Valsblaðið - 01.05.2012, Side 42
42 Valsblaðið2012
EftirBrynjarHarðarson
Þessari þróun verður ekki snúið við
enda eru breytingar og framþróun eðli
lífshátta okkar og samfélags. Valur hefur
hins vegar ekki frekar en íþróttahreyfing-
in í heild sinni tekið á þessum breyting-
um með nægilega markvissum og
ákveðnum hætti. Forráðamenn Vals hafa
á hverjum tíma reynt að aðlaga umhverfi
og rekstur Vals að þessum kröfum. Það
hefur hins vegar um langt skeið verið
gert að veikum mætti og oftar en ekki
verið að eltast við eigið skott til að upp-
fylla óskir og kröfur allra í umhverfinu.
Fyrir nokkrum árum að aflokinni mik-
illi undirbúningsvinnu, var samþykkt nýtt
skipurit og rekstrarfyrirkomulag fyrir
Val. Að baki þessum breytingum lá mjög
metnaðarfull áætlun um að færa Val inn í
21. öldina, gera félagið enn samkeppnis-
hæfara bæði íþróttalega og rekstrarlega.
Þessar breytingar komu í kjölfar nýrrar
og glæsilegrar íþróttaaðstöðu á Hlíðar-
enda, sem er með því besta sem þekkist á
Íslandi. Margt hefur verið vel gert og
margir þættir í starfsemi félagsins hafa
tekið miklum framförum. Ef ekki hefði
komið til hrunið umtalaða hefðu þessar
breytingar örugglega skilað enn betri ár-
angri. En í stað þess að innleiða þessar
breytingar að fullu, stefna að fullum
krafti að þeim markmiðum sem þar voru
sett og halda áfram að þróa félagið í þann
farveg sem þarna var markaður, hafa for-
ráðamenn Vals neyðst til að skera starf-
Á þeim merkilegu tímamótum sem 100
ára afmæli hljóta að teljast er áhugavert
að hugleiða stöðu Vals. Það er öllum ljóst
sem þekkja til sögu félagsins og eða hafa
lesið hina glæsilegu bók, Áfram, Hærra!,
sem kom út í tilefni afmælisins, að Valur
er félag sem tekur stöðugum breytingum
og er í stöðugri þróun. Ég er einn þeirra
fjölmörgu Valsmanna og kvenna sem al-
ist hafa upp með félaginu. Ég hef oft velt
fyrir mér hversu mikil áhrif félagið hefur
haft á allt mitt líf og starf og hvað væri
öðruvísi ef ég hefði aldrei kynnst starfi
eins öflugs íþróttafélags og Vals. En ég
hef ekki síður velt fyrir mér hvað ræður
för í félagi eins og okkar og um það lang-
ar mig að fjalla í þessari grein. Áður en
sú umfjöllun hefst langar mig í stuttu
máli að fara yfir skipulag og stafshætti
félagsins.
Valur fyrr og nú
Það var sannaralega ekki skrifað í skýin
árð 1911 að umhverfi Vals yrði það sem
það er í dag. En hvað hefur ráðið för
hingað til og hvað ræður henni til fram-
tíðar? Eru einhverjir sem hafa ráðið því
og munu stjórna því hvernig félag Valur
er og verður í framtíðinni? Það er áhuga-
vert í þessu samhengi að velta fyrir sér
hugmyndum almennings um Val. Félagið
er stórt á íslenskan mælikvarða og því
mikið í umræðunni. Mín tilfinning er að
það sé jafnvel enn stærra í umræðunni en
raunveruleikanum. Sömuleiðis er tilfinn-
ing mín sú að fólk haldi að valdataum-
arnir séu mun lengi og flóknari en raun
ber vitni. Með öðrum orðum að ákveðnir
einstaklingar og klíkur séu mun ráða-
meiri en raun ber vitni. Saga félagsins
sýnir vissulega að félaginu hefur verið
stjórnað af sterkum leiðtogum. En það
sýnir sig líka að árangur félagsins hefur
verið mestur og glæsilegastur þegar það
hefur notið sterkra leiðtoga. Valur er opið
félag, sem býður alla þá velkomna sem
vilja starfa í félaginu. Þeir sem halda
annað, þekkja ekki félagið og eða hafa
um það ranghugmyndir.
Á síðustu tveimur áratugum hefur
rekstrar- og félagsumhverfi ekki bara Vals
heldur íþróttahreyfingarinnar í heild
breyst á dramastískan hátt. Hreyfingin
hefur farið frá því að vera hreinræktuð
sjálfboðaliðahreyfing í að verða stöðugt
meiri atvinnumannahreyfing. Hvað Val
varðar hefur félagið stöðugt færst nær því
að starfa eins og fyrirtæki, sem veitir
mörgu starfsfólki vinnu, foreldrum félags-
lega þjónustu fyrir börn þeirra og íþrótta-
mönnum á afrekssviði aðstöðu til að
stunda íþrótt sína. Nú fá allir þjálfarar
greitt fyrir sína vinnu, stór hluti leik-
manna meistaraflokka félagsins fær greitt
fyrir sína þátttöku (vinnu) og launuðum
starfsmönnum á skrifstofu hefur stöðugt
fjölgað og þeir fá allir greitt fyrir sína
vinnu. Auk þessa er stöðugt minni hluti
óbeinna starfa unninn af sjálfboðaliðum
eða gefin af velunnurum félagsins. Þrátt
fyrir þetta starfar á hverjum tíma fjöldi
sjálfboðaliða ötuglega að framgangi
félagsins. Hlutfall þeirra fer hins vegar
stöðugt minnkandi á kostnað þeirra sem
fá geitt. Í þessu fyrirkomulagi er hins
vegar ein stór og veigamikil skekkja. Á
sama tíma og starfsmenn, þjálfarar og stór
hluti íþróttamanna fær greitt fyrir störf sín
og eru þ.a.l. atvinnumenn, eru þeir sem
stjórna félaginu og bera ábyrgð á rekstri
þeirra sjálfboðaliðar. Að mínu viti er þetta
fyrirkomulag sem aldrei getur gengið
upp, það sýnir sagan. Allt fram á níunda
áratug síðustu aldar var gott jafnvægi í
starfsemi Vals. Stjórnendur og iðkendur
félagsins unnu þar á jafnréttis-grundvelli,
með sömu markmið og sömu sýn. Félagið
var áhugamannafélag og allir unnu þar og
störfuðu af áhuga einum saman og það
sem sameinaði alla var Knattspyrnufélag-
ið Valur, framganga þess og heiður.
Ekki hefur bætt úr skák að utanaðkom-
andi kröfur frá bæði hinu opinbera og
ekki síst sérsamböndum hafa margfaldast
í umfangi. KSÍ, stærsta sérsamband
landsins er t.a.m. fullkomið atvinnu-
mannasamband, sem byggir kröfur sínar
til íþróttafélaganna á köfum FIFA og
UEFA, hvort sem um er að ræða kröfur
til umgjarðar kappleikja, rekstrar eða
mannvirkja.
Hvernigfélagá
Valuraðvera?