Valsblaðið - 01.05.2012, Síða 34

Valsblaðið - 01.05.2012, Síða 34
34 Valsblaðið2012 Starfiðermargt hendi ásamt Skúla Edvardssyni og Þor- steini Guðbjörnssyni. Þeir ásamt fjölda annarra sjálfboðaliða, iðkenda úr yngri flokkum, foreldrum og starfsfólki Vals eru færðar bestu þakkir fyrir sitt óeigin- gjarna starf. Uppskeruhátíð yngri flokka knattspyrnudeildar 2012 7. flokkur kvenna 7. flokkur kvenna er skipaður rúmlega 30 efnilegum fótboltastúlkum. Stúlkurnar komu ekki einungis úr nærliggjandi hverfum heldur einnig úr Breiðholti, Grafarvogi og Árbæ. Flokkurinn hefur vaxið síðustu ár og vonum við að sú þró- un haldi áfram. Markmið flokksins voru skýr frá upphafi, að gefa hverri og einni tækifæri til að iðka knattspyrnu á sínum forsendum. Lögð var áhersla á skemmt- un, leikgleði og vellíðan iðkenda. Æfðu stelpurnar þrisvar í viku ásamt því að spila á fjölmörgum mótum. Mótin gengu ávallt vel og voru þær sér og sínu félagi til mikils sóma. Þó nokkrir bikarar komu í hús en það sem mestu máli skipti var hversu skemmtileg þeim þóttu mótin. Þjálfarar og foreldraráð sáu um að stelp- urnar hittust utan fótboltaæfinga og var meðal annars farið í bíó, pizzuveisla haldin, piparkökur skreyttar og síðast en ekki síst haldnar tvær búningaæfingar. Þjálfarar 7. flokks kvenna: Steinunn Sara, Lísbet og Erla Steina. 7. flokkur karla Strákarnir í 7. fl. hófu æfingar haustið 2011, þar komu saman margir snillingar og flestir að stíga sín fyrstu spor. Um ára- mótin urðu þjálfarabreytingar hjá flokkn- um. Freyr Alexandersson tók við flokkn- um og með honum hafa verið þeir Atli Heimisson, Sturla Magnússon og Valur Benonýson. Strákarnir hafa æft vel og tekið gríðarlegum framförum, æft hefur verið þrisvar sinnum í viku og hefur stór kjarni haldist við æfingar nánast allt árið. Fjöldinn hefur verið svolítið rokkandi eins og gengur og gerist í þessum aldurs- flokki þar sem margir nýir iðkendur koma og prufa, flestir halda áfram og eru orðnir flottir fótboltastrákar. 7. fl. tók þátt í þremur mótum. Íslands- bankamóti Vals í vor, Norðurálsmótinu í sumar og Bónusmóti Fylkis í haust. Lið- ið hefur staðið sig vel á öllum mótum og hápunktur drengjanna var Norðurálsmót- ið þar sem Valur fór með fjögur lið og frábæran hóp foreldra. Árangurinn var ig sigra á liðum KR og FH. Í 15. umferð kom Fylkir í heimsókn og uppskar jafnt- efli gegn okkar stelpum. Fyrsti tapleikur seinni hluta tímabilsins var á móti Breiðablik 0-4 í 17. umferð. Síðasti leik- ur Vals á tímabilinu var gegn Aftureld- ingu á Varmárvelli. Okkur stelpur mættu hálfsofandi í leikinn og var staðan í hálf- leik 3 Aftureldingu í vil. Hálfleiksræðan hefur hrifið þar sem leikurinn endaði 4 og máttu Valsstelpur sætta sig við 4. sæt- ið þetta sumarið. Á árinu hafa margar Valsstelpur spilað með landsliðum Íslands. Fimm þeirra hafa spilað A-landsliðsleiki, fimm með U-13, níu stelpur spilað með U-19 og sex með U-17. Algerlega frábær árangur hjá okkar fótboltastelpum. Til gamans má geta af- rekaði ein Valsstelpan, Elín Metta Jensen, að spila með öllum fjórum landsliðunum á árinu og einnig spiluðu fimm þeirra bæði með U-19 og