Valsblaðið - 01.05.2012, Qupperneq 37
Valsblaðið2012 37
Starfiðermargt
Besti leikmaður: Sindri Scheving.
Mestu framfarir og besta ástundun:
Sævar Leon Höskuldsson.
Friðriksbikar
Friðriksbikarinn er gefinn í minningu
séra Friðriks Friðrikssonar og afhentur
þeim einstaklingum í 3.fl. karla og
kvenna sem hafa sýnt mikla leiðtoga-
hæfileika og eru öðrum góðar fyrirmynd-
ir. Friðriksbikarinn í ár hljóta þau
Vaka Njálsdóttir og Marteinn Högni
Elíasson.
LOLLABIKAR
Lollabikarinn er farandbikar sem gefinn
var af Lolla í Val (Ellerti Sölvasyni) árið
1988. Lolli var leikmaður í Val á 4. og 5.
áratug síðustu aldar. Hann var mikill
íþróttamaður og frábær knattspyrnumað-
ur, kattliðugur og fljótur, skildi leikinn
og leyndardóma hans til hins ítrasta.
Vegna leikni sinnar fékk hann viðurnefn-
ið „kötturinn“. Bikar þennan skal veita
þeim leikmanni í yngri flokkum Vals sem
þykir skara fram úr í leikni með boltann.
Lollabikarinn í ár hlýtur Gunnar Sig
urðsson, leikmaður í 3. flokki.
Markmaður yngri flokka
Í vetur og sumar hafa markmenn æft
vikulega á auka markmannsæfingum
undir handleiðslu Ólafs Péturssonar
markmannsþjálfara. Mæting hefur verið
mjög góð og flestir markmannanna tekið
miklum framförum. Æfingahópnum var
skipt í tvo hópa þar sem annars vegar 6.
og 5. flokkur karla og kvenna æfðu sam-
an og hins vegar 4. og 3. flokkur sem
æfðu líka saman. Á markmannsæfingum
er farið yfir grunnatriði markvörslu: grip,
staðsetningar, fótavinnu, skutlur, spörk o.
fl. með það að meginmarkmiði að mark-
menn kunni að bregðast rétt við þegar
þeir eru að spila hvort sem er á æfingum
eða í leikjum. Markmaður yngri flokka
er Sturla Magnússon.
Valskveðjur, E. Börkur Edvardsson,
formaður knattspyrnudeildar
far sem mun fleyta henni
langt í fótboltanum.
Mestu framfarir: Selma
Dögg Björgvinsdóttir.
Leikmaður flokksins: Vig-
dís Birna Þorsteinsdóttir.
3. flokkur karla
Þegar litið er á stigatöfluna í
lok sumars þá er niðurstaðan 11 stig, 3
sigrar, 2 jafntefli og 7 töp, sem skilaði 3.
flokki karla í 5. sæti í C2 riðli. Að sjálf-
sögðu stóð metnaður þjálfara, leikmanna
og annarra í kringum flokkinn til að ná
fleiri stigum í hús en raun bar vitni á Ís-
landsmótinu.
Með sanni má segja að bikarkeppnin
hafi verið sá vettvangur í sumar þar sem
við náðum virkilega að sýna okkar rétta
andlit. Í 32-liða úrslitum keppninnar
lögðum við Framara að velli í Safamýri,
2-3. Í 16-liða úrslitum lá leið okkar upp í
Árbæ, þar sem við öttum kappi við Fylki
og bárum þar 0-1 sigur úr býtum. Í 8-liða
úrslitum fengum við svo sterkt lið Kefla-
víkur í heimsókn á Hlíðarenda. Eftir að
hafa náð 3-0 forystu, lauk viðureigninni
með fræknum 3-2 sigri Vals í stór-
skemmtilegum leik. Í undanúrslitum
fengum við ekki síðri andstæðing en þá
var spilað við feiknasterkt lið Breiðabliks
á Hlíðarenda. Með mikilli þrautseigju,
elju og dugnaði knúði Valur fram sann-
gjarnan 2-1 sigur og því ljóst að sæti í
sjálfum úrslitaleiknum beið liðsins. Úr-
slitaleikurinn var háður í Garðabæ og
voru andstæðingarnir heimamenn í
Stjörnunni. Eftir hnífjafnan leik, þar sem
sótt var á báða bóga, féll sigurinn í skaut
Stjörnunnar, 2-0.
Þá verður sumarið ekki gert upp án
þess að fara nokkrum orðum um afar vel
heppnaða ferð 3. flokks karla á Keele-
Cup í Englandi í lok júlí. Til að gera
langa sögu mjög stutta þá spiluðu bæði A
og B-liðið til úrslita í sínum flokki í
mótinu en lutu þar því miður bæði í
lægra haldi. Frammistaða beggja liðanna
og allra drengjanna á mótinu var til mik-
illar fyrirmyndar þar sem sterk og rótgró-
in bresk lið eins og t.d. Cambrigde og
Stockport, voru lögð að velli. Vakti spila-
mennska og framganga beggja liðanna á
mótinu m.a. athygli útsendara liða úr
ensku úrvalsdeildinni. Var öllum hópnum
boðið í skoðunarferð til Stoke þar sem
æfingaaðstaða félagsins og annar aðbún-
aður var skoðaður.
Þjálfarar voru Þór Hinriksson og Jón
Karlsson.
un en sýndu mikla baráttu og unnu að
lokum 2-1 sigur til að tryggja sér brons-
verðlaun. Á lokahófi mótsins fengu svo
strákarnir verðlaun fyrir háttvísi og prúð-
mennsku.
Lokaniðurstaðan í Íslandsmótinu var
sú að A-liðið endaði í tíunda sæti og B-
liðið endaði í sjöunda í sínum riðli.
Margir spennandi leikmenn eru í báðum
árgöngum en sumarið var sérlega lær-
dómsríkt fyrir strákana.
Þjálfarar flokksins voru Andri Fannar
Stefánsson, Aðalsteinn Sverrisson og
Matthías Guðmundsson.
Leikmaður flokksins: Jón Arnar Stef-
ánsson.
Mestu framfarir: Steinn Logi Björnsson.
Besta ástundun: Arnar Geir Geirsson.
3. flokkur kvenna
3. fl. stóð sig vel í sumar tóku þátt í 4
mótum. Í Reykjavíkurmótinu lentu þær i
2. sæti vegna markahlutfalls. Á Íslands-
mótinu lentu þær í 4. sæti eftir erfiða
byrjun. Fóru til Englands og náðu glæsi-
legum árangri þar, unnu sinn riðill og
mótið sjálft. Í bikarkeppninni fóru þær
alla leið í úrslitaleikinn gegn sterku liði
Blika og lentu í 2. sæti. Ef á heildina er
litið þá eru þær á mjög góðum stað í fót-
boltanum og eru á meðal þeirra bestu í
sínum árgangi á Íslandi.
Besta ástundun: Nína Kolbrún Gylfadótt-
ir, meiddist í fyrsta leik sumars en kom á
allar æfingar og hjálpaði til og gerði auka-
æfingar sem skiluðu sínu. Nína sýndi það
að hún er með rétt og gott hugar -