Valsblaðið - 01.05.2012, Blaðsíða 36
36 Valsblaðið2012
Starfiðermargt
Mestu framfarir: Orri Heiðarsson.
Besta ástundun: Róbert Vilhjálmur Ás-
geirsson.
Liðsmaður flokksins: Úlfar Páll Monsi
Þórðarson.
4. flokkur kvenna
4. fl. kvenna þetta árið samanstóð af 25
stelpum. Stelpurnar æfðu mjög vel allt
tímabilið. Þær lögðu mikið á sig með
aukaæfingum og öðru slíku yfir sumar-
tímann. Við tókum þátt í Haustmóti
KRR, Reykjavíkurmótinu, Rey Cup og
Íslandsmótinu. Liðið spilaði oft á tíðum
frábæran fótbolta þar sem lögð var rík
áhersla að kenna stelpunum grundvallar-
atriði í 11-manna bolta sem nýtist þeim á
næstu árum. Stelpurnar gerðu margt
skemmtilegt saman og voru duglegar að
hittast fyrir utan æfingar. Hópurinn var
það fjölmennur að hægt var að tefla fram
tveimur 11-manna liðum. Bæði lið
spiluðu frábæran fótbolta allt tímabilið
og eigum við Valsarar margar bráðefni-
legar knattspyrnukonur í þessum hópi.
Stelpurnar tóku þátt í Rey Cup þar sem
gleðin var mikill. Bæði lið lentu í 3. sæti
á mótinu og stóðu sig með stakri prýði.
Á Íslandsmótinu missti A-liðið af sæti í
úrslitakeppni í síðasta leik sumarsins en
mega vera stoltar af sinni frammistöðu í
sumar líkt og B-liðið sem lenti í 2. sæti á
Íslandsmótinu.
Þjálfarar voru Margrét Magnúsdóttir
og Rakel Logadóttir.
Leikmaður flokksins: Agnes Edda Guð-
laugsdóttir.
Besta ástundun: Eva María Jónsdóttir.
Mestu framfarir: Mist Þormóðsdóttir
Grönvold.
4. flokkur karla
Í kringum 30 virkir strákar mættu á æf-
ingar. Æft var fjórum sinnum í viku yfir
veturinn, þrisvar sinnum úti á gervigras-
inu en fjórða æfingin var svo þrek- og
styrktaræfing inni í Valsheimilinu. Seint í
maí fór flokkurinn í frábæra æfingaferð á
Hvolsvöll sem endaði úti í Vestmanna-
eyjum þar sem bæði lið flokksins spiluðu
sína fyrstu leiki í Íslandsmótinu. Þessi
ferð var gríðarlega vel heppnuð í alla
staði og hristi hópinn mjög vel saman.
Síðari hluta júlí fór svo Rey Cup fram
þar sem tvö lið voru skráð til. Lið eitt lék
um 5. sæti gegn Þrótturum og unnu 2-1
sigur í dramatískum leik sem strákarnir
gleyma seint. Lið tvö lék um þriðja sætið
gegn Fylkisstrákum og lentu undir í byrj-
Stelpurnar gerðu einnig margt skemmti-
legt saman fyrir utan æfingar. Þjálfarar
voru Birkir Örn Gylfason og Margrét
Magnúsdóttir.
Besta ástundun: Signý Ylfa Sigurðar-
dóttir.
Mestu framfarir: Katla Garðarsdóttir.
Leikmaður flokksins: Hlín Eiríksdóttir.
5. flokkur karla
Þetta hefur verið viðburðaríkt ár hjá 5.
flokki. Í mars skelltu strákarnir sér í æf-
ingaferð á Laugarvatn þar sem gleðin og
vinskapurinn var í fararbroddi, í lok ferð-
arinnar fóru drengirnir á Selfoss og
spiluðu æfingaleik við heimamenn. Ár-
angur strákanna á Íslandsmótinu var
mjög góður, en alls sendum við 5 lið til
keppni og komust 2 liðanna alla leið í úr-
slitakeppnina, A liðið var hársbreidd frá
því að komast í undanúrslit, 3 lið urðu
jöfn að stigum og því varð að kasta upp á
hver kæmist áfram en því miður voru
lukkudísirnar ekki með okkur að þessu
sinni en engu að síður frábært árangur.
C2 liðið komst einnig í úrslitakeppnina
eftir að hafa unnið sinn riðill en eftir erf-
iða leiki sem töpuðust naumlega þá kom-
ust þeir ekki áfram í úrslitaleikinn. Á
heildina litið frábær árangur hjá strákun-
um á íslandsmótinu. Strákarnir fóru á
fleiri mót í sumar, fyrstu helgina í júlí var
farið á N1 mótið og ber þar helst að
nefna frábæran árangur hjá F liðinu en
þeir komust alla leið í úrslitaleikinn en
töpuðu honum naumlega 1-0 í æsispenn-
andi leik sem hefði getað endað á hvorn
veginn sem var. Einnig var farið á Olís-
mótið á Selfossi aðra helgina í ágúst, þar
náðist frábær árangur einnig.
Ekki má gleyma geisladisknum sem
strákarnir gáfu út, í samvinnu við þá Óla
og Villa í foreldraráðinu komu strákarnir
saman í Friðrikskapellu og sungu inn á
geisladisk nokkur vel valinn Valslög.
Þetta var vel heppnað í alla staði og hafa
strákarnir verið duglegir á heimaleikjum
Vals að selja diskinn.
Þjálfari var Aðalsteinn Sverrisson.
4. flokkur kvenna.