U-17. Elín Metta Jens- en hlaut einnig gullskóinn með 18 skoruð mörk í Pepsideild kvenna. Gunnar Borgþórsson, Þórður Jensson og Ólafur Pétursson létu af störfum hjá félaginu í haust og tók Gunnar við þjálf- un meistaraflokks kvenna á Selfossi og Þórður við 2. flokki kvenna hjá FH. Við viljum þakka þeim góð störf í þágu félagsins og óskum þeim alls hins besta á nýjum vettvangi. Nýtt þjálfarateymi Nýr þjálfari var ráðinn til starfa sem meistaraflokksþjálfari í kjölfarið, reynslu- boltinn Helena Ólafsdóttir og henni til að- stoðar var ráðinn annar reynslubolti, Þor- leifur Óskarsson, markmannsþjálfun verð- ur Rajko Stanisic með. Að lokum vill stjórn knattspyrnudeild- ar og meistaraflokksráð kvenna þakka öllum þeim sem að starfinu komu í sum- ar sem var ómetanlegur stuðningur við stelpurnar og félagið. Valur – 2. flokkur kvenna Í upphafi tímabilsins tóku stelpurnar í 2. flokki þátt í Faxaflóamótinu og enduðu þar í 5. sæti en 8 lið tóku þátt í mótinu. Eins og glöggir lesendur Valsblaðsins taka eftir voru meirihluti stelpna á 2. flokks aldri með meistaraflokki þetta tímabil. Af þeim sökum var oft á tíðum ekki auðvelt að manna æfingar og leiki flokksins og á tímabili voru stúlkur allt niður í 4. flokk fengnar til að verma bekkinn hjá þeim. Margar efnilegar yngri fótboltastelpur tóku þátt í starfi flokksins og ljóst að framtíðin er björt á meðal ungra fótboltastelpna í Val. Miðað við aðstæður verður niðurstaða tímabilsins að teljast ágætis árangur hjá stelpunum og þjálfara þeirra, Rakel Logadóttir en 2. flokkur kvenna uppskar 4. sætið á Ís- landsmótinu. Fyrsti leikurinn var úti gegn Keflavík sem tapaðist 0-2. Heimaleikur gegn Breiðablik var næstur og endaði með jafntefli 2-2. Næstu fimm leikir end- uðu með sigri Valsstelpna, þar á meðal sigur á KR 5. Ekki gekk sem skyldi í síð- ustu 5 leikjum tímabilsins þar sem ein- ungis 2 stig komu í hús í fimm leikjum. Í bikarkeppninni sigruðu þær ÍBV, gerðu jafntefli við KR og komust í undanúrslit gegn liði Breiðabliks. Það var hörkuleik- ur þar sem staðan í hálfleik var 0-0 en lokatölur 3-1 fyrir Breiðablik. Rakel Logadóttir lét af störfum sem þjálfari 2. flokks í haust og tók við þjálfun 3. og 8. flokks kvenna. Nýr þjálfari er því mættur til leiks í 2. flokki, Þorleifur Óskarsson en eins og áður kom fram verður hann einnig aðstoðarþjálfari meistaraflokks. Lokahóf annars og meistarflokks kvenna Efnilegust í öðrum flokki kosið af leik­ mönnum: María Soffía Júlíusdóttir. Best í öðrum flokki kosið af leikmönn­ um: Ingunn Haraldsdóttir. Efnilegust í meistaraflokki kvenna kosið af leikmönnum: Berglind Rós Ágústsdóttir . Best í meistaraflokki kvenna kosið af leikmönnum og þjálfurum: Dóra María Lárusdóttir. Öflugt heimaleikjaráð Allt til fyrirmyndar á Vodafonevellinum í sumar Öflugt starf var unnið í kringum heima- leiki liðanna í sumar og umgjörðin var glæsileg og félaginu til sóma. Jón Hösk- uldsson stýrði því starfi með styrkri Nýr þjálfarateymi m.fl. kvenna, Helena Ólafs- dóttir og Þorleifur Óskarsson.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Valsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.