Valsblaðið - 01.05.2012, Síða 25
Valsblaðið2012 25
konur sem tengjast Val taki þann dag frá
og mæti, þetta verður flott skemmtun.
Súpufundir hálfsmánaðarlega
Að lokum er vert að nefna að Valkyrjur
hittast í Lollastúku annan miðvikudag í
mánuði, við greiðum 500 kr. á hverjum
fundi og borðum létta súpu um leið og
við spjöllum og skiptumst á skoðunum.
Að lokum viljum við hvetja allar
áhugasamar konur að skrá sig í félagið
árgjald er 3000 kr. og það er hægt að gera
með því að senda upplýsingar á netfang-
ið valkyrjur@valur.is
Með Valskveðju, Bára Jóhannsdóttir
formaður Valkyrja
með börnum sínum á leikjum í Voda-
fonehöllinni. Einnig öfluðu Valkyrjur
fjármagns og ákveðið var að bjóða á tvo
fótboltaleiki í sumar hjá mfl. kvenna,
þetta var að gert til að reyna að auka að-
sókn á leiki stelpnanna og tókst með
ágætum en betur má ef duga skal og get-
ur vel verið að þetta verði reynt aftur.
Í samvinnu við stjórn handknattleiks-
deildar hafa Valkyrjur séð um Lollastúku
fyrir árskortshafa nú í vetur á leikjum
kvenna og karla í handbolta. Við hellum
upp á kaffi og sjáum til þess að meðlæti
sé klárt og huggulega sett fram. Þetta
hefur verið mjög skemmtilegt og ef ein-
hverjar hafa áhuga á að koma að þessu
endilega hafa samband við Valkyrjur á
netfangið valkyrjur@valur.is.
Tekið til á Hlíðarenda
Valkyrjur stóðu einnig fyrir þrifdegi á
Hlíðarenda, það var Helena Þórðardóttir
sem kom með þessar snilldar hugmynd
en sönn valkyrja Margrét Bryngeirsdóttir
starfsmaður Vals stýrði því verki með
miklum krafti. Hópur valkyrja mætti
ásamt nokkrum Fálkum og velunnurum
og þrifu aðra stúkuna norðanmegin í
Vodafonehöllinni. Þetta var skemmtileg
vinna og er planið að klára hinar stúkurn-
ar þegar tækifæri gefst. Við hvetjum alla
sem hafa áhuga á að eiga góða stund með
skemmtilegu fólki og í leiðinni að taka á
því við þrif að fylgjast með og mæta.
Konukvöld Vals verður 23. febrúar
2013 daginn fyrir konudaginn
Ákveðið var að halda Valkyrjukvöld að
hausti og kvennakvöld Vals að vori og
þann 26. október var fyrsta Valkyrju-
kvöldið haldið í Lollastúku. Þar voru
Valkyrjur mættar og áttu skemmtilega
stund saman. Konukvöld Vals verður svo
haldið þann 23. febrúar 2013, daginn fyr-
ir konudaginn og vonumst við til að allar
Félagsstarf
Valkyrjur skipulögðu þrif á stúkunni í
Valsheimilinu og hyggja á frekari hrein-
gerningar að Hlíðarenda.
Faxafeni 11, Reykjavík, s. 534 0534,
Amaróhúsinu, Akureyri, s. 534 0535
www.partybudin.is partybudin@partybudin.is
Velkomnir
Valsarar!