Valsblaðið - 01.05.2012, Síða 83

Valsblaðið - 01.05.2012, Síða 83
Valsblaðið2012 83 EftirSigurðÁsbjörnsson Viðerumbúnirað vinnaallaleiki Arnór Snær Óskarsson fór með fjöl­ skyldunni til Viborgar þar sem hann æfir m.a. handbolta með jafnöldrum sínum. Arnór er sonur Óskars Bjarna Óskarssonar sem þjálfaði meistaraflokk í áraraðir. Blaðamað­ ur Valsblaðsins hitti Arnór þegar hann var í helgarfríi á Íslandi en frí­ ið notaði hann einmitt til að spila með sínum gömlu félögum í túrner­ ingu á Íslandsmótinu í handbolta í 5. flokki Ertu búinn að spila á mörg­ um túrneringum með Viborg? Nei. Það eru ekki túrneringar við spilum reglulega leiki einu sinni í viku. Stundum á heimavelli, stundum á útivelli. Er fyrirkomulagið svipað á æfingum í Danmörku og á Ís­ landi? Já það eru tveir árgangar sem æfa saman. Núna æfum við sem erum fæddir árið 2000 með strákum sem eru ári yngri. En þegar við keppum þá er alveg skipt í árganga. Hvernig hefur liðinu gengið í þínum flokki og hvernig hefur þér gengið? Mér hefur gengið vel, við erum búnir að vinna alla leiki. Hver er helsti munurinn á því að spila með Val eða Viborg í þínum aldursflokki? Strákarnir eru álíka góðir. En það eru um 15 strákar sem eru jafngamlir mér og æfa með Viborg en 23 með Val. Þjálfarinn er pabbi stráks í liðinu. Við æfum þrisvar í viku. Ef þú værir að fylgjast með Val og Viborg keppa. Hvort liðið myndi vinna leikinn í þínum aldursflokki? Valur myndi vinna. Hvað var erfiðast við að koma út og spila með Viborg? Þetta var allt mjög svipað og því ekkert erfitt fyrir mig. Finnst þér dönsku liðin vera svipuð og íslensku liðin? Þau eru betri á Íslandi. Eru margir skólafélagar þínir sem æfa handbolta með þér? Nei, enginn. Hinir strákarnir í liðinu koma allir úr öðrum skól- um en ég. Hver munurinn á aðstöðunni hjá Val og Viborg? Aðstaðan hjá Viborg er miklu stærri og mér finnst hún betri. Er munur á hvatningunni frá foreldrum þegar þeir koma að fylgjast með leikjum? Þeir eru rólegri í Danmörku. Ef þú ættir að gefa okkur Valsmönnum ráð um hvað við gætum lært af þeim úti í Viborg í þínum aldursflokki? Vi- borg liðið tuðar ekki en við tuðum dálítið hérna í Val. En ef þú ættir að ráðleggja Viborg eitthvað sem við gerum betur, hvað dettur þér í hug? Að spila vörn, þeir eru mjög slappir í vörn. Hvernig heldurðu að Valsliðinu þínu hefði gengið í deildinni úti í Danmörku? Það væri búið að vinna alla. En ef Viborg hefði keppt í túrneringunni í stað Vals? Við hefðum unnið alla nema einn. Hvaða stöðu spilarðu með Viborg og hvernig skrifar maður það á dönsku? Ég spila sem hægri skytta sem er højre back. ÍViborgeruþeirekki meðbikaraskápeins ogíValsheimilinu Benedikt Gunnar Óskarsson er yngri bróðir Arnórs Snæs og æfir og spilar handbolta með Viborg í Dan­ mörku. Valsblaðið mælti sér mót við Benna þegar hann var í helgarfríi á Íslandi fyrir skömmu Hjá hvaða liði ertu að æfa handbolta og hver þjálfar? Ég æfi með Viborg og þjálfarinn minn heitir Peter. Hvernig er mótafyrirkomulagið í Danmörku og hvernig hefur ykkur gengið á keppnistímabilinu? Flokkurinn minn heitir U-10 og í honum spila allir sem eru 10 ára og yngri. Í mínu liði erum við allir jafngamlir, 10 ára. Við keppum við önnur lið á Jótlandi sem er stórt landsvæði í Danmörku. Okkur hefur gengið vel, við erum í fyrsta sæti enda búnir að vinna alla. Mér hefur gengið vel og hef náð að skora svolítið af mörkum. Hversu oft æfið þið í viku? Við æfum tvisvar í viku. En við æfum samt lengur heldur en gert er á Íslandi. Æfingarnar eru í einn og hálfan klukkutíma. Ef þú reynir að bera saman Valsliðið sem þú varst að spila með á Íslandi og Viborg liðið sem þú spilar með núna, hvort liðið er betra? Ég held að það sé Viborg. En ef Valsliðið sem þú spilaðir með hefði verið að spila á Jót­ landsmótinu í handbolta í staðinn fyrir Viborg, hvernig heldurðu að Val hefði gengið? Ábyggilega svipað og Viborg hefur gengið. Valur væri sennilega efstur. En ef Viborg væri að spila á Íslandi? Þeir væru örugglega í toppbaráttu í bestu deild- inni. Eru aðrir útlendingar sem spila með Viborg í þínum flokki? Nei, ég er sá eini. Hver er munurinn á aðstöðunni á æfingum hjá Val og Vi­ borg? Við höfum alltaf heila höll til að æfa í. Við notum höllina þar sem meistaraflokkur Viborg spilar sína leiki. Geturðu bent á eitthvað sem er miklu betra hjá Viborg held­ ur en hjá Val? Við erum með fimm hallir hjá Viborg. Þær eru reyndar líka notaðar fyrir badminton, körfubolta og fótbolta. En ég æfi fótbolta hjá Söndermarke Idræts Klub. Hefurðu tekið eftir einhverju sem við gerum betur hjá Val heldur en hjá Viborg? Þeir eru ekki með svona bikaraskáp eins og er í Valsheimilinu. Bik- ararnir eru bara uppi á skrif- stofu hjá þeim. Hvaða stöðu spilarðu með Vi­ borg og hvernig skrifar mað­ ur það á dönsku? Ég spila á miðjunni sem er playmaker.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Valsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.