Valsblaðið - 01.05.2012, Page 52

Valsblaðið - 01.05.2012, Page 52
52 Valsblaðið2012 bolabrögðum beitt. Hver leikmaður var á sínum stað og gætti vel að hlutverki sínu í leiknum. Enginn hældist um. Þeir eldri leiðbeindu þeim yngri og þannig mætti áfram telja. „Enginn verður daufingi af því að helga leik sinn Drottni – þvert á móti,“ sagði Friðrik. Þetta var fyrir 100 árum og nú er kom- in bensínstöð á gamla Valsvöllinn. Allt sem þá var er horfið – nema leikurinn og kristnu gildin. Af kennslutækjum Frið- riks hefur tvennt dugað lengst: Fótbolt- inn og Vatnaskógur. Brátt verða 90 ár frá því strákar fóru fyrst í Vatnaskóg við Eyrarvatn og enn er þar ærslast í skógi, keppt í fótbolta útá velli, róið á vatninu og sungið í salnum. Þar sóla sig strákar í grasi og tyggja strá – í Oddakoti – og hlusta á foringja sína segja skemmtilegar sögur, sannar og lognar. Allt er þetta ágætt; bæði fótboltinn og Vatnaskógur – en aldrei má gleymast að tilgangurinn með starfi Friðriks var að leiða ungdóminn á vegi Krists. Valsmenn spyrja sem svo: Á Valur að halda uppi starfi að hætti séra Friðriks og kenna kristin gildi? Gæti það orðið til þess að laða börn að Hlíðarenda? Fyrir 15 árum fóru á kreik tveir Vals- menn, aðdáendur sr. Friðriks, og buðu strákum í 6. flokki Vals á fundi í Frið- rikskapellu. Annar var 81 árs og hafði verið samstarfsmaður Friðriks. Hann gat spilað á orgel – með bundið fyrir augu – í næstum öllum söngvum séra Friðriks. Hinn var formaður stjórnar Friðriks- kapellu. Strákarnir sungu kraftmikla Friðriks-söngva í kapellunni og hlustuðu lítilsháttar á guðsorð. Á eftir spiluðu þeir bingó í gamla félagsheimilinu og hlustuðu á framhaldssögu. Þessir fundir urðu ekki margir. Gamli maðurinn dó og formaðurinn missti móð- inn. Þar fyrir utan var fundarformið gam- aldags, en ef til vill nýstárlegt fyrir strák- ana. Friðrik var alla tíð vakandi yfir þeim aðferðum sem hann beitti við kennslu. Hann var ekki gamaldags og varð t.d. manna fyrstur til að nota skuggamynda- vél og allskyns aðrar nýjungar sem bár- ust til landsins. Valur hefur notið Friðriks alla tíð. Læri- sveinar hans voru margir og í Val hafa alltaf verið konur og karlar sem bera upp- eldi og kennslu Friðriks fagurt vitni. Sann- arlega hefur séra Friðrik aldrei yfirgefið Hlíðarenda og andi hans hefur lifað fyrstu Valsöldina. Einn Friðrik á hverri öld, það er hófstillt bón, og bænaefni okkar er að góður Guð sendi Val annan Friðrik. Það var ekki einfalt mál fyrir skeggjaðan karl á fimmtugsaldri að safna að sér strákum, en Friðrik var ekki venjulegur karl. Hann talaði varlega um áhugamál sín og ræddi aldrei trúmál, en lagði sig eftir því sem strákarnir höfðu áhuga á –og þeir höfðu áhuga á fótbolta. Friðrik hafði fyrst í stað engan áhuga á fótbolta, en smitaðist af áhuga strákanna. Hann fann leið til að nota fótboltaleikinn sem tæki til að kenna kristin gildi. Friðrik strengdi yfir gamla Valsvöllinn ósýnilegan borða sem á var letrað: „Helg- að Drottni.“ Og á vellinum – undir ósýni- lega borðanum – var leikið samkvæmt kristnum gildum. Þar var ekki blótað né ÞorsteinnHaraldsson GóðurGuðsendi ValannanFriðrik Köllun séra Friðriks var að leiða unga menn á vegi Krists. Hann vildi gera þá að góðum og nýtum borgurum. Friðrik kenndi þeim kristin gildi Séra Friðrik Friðriksson sparkar bolta við vígslu fyrsta knattspyrnuvallarins að Hlíðarenda 1949.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.