Valsblaðið - 01.05.2012, Page 61

Valsblaðið - 01.05.2012, Page 61
Valsblaðið2012 61 Við hvaða aðstæður líður þér best: Í fanginu á mömmu. Hvaða setningu notarðu oftast: Já okei. Hvað er það fallegasta sem hefur verið sagt við þig: Fæ stundum að heyra það að ég sé með stórt hjarta, ég kann ágæt- lega við að heyra það. Fyrirmynd þín í handbolta: Uwe Gens- heimer er trúlega orðin nýjasta fyrir- myndin. Draumur um atvinnumennsku í hand­ bolta: Ég ætla mér að spila með Orra Frey vini mínum erlendis, en svo væri líka gaman að spila á Spáni. Landsliðsdraumar þínir: Það er ekkert töff við það að spila bara með unglinga- landsliðum, þannig að ég ætla að gera mitt besta til að spila með A landsliðinu í framtíðinni. Besti söngvari: Eddie Vedder er rosalega góður söngvari. Besta bíómynd: The Game. Besta bók: Bettý eftir Arnald er mjög góð. Uppáhaldsvefsíðan: Fotbolti.net er upp- hafssíðan mín. Uppáhaldsfélag í enska boltanum: Arsenal Uppáhalds erlenda fótboltafélagið, handboltafélagið: Ég er orðinn pínu Berlínar maður eftir að Dagur tók við og svo held ég með Óskari og Orra í Viborg í Danmörku. Eftir hverju sérðu mest: Að hafa hætt í fótbolta. Nokkur orð um núverandi þjálfara: Segir mjög oft HEY. Ef þú værir alvaldur í Val hvað mynd­ ir þú gera: Ég myndi skipta um klefa við fótboltann. Nokkur orð um aðstöðuna á Hlíðar­ enda: Á heimsmælikvarða. Hvernig viltu sjá Val þróast á næstu árum: Halda áfram að verða stærsta fé- lag á Íslandi þá er ég sáttur. Nám: Er við nám í Borgarholtsskóla, vil þakka Hansa Herberts fyrir það. Kærasta: Hvaða dagur er í dag? Af hverju Valur: Af því að Valur er sig- ursælasta félag á Íslandi, þú þrætir ekkert um það. Frægur Valsari í fjölskyldunni: Ætli hann faðir minn Sveinn Stefánsson fari ekki að verða talinn frægur á Hlíðarenda, búinn að vera að vinna í kringum félagið núna í á þriðja tug ára. Hvernig hafa foreldrar þínir stutt þig í handboltanum: Það er eiginlega bara ótrúlegt hvað þau eru búin að styðja mig mikið í þessu, ég held stundum að þau hafi meiri áhuga á þessu en ég. Hver er besti íþróttamaðurinn í fjöl­ skyldunni: Veit ekki til þess að ég hafi samkeppni í þeim málum. Stjörnuspá þín fyrir næsta ár: Stjörnu- spá er því miður ekki sannað fyrirbæri, en ég lít hinsvegar björtum augum á næsta ár og vona ég að það detti inn titlar á því. Af hverju handbolti: Eina skemmtilega íþróttin sem er spiluð inni, ekki fer mað- ur að láta plata sig í að iðka íþrótt sem er spiluð utandyra á Íslandi. Helstu afrek í öðrum íþróttagreinum: Vann einu sinni körfuboltamót þegar ég var mjög ungur og svo var ég í fótbolta- liði sem lenti í 2. sæti í deild og bikar. Eftirminnilegast úr boltanum: Bikarúr- slit í 3. og 2. flokki eru mér minnisstæð. Ein setning eftir síðasta tímabil: Ég tek stigið á mig sem við töpuðum á móti Gróttu. Eitthvað eitt sem skýrir velgengi Vals í handbolta kvenna að undanförnu: Valli sjúkraþjálfari vill alltaf meina að þetta sé honum að þakka en þá spyr ég hann af hverju við höfum ekki verið að raða inn jafn mörgum titlum þá er eitthvað minna um svör hjá þessum svo ágæta dreng. Hvernig verður þetta tímabil: Þetta tímabil getur orðið mjög skemmtilegt vegna þess hve deildin er jöfn. Besti stuðningsmaðurinn: Konni er kóngurinn, en svo fylgja honum fast á hæla þeir Gísli, Jói, Bjössi, Gummi, Siggi og fleiri meistarar. Erfiðustu samherjarnir: Gunnar Krist- inn Malmquist Þórsson er ekkert lamb að leika sér við þrátt fyrir ungan aldur. Erfiðustu mótherjarnir: Það getur ver- ið erfitt að spila á móti Freysa Brynjars, reynslan skilar sér. Eftirminnilegasti þjálfarinn: Ætli ég verði ekki að segja Nonni Halldórs sem að fékk mig til að byrja í handbolta, hann gerði og sagði margt eftirminnilegt. Mesta prakkarastrik: Aðeins eitt prakk- arastrik mitt hefur ratað í fréttirnar en svona hljómaði einhver fyrirsögnin: Nakt- ir karlmenn trufluðu umferð í Grafarvogi. Ég og nokkrir aðrir töpuðum blakleik og þurftum að taka afleiðingunum. Stærsta stundin: Ætli það sé ekki fyrsti meistaraflokks leikurinn sem var 22. október 2009, hef sjaldan verið jafn stressaður, en það var nú líka að miklum hluta til vegna þess að fyrir leikinn var Fannar Friðgeirs að skella lófunum sam- an og þannig að minna mig á að eftir leikinn yrði ég rassskelltur. Athyglisverðasti leikmaður í meistara­ flokki kvenna hjá Val: Þorgerður Anna er mjög töff. En í meistaraflokki karla hjá Val: Gunnar Harðarson og Magnús Einarsson fá að deila þessum titli en þeir eru þess virði að veita athygli. Hvernig líst þér á yngri flokkana í handbolta hjá Val: Mér finnst þeir flott- ir, Óskar Bjarni, Heimir og fleiri góðir menn búnir að taka vel til hendinni. Mottó: „He who is not courageous enough to take risks, will accomplish nothing in life“ ÉgvilsjáValhalda áframaðverða stærstafélagáÍslandi Sveinn Aron Sveinsson er 19 ára og leikur handknattleik með meistaraflokki
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.