Valsblaðið - 01.05.2012, Blaðsíða 64
64 Valsblaðið2012
sífelldar mælingar á ástandinu á mann-
skapnum. Það er mikið lagt upp úr lyft-
ingum. Við æfum tvisvar á dag þrjá daga
vikunnar og æfingarnar eru tveir tímar í
senn en heima voru þær einn og hálfur
tími. Það munar um þetta enda álagið og
tempóið meira.
En hver er helsti munurinn á þjálfun
inni? Félagsskapnum? Aðstöðunni?
Aðsókn á leiki? Aðsóknin er miklu meiri
hérna. Nýja höllin okkar tekur 2.500
manns og það var t.d. uppselt á móti
Kolding. Annars er um 2.000 manns á
hverjum leik. Stemningin er meiri því
klukkutíma fyrir leik eru kannski mættir
1.500 manns í húsið. Hallirnar eru mun
stærri, t.d. tekur hún 4–5.000 manns í
Holsterbro og um 7.000 í Bröndby í
Kaupmannahöfn og þegar það eru stór-
leikir þá er oftast uppselt. Félagsskapur-
inn er mjög góður og minnir um margt á
hópinn heima. Við erum flestir á svipuð-
um aldri nema hægri skyttan, hún er 32
ára. Við náum því ágætlega saman og
reynum að gera ýmislegt saman utan æf-
inga og leikja. Aðstaðan er mjög góð
hérna og um margt mjög sambærileg við
það sem er á Hlíðarenda. Höllin var tekin
í notkun nú í ár. Hér er sérstök aðstaða
fyrir styrktaraðila þar sem þeir eiga sín
sæti í lúxusrými en höllin er nánast ein-
göngu notuð fyrir handboltaliðið.
Hvernig hefur liðinu gengið það sem af
er þessu tímabili? Liðinu hefur gengið
mjög vel. Við erum í sjötta sæti í dönsku
deildinni af 14 liðum, fyrstu 11 leikirnir
hafa gengið mjög vel. Það eru spilaðar
tvær umferðir og síðan er átta liða úr-
slitakeppni.
Hver eru markmið liðsins fyrir keppn
istímabilið? SønderjyskE var í fyrsta
skipti í efstu deild á síðasta keppnistíma-
bili og menn eru hægt og rólega að
byggja liðið upp. Þeir enduðu í 11. sæti í
fyrra, en núna er markið sett á úrslita-
keppnina.
En hvernig hefur þér persónulega
gengið? Mér hefur gengið vel. Ég var
fenginn út til að vera fyrsti kostur á miðj-
unni en þeir eru líka búnir að segja við
mig að maður þurfi að vera þolinmóður.
Þetta kemur hægt og rólega en það eru
vissulega mikil viðbrigði að koma frá Ís-
landi. En eins og staða mín er sem leik-
stjórnandi þá þarf maður að geta stjórnað
spilinu og tala reiprennandi til að gera sig
skiljanlegan. Ég hef verið að bæta mig í
öllum prófum sem við höfum verið að
taka. Það er ekki ætlast til að maður sé
með allt á hreinu eftir 2 mánuði en þeir
hafa sagt mér að þeir væru ánægðir með
mig það sem af er. Heima var maður að
spila allan leikinn en hér er tempóið mun
hraðara og mannskapurinn látinn rúlla
miklu meira. Ég spila því mismikið í
hverjum leik. Ég hef ekki verið að skora
mikið en er fyrst og að spila upp á línuna
en hægri skyttan okkar er markahæsti
maður deildarinnar og er iðulega 10
marka maður í hverjum leik. Fyrir vikið
erum við að stilla mikið upp fyrir hann.
En hvað voru fyrstu erfiðleikarnir sem
þú rakst á þegar þú komst út? Til að
byrja með var það tungumálið. Þó að
maður hafi lært dönsku í skóla þá fólst
það fyrst og fremst í því að lesa og skrifa
og taka próf úr því. En það er aðeins
öðruvísi að tala þegar vinnan felst í því
að gefa fyrirskipanir. Það var þess vegna
óþægilegt að geta ekki tjáð sig eins og
maður hefði helst kosið og maður var
vanur heima.
En hvað var skemmtilegast við að
koma út? Það eru þvílík forréttindi að fá
tækifæri til að búa úti og kynnast nýjum
hlutum og gera það sem manni þykir
skemmtilegast. Ferðalögin, hallirnar og
fólkið eru endalaus upplifun.
En handboltalega hver er munurinn á
handboltanum sem þú ert að spila
núna í samanburði við boltann eins og
þú þekktir hann hjá Val? Það er mikill
munur. Það eru vissulega góðir leikmenn
heima sem gætu verið að spila í dönsku
deildinni. En heilt yfir er þetta mun
stærra batterí. Í deildinni er nánast allt
danska landsliðið, við æfum tvisvar á dag
og það er mun meira lagt í allar æfingar
og leiki. Öll umgjörð er umfangsmeiri.
Það eru 3 þjálfarar sem eru á hverri æf-
ingu og það er séð um allt fyrir okkur.
Maður gerir sér grein fyrir því að þetta er
ekki hægt á Íslandi þar sem mun minni
peningar eru í spilinu. Menn eru í miklu
betra formi og eru bara að einbeita sér að
handbolta. Æfingarnar eru mun lengri og
Ungiratvinnumenn
Valserlendis
Menneruhérímiklubetraformi
enheimaogerubaraaðeinbeita
séraðhandbolta
Viðtal við Anton Rúnarsson sem spilar með
SønderjyskE í Sønderborg á Jótlandi í Danmörku
skammt frá landamærum Þýskalands og
Danmerkur. Það er því stutt að skjótast til
Flensborgar eða jafnvel Kiel í Þýskalandi