Valsblaðið - 01.05.2012, Side 37

Valsblaðið - 01.05.2012, Side 37
Valsblaðið2012 37 Starfiðermargt Besti leikmaður: Sindri Scheving. Mestu framfarir og besta ástundun: Sævar Leon Höskuldsson. Friðriksbikar Friðriksbikarinn er gefinn í minningu séra Friðriks Friðrikssonar og afhentur þeim einstaklingum í 3.fl. karla og kvenna sem hafa sýnt mikla leiðtoga- hæfileika og eru öðrum góðar fyrirmynd- ir. Friðriksbikarinn í ár hljóta þau Vaka Njálsdóttir og Marteinn Högni Elíasson. LOLLABIKAR Lollabikarinn er farandbikar sem gefinn var af Lolla í Val (Ellerti Sölvasyni) árið 1988. Lolli var leikmaður í Val á 4. og 5. áratug síðustu aldar. Hann var mikill íþróttamaður og frábær knattspyrnumað- ur, kattliðugur og fljótur, skildi leikinn og leyndardóma hans til hins ítrasta. Vegna leikni sinnar fékk hann viðurnefn- ið „kötturinn“. Bikar þennan skal veita þeim leikmanni í yngri flokkum Vals sem þykir skara fram úr í leikni með boltann. Lollabikarinn í ár hlýtur Gunnar Sig­ urðsson, leikmaður í 3. flokki. Markmaður yngri flokka Í vetur og sumar hafa markmenn æft vikulega á auka markmannsæfingum undir handleiðslu Ólafs Péturssonar markmannsþjálfara. Mæting hefur verið mjög góð og flestir markmannanna tekið miklum framförum. Æfingahópnum var skipt í tvo hópa þar sem annars vegar 6. og 5. flokkur karla og kvenna æfðu sam- an og hins vegar 4. og 3. flokkur sem æfðu líka saman. Á markmannsæfingum er farið yfir grunnatriði markvörslu: grip, staðsetningar, fótavinnu, skutlur, spörk o. fl. með það að meginmarkmiði að mark- menn kunni að bregðast rétt við þegar þeir eru að spila hvort sem er á æfingum eða í leikjum. Markmaður yngri flokka er Sturla Magnússon. Valskveðjur, E. Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar far sem mun fleyta henni langt í fótboltanum. Mestu framfarir: Selma Dögg Björgvinsdóttir. Leikmaður flokksins: Vig- dís Birna Þorsteinsdóttir. 3. flokkur karla Þegar litið er á stigatöfluna í lok sumars þá er niðurstaðan 11 stig, 3 sigrar, 2 jafntefli og 7 töp, sem skilaði 3. flokki karla í 5. sæti í C2 riðli. Að sjálf- sögðu stóð metnaður þjálfara, leikmanna og annarra í kringum flokkinn til að ná fleiri stigum í hús en raun bar vitni á Ís- landsmótinu. Með sanni má segja að bikarkeppnin hafi verið sá vettvangur í sumar þar sem við náðum virkilega að sýna okkar rétta andlit. Í 32-liða úrslitum keppninnar lögðum við Framara að velli í Safamýri, 2-3. Í 16-liða úrslitum lá leið okkar upp í Árbæ, þar sem við öttum kappi við Fylki og bárum þar 0-1 sigur úr býtum. Í 8-liða úrslitum fengum við svo sterkt lið Kefla- víkur í heimsókn á Hlíðarenda. Eftir að hafa náð 3-0 forystu, lauk viðureigninni með fræknum 3-2 sigri Vals í stór- skemmtilegum leik. Í undanúrslitum fengum við ekki síðri andstæðing en þá var spilað við feiknasterkt lið Breiðabliks á Hlíðarenda. Með mikilli þrautseigju, elju og dugnaði knúði Valur fram sann- gjarnan 2-1 sigur og því ljóst að sæti í sjálfum úrslitaleiknum beið liðsins. Úr- slitaleikurinn var háður í Garðabæ og voru andstæðingarnir heimamenn í Stjörnunni. Eftir hnífjafnan leik, þar sem sótt var á báða bóga, féll sigurinn í skaut Stjörnunnar, 2-0. Þá verður sumarið ekki gert upp án þess að fara nokkrum orðum um afar vel heppnaða ferð 3. flokks karla á Keele- Cup í Englandi í lok júlí. Til að gera langa sögu mjög stutta þá spiluðu bæði A og B-liðið til úrslita í sínum flokki í mótinu en lutu þar því miður bæði í lægra haldi. Frammistaða beggja liðanna og allra drengjanna á mótinu var til mik- illar fyrirmyndar þar sem sterk og rótgró- in bresk lið eins og t.d. Cambrigde og Stockport, voru lögð að velli. Vakti spila- mennska og framganga beggja liðanna á mótinu m.a. athygli útsendara liða úr ensku úrvalsdeildinni. Var öllum hópnum boðið í skoðunarferð til Stoke þar sem æfingaaðstaða félagsins og annar aðbún- aður var skoðaður. Þjálfarar voru Þór Hinriksson og Jón Karlsson. un en sýndu mikla baráttu og unnu að lokum 2-1 sigur til að tryggja sér brons- verðlaun. Á lokahófi mótsins fengu svo strákarnir verðlaun fyrir háttvísi og prúð- mennsku. Lokaniðurstaðan í Íslandsmótinu var sú að A-liðið endaði í tíunda sæti og B- liðið endaði í sjöunda í sínum riðli. Margir spennandi leikmenn eru í báðum árgöngum en sumarið var sérlega lær- dómsríkt fyrir strákana. Þjálfarar flokksins voru Andri Fannar Stefánsson, Aðalsteinn Sverrisson og Matthías Guðmundsson. Leikmaður flokksins: Jón Arnar Stef- ánsson. Mestu framfarir: Steinn Logi Björnsson. Besta ástundun: Arnar Geir Geirsson. 3. flokkur kvenna 3. fl. stóð sig vel í sumar tóku þátt í 4 mótum. Í Reykjavíkurmótinu lentu þær i 2. sæti vegna markahlutfalls. Á Íslands- mótinu lentu þær í 4. sæti eftir erfiða byrjun. Fóru til Englands og náðu glæsi- legum árangri þar, unnu sinn riðill og mótið sjálft. Í bikarkeppninni fóru þær alla leið í úrslitaleikinn gegn sterku liði Blika og lentu í 2. sæti. Ef á heildina er litið þá eru þær á mjög góðum stað í fót- boltanum og eru á meðal þeirra bestu í sínum árgangi á Íslandi. Besta ástundun: Nína Kolbrún Gylfadótt- ir, meiddist í fyrsta leik sumars en kom á allar æfingar og hjálpaði til og gerði auka- æfingar sem skiluðu sínu. Nína sýndi það að hún er með rétt og gott hugar -
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.