Valsblaðið - 01.05.2012, Blaðsíða 67
Valsblaðið2012 67
Starfiðermargt
var Finnur Jóhannsson og sjúkraþjáfari
Valgeir Víðisson.
Meistaraflokkur kvenna
Valur hefur á að skipa einu af sterkari
kvennaliðum Evrópu og kepptu þær til
úrslita í öllum mótum innanlands og eru
handhafar allra titla sem í boði eru. Þær
eru því handhafar Íslandsmeistara-, bik-
armeistara-, deildarmeistara- og deildar-
bikarmeistaratitils og eru að auki meist-
arar meistaranna, ekki slæmt það.
Valur og Fram áttu í mikilli baráttu um
deildarmeistaratitilinn, en hann vannst að
lokum með tveimur stigum. Í úrslita-
keppninni lögðum við lið Stjörnunnar á
leið okkar í úrslitarimmu við Fram. Sú
rimma fór í fimm leiki, þar sem liðin
skiptust á sigrum. Fyrsti leikurinn tapað-
ist á heimavelli 23-28, en bættum fyrir
það í leik tvö í Safamýri með eins marks
sigri 22-23 og staðan jöfn 1-1. Í þriðja
leik unnum við heima 23-17 og töpuðum
svo fjórða leiknum 18-17. Okkar beið
því hreinn úrslitaleikur í Vodafonehöll-
inni og unnu stelpurnar okkar frækinn
arliðið Sønderjyske, Orri Freyr Gíslasson
fór til Viborg, Sturla Ásgeirsson til upp-
eldisfélags síns ÍR, Ingvar Guðmundsson
til Gróttu, Einar Örn Guðmunsson hætti,
Arnar Guðmundsson í HSG Nienburg og
Arnar Daði til ÍBV. Viljum við þakka
þessum drengjum fyrir þeirra framlag til
félagsins og óskum þeim velfarnaðar í
því sem þeir tóku sér fyrir hendur.
Óskar Bjarni Óskarsson lagði land
undir fót eftir tímabilið og tók við sem
þjálfari hjá Viborg í Danmörku og kveðj-
um við þar lærimeistara margra upprenn-
andi leikmanna og núverandi atvinnu-
manna Vals. Óskum við honum velfarn-
aðar í starfi sínu og þökkum honum fyrir
ómetanleg störf í þágu Knattspyrnu-
félagsins Vals.
Þjálfarateymi okkar á tímabilinu 2011–
2012 voru Óskar Bjarni Óskarsson og
Heimir Ríkarðsson sem er einnig þjálfari
2. og 3. flokks líkt og síðari ár. Liðstjóri
M.fl. kvenna í handbolta 2011–2012. Efri röð frá vinstri: Jóhannes Lange, aðstoðarþjálfari, Hildigunnur Einarsdóttir, Þorgerður
Anna Atladóttir, Þórunn Friðriksdóttir, Aðalheiður Hreinsdóttir, Karólína B. Lárudóttir, Kristín Guðmundsdóttir, Arndís María
Erlingsdóttir, Rebekka Rut Skúladóttir, Dagný Skúladóttir, Heiðdís Guðmundsdóttir, Hildur Marín Andrésdóttir, Stefán Arnarson,
þjálfari. Neðri röð frá vinstri: Nataly Sæunn Valencia, Sigríður Arnfjörð, Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, Guðný Jenný Ásmundsdóttir,
Hrafnhildur Skúladóttir, Sunneva Einarsdóttir, Ragnhildur Rósa Guðmundsdóttir. Ljósmynd: Guðlaugur Ottesen Karlsson.