri: Börkur Edvardsson stjórnar maður, Gunnar Svavarsson, Kristján Ásgeirsson,
Ægir Ferdinandsson, Helgi Benediktsson, Nikulás Úlfar Másson, Margrét Bragadóttir
og Hörður Gunnarsson formaður Vals. Ekki voru allir nefndarmenn viðstaddir.