Valsblaðið - 01.05.2012, Page 58

Valsblaðið - 01.05.2012, Page 58
58 Valsblaðið2012 Ungiratvinnumenn Valserlendis eftirSigurðÁsbjörnsson séu kröfur til þess að menn séu ekki í neinu rugli. Hvernig er aðstaðan hjá ykkur í sam­ anburði við Val? Höllin tekur um 2.500 manns og er í miðjum Stokkhólmi. Hún er ágæt en stenst engan samanburð við að- stöðuna í Valsheimilinu. Þetta er fín höll en síðan er kompa með lyftingatækjum. En við höfum aðgang að nokkrum líkams- ræktarstöðvum í nágrenninu. Þrátt fyrir sína annmarka er höllin fín fyrir leiki. En hvernig er aðsókn á leiki? Það eru yfirleitt um 1.500 til 1.600 manns á leikj- um, sem þykir fínt en það er mun meira á stórleikjum. Stuðningsmennirnir eru alveg trylltir. Þeir syngja alveg endalaust sem minnir á velheppnaða fótboltastemningu. Er hátt hlutfall af uppöldum leik­ mönnum í liðinu? Ég held að það séu um 6–7 aðkomumenn af 16–18 manna hóp. En útlendingar? Við erum 2, ég og Dani. Kerfið er þannig að það eru mörg lið sem eru með yngri flokka en síðan tekur Hammarby við þeim þegar þeir eru komnir í meistaraflokk. Síðan er líka þriðjudeildarlið á svæðinu fyrir þá sem æfa minna. Ef þú ættir að benda mér á eitthvað eitt sem er betra hjá Hammarby held­ ur en hjá Val, hvað kemur fyrst upp í hugann? Það er gríðargóð mæting á leiki og stuðningsmenn mæta mjög snemma. En geturðu bent á einhver einföld at­ riði sem liðin heima á Íslandi ættu að taka upp af því sem þú hefur kynnst þarna úti? Menningin heima er dálítið erfið. Henni þyrfti að breyta. Við erum alltaf að reyna að gera allt á sem Hvernig hefur liðinu gengið það sem af er tímabilinu? Okkur gekk mjög vel í byrjun. Við unnum fyrstu leikina og þeg- ar kom að fyrsta landsleikjahléinu vorum við í öðru sæti í deildinni. En síðan kom smá bakslag í þetta hjá okkur, m.a. vegna meiðsla en nú erum við í áttunda sæti. En deildin er fremur þétt. Hver er stefna liðsins fyrir tímabilið? Í fyrra þurfti liðið að taka þátt í umspili til að halda sæti í deildinni en núna lítur þetta miklu betur út. Við ætlum okkur að gera betur og viljum ekki lenda í þessu umspilssæti og mitt markmið er að við verðum í hópi átta efstu liðanna og kom- umst í úrslitakeppnina. En hvernig hefur þér gengið í hand­ boltanum? Spilarðu mikið í hverjum leik? Í fyrra þegar ég kom þá spilaði ég fremur lítið framan af árinu en ég hafði farið til Danmerkur í aðgerð út af öxl- inni. En síðan varð ég fyrir því að togna í millirifjavöðvum eftir nokkra leiki í haust. Það hefur háð mér nokkuð en ég hef samt spilað. Ég spila yfirleitt um 45 til 50 mínútur í hverjum leik. En hópur- inn er ekki mjög breiður svo við megum ekki við miklum meiðslum. Hvað var erfiðast við að koma út og spila? Ég fór að heiman til Lemvik á Jót- landi í Danmörku og spilaði í efstu deild. Mér gekk vel að aðlagast og var fljótur að ná tökum á málinu. En sennilega var erfiðast að ná að venjast danska boltan- um. Hann var miklu hraðari heldur en ís- lenski boltinn. En hvað var skemmtilegast við það að koma út? Það var algjört ævintýri að skipta á allan hátt um umhverfi. Ný deild, nýtt heimili og upplifun á atvinnu- mennskunni. En handboltalega hver er munurinn á handboltanum sem þú ert að spila núna í samanburði við boltann eins og þú þekktir hann hjá Val? Sænska deild- in er hraðari og leikmenn eru teknískari heldur en á Íslandi en það eru ekki meiri líkamleg átök heldur en heima en hún stendur dönsku deildinni nokkuð að baki. Sænska deildin er betri heldur en sú ís- lenska og þá fyrst og fremst vegna þess að það eru fleiri öflug lið. En því fer fjarri að það sé himinn og haf milli deild- anna. Íslenskir þjálfarar eru meira skap- andi heldur en þeir sænsku, þeir hugsa meira út fyrir boxið. Það er örugglega ástæða þess hvað þeir eru að ná langt í þjálfun. Hér eru menn fremur hefðbundn- ir í þjálfun og þess sér t.a.m. merki í því að fjöldi liða spilar eingöngu flata sex- núll vörn. En hér eru menn færir í marg- víslegum æfingum sem ætlað er að fyrir- byggja meiðsli. Meira að segja upphitun- aræfingarnar eru af þeim toga. Þjálfarinn minn er mjög uppeldisfræðilega hugs- andi við æfingar. En hver er munurinn á félagsskapnum hjá Hammarby og hjá Val? Liðið okkar er fremur ungt. Í fyrra var ég næst elstur eingöngu 24 ára gamall. Andinn í hópn- um er mjög góður en einkennist af því hversu ungir menn eru. Hér er vel hugs- að um félagsandann og við gerum okkur dagamun eftir sigurleiki. Mórallinn er um margt svipaður og var hjá Val. Hér ríkir góður félagsandi þó svo að gerðar Þaðvaralgjört ævintýriaðskiptaá allanháttumumhverfi Viðtal við Elvar Friðriksson sem er alinn upp á Hlíðarenda en freistaði gæfunnar fyrir rúmum tveimur árum þegar hann fór til Danmerkur að spila. Nú er hann kominn til Svíþjóðar þar sem spilar með Hammarby í efstu deild
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.