Valsblaðið - 01.05.2012, Page 44

Valsblaðið - 01.05.2012, Page 44
44 Valsblaðið2012 Starfiðermargt miklu skemmtilegra og áhugaverðara fé- lag. Þar með er ég kominn að því sem ég tel vera stærsta vandmálið í Val, þ.e. til- vistarvandi hins almenna félagsmanns, sem finnur ekki sinn farveg með fé- laginu. Því þó að fjármálavandinn sé stór er hann afleiðing margra þátta, þ.m.t. þeirri staðreynd að þátttöku hins almenna félagsmanns er mjög áfátt. Þessi stað- reynd birtist m.a. í aðsókn á heimaleiki félagsins, hún birtist á ótrúlega fátæk- legri félagaskrá (á ári hverju greiða að- eins nokkur hundruð Valsmenn félags- gjöld) og hún birtist ekki síst í gríðarlegu brottfalli uppalinna leikmanna, sem eiga kannski 15–25 ára feril í gegnum yngri- og meistaraflokka félagsins og koma eft- ir það nánast aldrei á Hlíðarenda. Stóra verkefnið Meginverkefni okkar nú og til næstu ára er því að mínu mati að endurmóta og skerpa stefnu Vals ásamt því að stórbæta allt sem lýtur að stjórnun og skipulagi. Takist það mun Valur verða að enn áhugaverðara félagi en það er í dag, fé- lagi þar sem miklu fleiri finna starfskröft- um sínum og félagslegum þörfum farveg. Valsmenn og konur koma ekki á Hlíðar- enda bara af því að þau halda með Val eða af því að þar eru falleg mannvirki. Félagið þarf að vera lifandi, kraftmikið, dýnamískt og best á sínu sviði. Félaginu þarf að stjórna af mikilli festu og sam- kvæmt þeirri stefnu sem við saman setj- um félaginu. Persónulegur metnaður ein- staklinga hvort sem þeir eru innan félags eða koma þangað til starfa sem þjálfarar má aldrei ráða för. Okkur verður á næstu árum að auðnast að setja launþegum okk- ar skýr markmið bæði íþróttalega og fjár- hagslega og tryggja að það erum við sem setjum stefnuna og ráðum ferðinni en ekki öfugt. Vandamál Vals eru mörg og sum hver erfið viðureignar, en tækifærin og mögu- leikarnir eru svo miklu fleiri, stærri og áhugaverðari. Hvort Valsmönnum og konum tekst að skrifa nýja sögu næstu 100 ára, sem verður að minnsta kosti jafn glæsileg og sú, sem við fengum í gjöf á síðasta ári, er spennadi spurning. Þeir sem eru að erfa Val í dag taka við góðu búi frá þeim sem með hörðum höndum hafa byggt upp stórkostlegt íþróttafélag. Stefnum Áfram, Hærra! Framtíð Vals er í okkar höndum. Brynjar Harðarson daga tölum við gjarnan fjálglega um öfl- ugt unglinga- og æskulýðsstarf en miss- um þolinmæðina strax að kvöldi og byrj- um að kaupa árangur með illa ígrunduðum leikmannakaupum. En það er ekki það alvarlegasta heldur er þessum kaupum gjarnan stjórnað af utanaðkom- andi þjálfurum sem telja það skyldu sína að ná árangri strax og án tillits til þess hvort það sé fjárhagslega gerlegt. Afleið- ingar þessarar stefnu birtast síðan í árs- reikningum félagsins þar sem viðvarandi taprekstur er staðreynd og sem keyrt hef- ur úr hófi á síðustu árum, enda launa- kostnaður langstærsti útgjaldaliðurinn. Við verðum að setja okkur skýr mark- mið um hvernig félag við viljum vera. Ef við ætlum okkur að vera uppeldisfélag og ala upp meginþorra okkar leikmanna, verðum við að hafa þor og þolinmæði til að standa við slíkt. Hafa um það skýra stefnu að hvaða marki við fáum/kaupum leikmenn til félagsins. Í glæsilegri íþrótt- sögu Vals má finna fjölmörg dæmi um leikmenn sem bættust við sterk afrekslið uppalinna Valsmanna og mynduðu með þeim mörg af sigursælustu liðum Vals. Án þess að gera upp á milli allra þessara frábæru einstaklinga nefni ég nokkra þessara leikmanna, Kristján Ágústsson, Dýra Guðmundsson, Jón Kristjánsson, Guðmund Hrafnkelsson og Margréti Lára Viðarsdóttir. Listinn yfir leikmenn sem hins vegar hafa skilað félaginu litlu framlagi er hins vegar miklu lengri þó að alltaf megi deila um hvaða framlagi aðkeyptir leikmenn hafa skilað. Því vissulega eru til dæmi um góð og árangursrík leikmannakaup. Ég tel að ekki síst megi kenna stefnu- leysi, slökum undirbúningi og veikum stjórnarháttum fyrir því hvernig til hefur tekist. Hér erum við komin að einum veikasta þættinum í okkar stjórnskipu- lagi. Í nýlegum skipulagsbreytingum var stigið það mikla framfaraskref að setja öll fjármál félagsins undir einn hatt og tekjuskipting ákveðin milli deilda. Öll fjármál voru flutt til fjármálastjóra og framkvæmdastjóra, en þau störf hafa nú verið sameinuð í eitt. Starfsemi deild- anna hélt hins vegar áfram með nokkuð óbreyttum hætti, þar sem stjórnir og for- menn þeirra héldu áfram að bera ábyrgð á rekstri deildanna (s.s. samningagerð) þó fjármál væru miðlæg í félaginu. Það hefur nú sýnt sig að þetta fyrirkomulag gengur ekki upp og því þarf að breyta. Það verður að fara saman rekstrarleg og fjárhagsleg ábyrgð. Skuldbindingar sem gerðar eru hvort sem er við þjálfara, leik- menn eða hvað annað þurfa að vera sam- þykktar og undirritaðar af þeim aðila sem fer með fjárhagslega ábyrgð. Á þessu tel ég að ekki megi vera nein brotalöm, eng- ar undantekningar. Ef það á að vera stefna okkar að ala upp leikmenn framtíðarinnar verðum við að byggja okkar innri starfsemi upp með þeim hætti að við náum tilætluðum ár- angri. Við verðum í fyrsta lagi að gera okkur grein fyrir að þetta kostar fjármuni og þá verðum við að skaffa til lengri framtíðar. Í öðru lagi verðum við að átta okkur á því umhverfi sem við búum í og að það sem dugði fyrir 10–20 árum dug- ar ekki í dag. Kröfurnar til þjálfunar, um- gjarðar og akademískrar starfsemi hafa aukist stórkostlega. Hér þurfum við ein- faldlega að gera betur en önnur félög á öllum sviðum. Ef við gerum það þá er ég ekki í vafa um að ungt íþróttafólk mun streyma til okkar. Þessi stefna kostar eins og áður sagði, fjármuni en afrakstur hverrar krónu sem hér er eytt, umfram þá sem eytt er í misgóða leikmenn á efri árum, er að mínu mati óumdeilanlegur. Tilvistarvandinn En þetta snýst ekki bara um val á þessum tveimur stefnum. Ef við setjum okkur skýra stefnu um að ala upp stærstan hluta okkar leikmanna, þá sköpum við um leið Jón Kristjánsson kom frá KA til Vals og er einn sigursælasti leikmaðurinn í sögu Vals.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.