Valsblaðið - 01.05.2012, Síða 9

Valsblaðið - 01.05.2012, Síða 9
Valsblaðið2012 9 Viðurkenningar Þrír stórir titlar á afmælisári Á árinu hömpuðu meistaraflokkar okkar alls 8 titlum í efstu deild. Þrír þeirra telj- ast til hinna stærri eða til Íslands- eða bikarmeistaratitla. Meistaraflokkur karla í handbolta varð bikarmeistari þriðja árið í röð og í áttunda sinn alls eða oftar en nokkurt félag, meistaraflokkur kvenna í handbolta varð Íslandsmeistari annað árið í röð, og urðu að auki meistarar meistaranna og deildarmeistarar. Meist- araflokkur kvenna í knattspyrnu varð bikarmeistari í þrettánda sinn eða oftast allra félaga, og þær hömpuðu einnig Reykjavíkurmeistaratitli. Meistaraflokk- ur karla í knattspyrnu urðu Reykjavíkur- meistarar og unnu að auki deildarbikar- inn. Afrekslega stóð Valur því vel undir væntingum á afmælisárinu. koma kærar þakkir fyrir þeirra framlag. Jafnframt vil ég minna alla leikmenn Vals og aðra sem tengjast meistaraflokk- um félagsins á þá augljósu staðreynd að þið eruð fyrirmynd þessar krakka og því fylgir ákveðin ábyrgð sem við verðum að standa undir. Í nýútkomnu Valsblaði má lesa áhuga- verða grein eftir Ragnhildi sem ber yfir- skriftina „Þjálfun barna og unglinga“ en greinin fjallar um glæsilega ráðstefnu sem haldinn var hér að Hlíðarenda fyrir tilstuðlan Fálkanna þar sem umræðuefn- ið var þjálfun barna og unglinga, lofsvert framtak af þeirra hálfu sem ber að þakka. Í greininni kemur m.a. fram það mikla forvarnargildi sem fólgið er í skipulagðri íþróttaiðkun barna og unglinga. Í framhaldi af umræðuefni ráðstefn- unnar langar mig að beina athyglinni að heilbrigði og vellíðan sem í raun er sitt hvora hliðin á sama peningi og er þá bæði átt við líkamlegt – andlegt og félagslegt heilbrigði barna og unglinga sem og fullorðinna. Ef við finnum okkur örugg og við teystum umhverfi okkar þá líður okkur vel. Það eru gömul sannindi og ný að ef okkur líður vel þá náum við árangri jafnt utan vallar sem innan. Því er það grunnurinn að góðu íþróttafélagi að byggja upp þannig umgjörð að sem flest- um líði vel og hæfileikar hvers og eins fái að blómstra og njóta sín. Aðeins við þannig aðstæður getum við gert kröfur til árangurs og aðeins þannig tekst okkur að laða fram það besta í fari Valsmanna hvort sem þeir eru iðkendur, foreldrar, starfsmenn eða fjölmennur hópur sjálf- boðaliða sem leggur Val lið hvern dag ársins. Til fundar við framtíðina Góðir félagar, að mínu viti þyrftum við að taka til skoðunar innviði félagsins á árinu 2012. Í því sambandi væri ekki úr vegi að efna til málþings um stöðu Knatt- spyrnufélagsins Vals sem mætti kalla „til fundar við framtíðina“. Þingið væri að sjálfsögðu öllum opið og þar gætu komið fram sjónarmið iðkenda, foreldra, starfs- manna og ekki síst hins almenna félags- manns, um það hvernig við sjáum Val verða enn betra félag og hvernig við í sameiningu getum styrkt innviði félags- ins því séu þeir sterkir og þjóni vel þörf- um félagsmanna þá mun okkur farnast vel. Hugum að þessu á nýju ári. Afmælisnefnd Vals var heiðruð sérstaklega með bókargjöf fyrir vel unnin störf. Frá vinstri: Börkur Edvardsson stjórnarmaður, Grímur Sæmundsen, Ragnheiður Víkings- dóttir. Reynir Vignir formaður afmælisnefndar og Hörður Gunnarsson formaður Vals. Hörður Gunnarsson formaður Vals tekur við bókabjöf til félagins frá Óttari Sveinssyni, en um er að ræða heildarút- gáfu af vinælum Útkallsbókum sem hann hefur samið og gefið út. Ritnefnd afmælisritsins Áfram hærra var heiðruð sérstaklega með bókargjöf fyrir vel unnin störf. Frá vinstri: Börkur Edvardsson stjórnarmaður, Hanna Katrín Friðriks- dóttir, Þorsteinn Haralds son formaður ritnefndar, Guðni Olgeirs son, Þorgrímur Þráinsson höfundur bókarinnar og Hörður Gunnars son formaður Vals.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Valsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.