Valsblaðið - 01.05.2012, Qupperneq 55

Valsblaðið - 01.05.2012, Qupperneq 55
Valsblaðið2012 55  EftirJónGuðmundsson Engir draumar um frægð og frama Það var gaman að koma til Þýskalands. Gjörsamlega allt annar heimur hvað alla aðstöðu snerti og allt. Við vorum í nokkra daga í Barsinghausen, þjálfunarbúðum þýska landsliðsins. Það var ekkert inn í myndinni að reyna fyrir sér sem knattspyrnumaður í Þýska- landi, hvarflaði ekki að okkur. Það voru engir útsendarar að fylgjast með okkur. Við fengum samt krítík í blöðunum og einstaka maður fékk hrós. En mér datt allavega ekki hug að verða atvinnumaður í knattspyrnu. Albert Guðmundsson spil- aði með okkur fyrsta leikinn í Hamborg. Hann var frægur maður, þá hættur sem atvinnumaður og því ekki í formi. Hann staðsetti sig á miðjum vellinum , vildi fá boltann til að geta matað okkur hina. Valur – KR Það var góður andi milli okkar Vals- manna og strákanna í hinum liðunum, ja kannski einhver smá rígur mill okkar og KR-inganna. Okkur fannst ekkert verra ef KR tapaði, án þess að við værum neitt að nudda þeim upp úr því. Það var sáralítið verið að reyna að ná í menn á milli félaga. Það var samt reynt með mig. Einu sinni vantaði mig vinnu. Þá vann móðursystir mín hjá Haraldi Árnasyni heildsala. Þar voru tveir miklir KR-ingar, Sigurður Halldórsson og bróð- ir hans. Frænka mín nefnir þetta með vinnu handa mér. Þegar bræðurnir vissu hver væri að falast eftir vinnunni sögðu þeir að það væri sjálfsagt mál … með því skilyrði að ég gengi í KR. Sumarið þegar við verðum Íslands- meistarar fórum við í ágúst til Þýska- lands. Þá áttum við eftir tvo leiki. Þann fyrri við Fram og svo leik við KR sem var úrslitaleikur. Í mótinu voru þá leiknir fimm leikir, það var allt og sumt. Þó við hefðum orðið Íslandsmeistarar var Skaginn með besta liðið. Eiginlega var það heppni að við unnum Skagann. Mig minnir að staðan hafi verið 3–0 fyrir Val þegar Skagamennirnir loksins rönk- uðu við sér. Þeir skoruðu tvö mörk svo við sigruðum 3-2. Þeir voru með svaka- lega fínt lið á þessum tíma, gullaldarlið- ið. Það voru ekki allir sem náðu að sigra þetta lið. Leikirnir við KR og Fram voru líka mjög erfiðir. Þessi meistaraflokkshópur frá 1956 hélt mikið saman í mörg mörg ár á eftir. Rothögg og hvað svo …? Ég spilaði alltaf það sem kallað var vinstri víng, var sem sagt sóknarmaður. Í leiknum við Fram kemur eitt sinn sem oftar sending fyrir markið. Ég stekk upp og skalla og man síðan ekki neitt. Þegar ég kemst til meðvitundar á ný er verið að stumra yfir mér. Strákarnir segja mér að láta ekki svona, standa upp því ég hafi skorað mark. Þeir héldu að ég hefði verið að leika þetta, héldu að ég hefði verið að fiska víti en ég steinrotaðist og vissi ekk- ert af mér. Ég var nú hálfringlaður og ætlaði að fara útaf en Einar Halldórsson sagði mér bara að halda áfram og jafna mig og ekkert vesen og við unnum 4-2. Þetta var þá þannig að um leið og ég skallaði boltann kom markmaðurinn út og í stað þess að slá boltann þá sló hann mig í höfuðið. Markmaður þessi hét Geir Kristjánsson og var mjög litríkur og kúnstugur leikmaður. Áhugalaus um að leika með landsliðinu Svo var það árið 1957 að ég var kallaður inn í æfingahóp fyrir landslið en áhuginn var nú ekki meiri en það að ég sinnti því ekki. Úr því fer þetta nú að þynnast hjá mér. Á þessum árum var allt annar andi í fótboltanum. Nú eru menn alltaf að reyna að sjá fyrir sér einhverjar leiðir til út- landa. Það er eins og allir séu að stíla inn á að gera samninga við útlend félög. Þetta þekktist ekki, ja nema auðvitað Al- bert Guðmundsson. Keppnistímabilið í meistaraflokki hófst með Reykjavíkurmótinu á vorin og leik- inn einn leikur við hvert lið og þannig var Íslandsmótið líka og allir leikirnir á Melavellinum. Taktík og einn leikur á grasi Við hugsuðum ekki mikið um taktík í þá daga. Þjálfunin var í raun sáralítil. Þetta var aðallega úthaldsþjálfun. Það var lítið um taktík inn á vellinum staðsetningar og slíkt. Hver og ein æfði svo tækni fyrir sig. Margir voru samt mjög góðir fót- boltamenn og gætu jafnast á við góða leikmenn í dag. Annars er því ekki sam- an að jafna að leika og æfa á möl eða á grasi eins og gert er nú. Ég spilaði einn meistaraflokksleik á grasi, í Laugardaln- um. Ég náði því. Reyndar spilaði ég á grasi í Þýskalandsferðinni 1956. Góðir félagar í Val í Þýskalandsferðinni 1956, í Barsinghausen, frá vinstri, Gunnar Gunnarsson, Ægir og Hörður Felixson. Léttir Valsmenn í Þýskalandsferðinni góðu 1956. Frá vinstri, Sigurður Sigurðsson, Cido, Hilmar Magnússon, Valur Benediktsson, Þorkell Gíslason, Hermann Her- mannsson, Ægir og Gunnar Gunnarsson.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Valsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.