Valsblaðið - 01.05.2012, Side 11
Valsblaðið2012 11
Starfiðermargt
Aðstaðan að Hlíðarenda• – Upp á
hvaða möguleika býður aðstaðan á
Hlíðarenda og hverjir geta nýtt sér að-
stöðuna? Hópstjóri er Haraldur Daði
Ragnarsson, framkvæmdastjóri Vals.
Fjármál• – Farið verður ofan í saumana
á fjármálum Vals og lagðar fram tillög-
ur að úrbótum og nýjum áherslum.
Hópstjórar eru Brynjar Harðarson og
Sveinn Stefánsson.
Áhugasamir eru beðnir um að hafa sam-
band við viðkomandi hópstjóra ef þeir
vilja koma og starfa að ofangreindum
verkefnum. Stefnt er að því að hóparnir
skili af sér tillögum í upphafi árs og þær
verða síðan teknar til skoðunar og kynn-
ingar af aðalstjórn Vals.
Staða og horfur félagsins
Á haustdögum var haldinn fjölmennur fé-
lagsfundur þar sem formaður og formenn
deilda fóru yfir stöðu og framtíðarhorfur
félagsins ásamt því að svara fjölmörgum
fyrirspurnum frá félagsmönnum. Er það
skoðun stjórnar að félags fundir sem þess-
ir séu mikilvægir fyrir félagsmenn og
starfið í heild og gefi viðstöddum tæki-
færi á að fræðast betur um starfsemina og
ekki síst fyrir stjórnir að fá margar góðar
ábendingar um það sem betur má fara.
Í desember var síðan boðað enn á ný
til fundar þar sem lögð var fram tillaga
frá aðalstjórn félagsins um að stofnuð
yrði sjálfseignastofnun til að hafa umsjón
með ákveðnum eignum Knattspyrnu-
félagsins Vals, s.s. lóðum og fasteignum.
Lóðirnar sem um ræðir eru nýjar lóðir á
Hlíðarenda sem nýlega hafa verið gerðir
flesta Valsmenn til að koma með hug-
myndir af því hvað betur mætti fara í
starfseminni sem og að koma með hug-
myndir að frekari starfsemi sem félagið
gæti sinnt til að sinna skyldum sínum bet-
ur við félagsmenn og iðkendur. Skemmst
er frá því að segja að fundurinn sem hald-
inn var 12. maí var mjög vel sóttur og
ekki síður var skipulag hans allt til mikill-
ar fyrirmyndar. Að skipulagi og fram-
kvæmd stóðu Hafrún Kristjánsdóttir, Arna
Grímsdóttir, Hanna Katrín Friðriksen og
Berghildur Bernharðsdóttir og kann ég
þeim bestu þakkir fyrir. Helstu atriði sem
fundarmenn töldu brýnt að koma í fram-
kvæmd og enn er unnið að voru t.d.
Hverfið• – Reynt verði að tengja Val
betur við hverfin sem að félaginu
standa og gera Val að meira hverfis-
félagi en það er í dag. Hlíðarendi verði
miðdepill uppákoma sem í hverfinu
eru og þjóni þannig sínu nærumhverfi
betur. Hópstjóri er Viðar Bjarnason
íþróttafulltrúi Vals.
Skólar• – Unnið verði markvisst að því
að gera Val sýnilegri í hverfisskólun-
um og að skólarnir vinni í samstarfi
við Val að því að auka áhuga nemenda
á gildi íþrótta og hollum lífsháttum.
Hópstjóri er Viðar Bjarnason íþrótta-
fulltrúi Vals.
Íþróttaskóli Vals• – Lagðar verði fram
tillögur um hvernig efla má skólann og
gera hann að fjölgreinaskóla fyrir
yngstu iðkendurna. Hópstjóri er Viðar
Bjarnason íþróttfulltrúi Vals.
Þjálfarar• – Skilgreind verði helstu
markmið og stefnur sem þjálfarar Vals
eiga að starfa eftir og hvað atriði skulu
kennd í hverjum aldurshópi. Hópstjóri
er Jón Gunnar Bergs.
Íþróttir sem áhugamál• – Lagðar verða
fram tillögur um hvernig megi gera
íþróttir að áhugamáli krakka og ung-
linga. Hópstjóri er Jón Gunnar Bergs.
Börn af erlendum uppruna• – Lagðar
fram tillögur um það hvernig megi
auka áhuga þeirra á íþróttum og hvern-
ig best sé að taka á móti þeim. Hóp-
stjórar eru Hafrún Kristjánsdóttir og
Davor Purusic.
Foreldrar• – Hvernig má tengja betur
foreldra við starfið á Hlíðarenda og
hvernig áhugasamir foreldrar geti
komið meira að starfsemi Vals? Hóp-
stjóri er Margrét L. Guðmundsdóttir.
Félagsmenn• – Hvernig við fjölgum
félagsmönnum í Val. Hvað fylgir því
að vera félagi í Knattspyrnufélaginu
Val? Hópstjóri er Margrét L. Guð-
mundsdóttir.
Eldri borgarar• – Hvernig getur starf
eldri borgara tengst starfsemi Vals?
Hvað er í boði fyrir eldri borgara á
Hlíðarenda? Hópstjóri er Halldór Ein-
arsson.
Upplýsingatækni• – Hvernig getur bætt
upplýsingatækni þjónað félagsmönn-
um Vals með bættri upplýsingagjöf?
Hópstjóri er Haraldur Daði Ragnars-
son, framkvæmdastjóri Vals.
Markaðssetning / ímynd / stefnumótun•
– Hvernig markaðssetjum við Knatt-
spyrnufélagið Val, hvernig eflum við
ímynd þess og hver er stefna félagsins
í hinum ýmsu málefnum sem tengjast
stefnu félagsins? Hópstjóri er Haraldur
Daði Ragnarsson, framkvæmdastjóri
Vals.
Á útgáfuhátíð afmælisritisins Áfram hærra var heiðursfélögum Vals afhent bókin að
gjöf. Frá vinstri. Jón Gunnar Zoega, Þorgrímur Þráinsson höfundur bókarinnar, Þor-
steinn Haraldsson formaður ritnefndar og Pétur Sveinbjarnarson.
Til hægri. Þorgrímur Þráinsson höfundur afmælisritsins Áfram hærra áritaði bókina
með persónulegri kveðju.