Valsblaðið - 01.05.2012, Page 40
40 Valsblaðið2012
maga í hinum ýmsu rússíbönum og
skemmtu allir sér vel.
Heimsókn til Stoke City
Útsendarar frá mörgum breskum karla-
liðum voru á mótinu að taka út leikmenn
og voru aðilar frá liðum eins og Black-
burn, Manchester United, Stoke City og
fleiri liðum sem tóku eftir okkar drengj-
um. Það leiddi til þess að öllum hópnum
okkar var boðið í heimsókn á æfinga-
svæði Stoke City og var unglingunum
þar fylgt í gegnum aðstöðuna inni sem
úti, virkilega skemmtilegt fyrir hópinn að
sjá hvernig aðstaðan er hjá svona stórum
klúbbi. Þau skoðuðu m.a. gaumgæfilega
skápinn hans Peters Crouch og sérstak-
lega takkaskóna hans sem eru í veglegri
yfirstærð.
3. flokkur kvenna hjá Val,
sigurvegarar Keele-cup 2012
3. flokkur kvenna fór með 16 stelpur í
sínum hópi. Þær spiluðu sex hörkuleiki á
þremur dögum og gerðu sér lítið fyrir og
unnu þá alla. Okkar stelpur stóðu því
uppi sem sigurvegarar með fullt hús stiga
og voru krýndar KEELECUP meistarar
2012 í sínum flokki. Bikarinn sem þær
komu með heim má sjá í nýja verðlauna-
skápnum á Hlíðarenda. Mótherjar stelpn-
anna á mótinu voru lið frá Wales, Írlandi
og Englandi. Valsstelpur spiluðu frábær-
lega á þessu móti og voru vel samstilltar.
Stelpurnar fengu að láni snillingana
Möggu og Birki sem þjálfara í ferðinni.
Þau eru svo sem ekki ný af nálinni og
þekkja stelpurnar vel enda sást það vel á
því hversu vel þau náðu til þeirra og má
Rússíbanar, Olympíuleikar og
verslunarferð
Ferðin gekk vel og veðrið lék við ferða-
langa þar sem 22–26°C hiti var allan tím-
ann. Á öðrum degi var farið til Manches-
ter þar sem krakkarnir dressuðu sig upp
og eyddu sumarhýrunni í Trafford Cen-
ter. Á þriðja degi byrjaði alvaran hjá
strákunum en stelpurnar fengu auka frí-
dag og skelltu sér í rútu til Coventry til
að horfa á fótboltaleiki kvenna á Ólymp-
íuleikunum. Þær sáu þar leikina Japan/
Canada og Svíþjóð/Suður-Afríka. Á
seinni leiknum ráku stelpurnar augun í
kunnuglegt andlit frá Hlíðarenda, engin
önnur en Beta þjálfari var mætt á staðinn.
Eftir að fótboltamótinu lauk fór allur
hópurinn í skemmtigarðinn Alton Towers
þar sem reynt var á hjarta, taugar og
Ferðasaga
Velheppnuðkeppnisferð
3.flokkskarlaogkvenna
íknattspyrnutilEnglands
Í lok júlí hélt 3. flokkur karla og kvenna í
sameiginlega keppnisferð til Englands. Ferðinni var
heitið til Keele, sem er rétt fyrir utan Stoke on Trent