Valsblaðið - 01.05.2012, Side 17

Valsblaðið - 01.05.2012, Side 17
Valsblaðið2012 17 Framtíðarfólk Hlíðarenda. Ég vænti þess að við komum með gott lið til leiks næsta sumar og ef það verður að veruleika er aldrei að vita nema við getum strítt liðunum í efri hluta deildarinnar. Hópurinn í meistaraflokki er meiriháttar. Mér finnst gæðin mikil og leikmenn ef til vill betri heldur en þeir gera sér grein fyrir. Vonandi kemur meiri festa í leikmannahópinn með árunum. Það þýðir hins vegar ekki sem leikmaður félagsins að kvarta of mikið undan tíðum breytingum á hópnum. Það er í hlutverki okkar að vera nógu góðir til þess að klæðast Valstreyjunni,“ segir Ingólfur. Hvernig líst þér Ingólfur á yngri flokk­ ana hjá Val um þessar mundir í fót­ bolta? „Mér líst vel á þá. Í hverjum ein- asta flokki, hvort sem hópurinn er stór eða lítill, má alltaf finna leikmenn sem geta orðið nógu góðir. Valur er ekki með sérstaklega marga iðkendur og það leyn- ast ýmis tækifæri í því, sem getur gefið okkur forskot á önnur félög. Leikmaður fær meiri ábyrgð innan liðsins og þjálfar- ar hafa kjörið tækifæri til þess að hlúa vel að einstaklingnum og bæta hann,“ segir Ingólfur. Ingólfur, hvaða markmið ætti Valur að hafa að þínu mati um uppalda leik­ menn í meistaraflokki? „Það eru margir uppaldnir leikmenn í meistaraflokki Vals í dag og ég sé ekki af hverju það ætti að breytast á komandi árum. Hins vegar er gott fyrir hópinn að fá sterka aðkomu- menn af og til. Þeir geta miðlað sinni reynslu og auka gæðin í hópnum. Þetta snýst um að fara inn á völlinn til þess að sigra og ef það þarf aðkomumenn til þess, þá efast ég ekki um að það verði gert. Það ríkir einfaldlega of mikil sigur- hefð innan félagsins til að sætta sig við annað. Mig dreymir um fátt annað en að festa mig í sessi sem leikmaður í Valslið- inu. Ef ég næ því, mun ég geta hugsað út í næstu skref,“ segir Ingólfur að lokum. Valsblaðið spurði Gunnar að lokum hver væri frægasti Valsarinn í fjölskyld- unni. Hann svaraði um hæl: „Ætli það sé ekki Ingólfur Sigurðsson.“ mann áfram sama hvernig gengur,“ segir Ingólfur. Hvernig gekk ykkur í sumar Gunnar? „Okkur gekk ágætlega, komumst í úrslit í bikarnum gegn Stjörnunni. Töpuðum mjög naumlega og það var svekkjandi. Stóðum okkur ekkert sérstaklega vel í Ís- landsmótinu. Í júlí fórum við á Keele-cup á Englandi og lentum í öðru sæti. Sumar- ið var því að mörgu leyti gott. Þór Hin- riksson og Jón Karlsson þjálfuðu okkur og voru frábærir. Þjálfarar þurfa að vera ákveðnir en samt skemmtilegir og félagar iðkenda. Það voru þeir sannarlega. Hóp- urinn var þéttur og góður andi. Núna í haust tók Jóhann Hreiðarsson við 3. flokki og mér líkar mjög vel við hann og býst við skemmtilegu ári,“ segir Gunnar. „Eftirminnilegasti leikur minn frá upp- hafi var 2008 úti í Heerenveen en þar var ég í eitt ár. Rétt áður en ég fór heim fengu þjálfarnir lið frá Gorredijk til þess að spila kveðjuleik við okkur. Við spiluð- um mjög vel og mér tókst að skora þrennu. Eftir leikinn var síðan smá sam- koma í félagsheimilinu þar sem ég var kvaddur og fékk margar gjafir, meðal annars bolta sem allir leikmenn meistara- flokks höfðu skrifað á. Þetta voru skemmtileg lok á mjög góðum vetri,“ segir Gunnar. Ingólfur, hvaða ráð viltu gefa Gunnari og öðrum leikmönnum í yngri flokk­ um? „Mikilvægast til þess að verða góður í fótbolta er að æfa sig í fótbolta. Þegar ég spilaði á Íslandi, 16 ára gamall, var alltaf verið að hamra á því að ég þyrfti að bæta á mig vöðvum til þess að verða nógu góð- ur fyrir meistaraflokk. Ég gerði lítið ann- að en að djöflast í ræktinni og var minna úti á æfingasvæðinu. Þegar ég fór ári síðar til Hollands í atvinnumennsku ræddi ég við nýja þjálfarann minn og spurði hvort ég ætti ekki að halda áfram að lyfta lóð- um. Hann varð furðu lostinn og sagði við mig: „Við erum hérna til þess að búa til fótboltamenn. Ef þú ert nógu góður tækni- lega, þá nær andstæðingurinn þér aldrei.“ Þetta voru minnisstæð orð sem ég hef reynt að tileinka mér – og ráð sem ein- hverjir í yngri flokkunum gætu ef til vill nýtt sér,“ segir Ingólfur. Gunnar segir mikilvægt að hafa rétt hugarfar til að ná árangri, mæta á sem flestar æfingar og trúa á sjálfan sig. Líka segir hann mikilvægt að taka aukaæfing- ar. Hann segist t.d. þurfa að æfa skot með hægri fæti og stundum vera dálítið ákveðnari. Hvers vegna fótbolti Gunnar? „Mér finnst fótbolti einfaldlega skemmtilegur. Ég hef æft mjög margar greinar, frjálsar, fimleika, badminton og aðeins farið á æf- ingar í körfubolta og handbolta. Ég ætla bara að halda áfram í fótbolta og vera líka í skóla,“ segir Gunnar. Nú hefur Ingólfur Sigurðsson snúið aftur að Hlíðarenda og hefur gert nýjan samning við Val fyrir næsta tímabil. Vals- blaðið notaði tækifærið og spurði hann um hvernig honum litist á að vera kom- inn afur í Val. „Mér líst vel á þær breytingar sem hafa orðið í haust. Hugsunarháttur stjórnar- innar er að mínu mati raunsær og í takt við íslenskan veruleika. Hlúa að þeim Valsmönnum sem eru fyrir í félaginu og vera með sterka aðfengna leikmenn. Stuðningsmenn Vals, sem eru í einu orði sagt frábærir, eiga skilið að sjá gott lið á Öflugir bakhjarlar Knattspyrnufélagsins Vals óska öllum Valsmönnum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.