Valsblaðið - 01.05.2012, Side 57

Valsblaðið - 01.05.2012, Side 57
Valsblaðið2012 57 Starfiðermargt Heiðursfélagi Vals Ég var gerður að heiðursfélaga Vals á 100 ára afmælinu 2011. Ég er ánægður með að störf mín fyrir félagið hafi verið metin á þennan hátt. Þetta er mikill heið- ur. Þegar ég kem svo á leiki á Hlíðarenda þá eru þeir örfáir sem vita að þessi karl sé heiðursfélagi Vals. Hins vegar kemur það líka oft fyrir að mér er heilsað kump- ánlega úti á götu. Oftast kannast ég ekk- ert við fólkið. En þá eru þetta litlu krakk- arnir sem voru í Val á meðan ég starfaði þar sem mest en nú orðið fullorðið fólk. Allir þekkja mig en ég þekki ekki þetta fólk lengur. Þannig var það líka þegar ég var ungur. Ég þekkti alla gömlu karlana en þeir vissu ekkert hver ég var. Í dag er knattspyrnufélagið Valur mjög stórt verkefni. Það er mikið breytt frá því sem það var í gamla daga. Það hljóta að þurfa að koma inn miklar tekjur til að standa undir öllu þessu. Annars er ég kominn út úr öllu og þekki ekki vel til. Sem betur fer er enn til stór hópur Vals- manna sem myndar kjarnann í Val, jafn- vel fólk sem aldrei hefur stundað íþróttir með félaginu. Íþróttamennirnir þessi árin koma og fara. Ég þekki ekki lengur alla leikmenn Vals með nafni. Þetta hefur breyst geysilega mikið. Eitt verð ég að taka fram sem er mjög ánægjulegt og það er hversu góðar stelpurnar eru, þær standa sig vel. Vonandi tekst Valsmönn- um að efla félagið á næstu árum og ára- tugum. Hundrað ára áfanginn hlýtur að hafa verið mikil hvatning nýrra afreka en Valur sem ég þekkti á mínum yngri árum er auðvitað ekki til lengur. Þannig tekur hver kynslóð við af annarri og lagar fé- lagið eftir aðstöðu hverju sinni og tíðar- anda. stundum að sniglast út í Valsheimili og hafði einhvern tímann verið að setja út á Palla, fannst þessi stjórn helvíti lin. Nema hvað, að svo er komið til mín í búðina, mig minnir að það hafi verið Friðjón Friðjónsson. Hann var voðalega alvarlegur og og segir mér að nú sé kom- ið að því að ég þurfi að gefa kost á mér sem formaður Vals. Þetta kom jafn flatt upp á mig eins og þegar Sveinn Zoega kom til mín þarna um árið. Ég lofaði að athuga málið en á endanum lét ég undan. Ég var þá formaður í þrjú ár. Þá tekur Þórður Þorkelsson við og er í nokkur ár en síðan tek ég aftur við af honum. Ég man nú ekki hvernig það gerðist að ég tók aftur við formennsku. Held jafnvel að það hafi verið Þórður sem fékk mig í þetta. Það var heilmikið starf að vera for- maður í Val. Á þessum árum eru miklar framkvæmdir á svæðinu. Ég var heldur ekki týpan sem kunni að dreifa verkefn- um svo ég gerði mikið sjálfur. Það voru miklir ágætismenn með mér í stjórninni, t.d. Þórður Þorkelsson. Þetta gekk nú að mestu átakalaust fyrir sig. Þó kom á sínum tíma upp ágreining- ur um hvert halda skyldi, t.d. með meist- araflokk karla í knattspyrnu. Sumir höfðu þá skoðun að taka ætti upp einhvers kon- ar atvinnumennsku í félaginu. Fram komu hugmyndir um að fá leikmenn til félagsins ef Valsmenn sjálfir hefðu ekki í sínum röðum nógu góða leikmenn. Svo var deilt um samband aðalstjórnar og deildanna, hvort deildirnar væru sjálf- stæðar einingar eða litu yfirstjórn aðal- stjórnar. Þegar ég svo dreg mig í hlé bjóða sig fram tveir menn Bergur Guðna- son og Pétur Sveinbjarnarson og er Berg- ur kjörinn formaður Vals en Pétur tekur svo við síðar. Hvað nú? Eftir að ég hætti með búðina um fimm- tugt stofnaði ég heildsölu sem flutti inn vörur fyrir hótel, veitingahús og bakarí. Núna erum við hjónin sest í helgan stein. Konan mín, Guðrún Marinósdóttir textíl- hönnuður, er nú upphaflega Ármenning- ur en komst ekki hjá því að verða Vals- maður. Núna starfa ég svolítið fyrir Félag eldri borgara og spila bridge tvisvar í viku. Minjanefnd Vals Ég er nú ekki mjög virkur í Val í dag. Sit þó í einni nefnd, minjanefnd. Ég hef gaman af því að fá að vera með. Það er mjög gott fólk í þessari nefnd, nánast sér- fræðingar. Núna erum við að reyna að safna öllum myndum sem við náum í og minjagripum sem hugsanlega eru til ein- hvers staðar hjá fólki. Ægir Ferdinandsson heiðursfélagi 11. maí 2011 Lék knattspyrnu með yngri flokkum félagsins og um árabil í meistaraflokki, frá 1951. Hann þjálfaði yngri iðkendur um nokkurra ára skeið. Árið 1958 var Ægir kjörinn í varastjórn Vals. Við deildaskiptingu árið 1959 varð hann formaður knattspyrnudeildar og gegndi formennsku til 1962. Í upphafi for- mannstíðar sinnar var Ægir jafnframt leikmaður meistaraflokks. Hann sat í stjórn knattspyrnudeildar næstu tvö ár eftir að formennsku hans lauk. Árið 1967 var Ægir kjörinn for- maður Vals og sat til ársins 1970. Hann var kjörinn formaður á ný árið 1975 og gegndi formennsku til ársins 1977. Ægir var formaður fulltrúaráðs Vals 1978–1983. Í formannstíð sinni lagði hann kapp á að efla félagslíf að Hlíðarenda en það stóð höllum fæti á þessum árum. Ægir var sæmdur heið- ursorðu Vals á 70 ára afmælinu 1981. Ægir í Moskvu.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.