Valsblaðið - 01.05.2012, Page 84

Valsblaðið - 01.05.2012, Page 84
84 Valsblaðið2012 áns Þórðarsonar og Sigríðar Þórarinsdótt- ur sem voru ættuð úr Biskupstungum. Þau fluttu vestur um haf árið 1887 og var Stefán meðal annars bæjarstjóri í Gimli í Manitoba. Charles var þekktur teiknari í Íslend- ingabyggðum í Kanada, teiknaði í blaðið Heimskringlu og myndskreytti vörulista stórverslunarinnar Eaton í tvo áratugi. Um skeið var hann giftur konu af pólsk- um ættum. Sonur þeirra var Stephen Thorson. Kristín Sölvadóttir og Charles Thorson hittust í Árborg, þar sem hann hélt nám- skeið í teikningu. Síðan fór Charles að venja komur sínar á Wevel Café í Winni- peg þar sem Kristín var afgreiðslustúlka, fékk sér þar kaffisopa og teiknaði mynd- ir. Þau virðast hafa orðið mjög nánir vin- ir. Hann var þá rúmlega fertugur, hún tví- tug. Það kom þó ekki í veg fyrir að hann bað hennar og gaf henni teikningu af þeim saman þar sem hann var prinsinn en hún prinsessan. Það mun hafa verið sumarið 1934. En Kristín hafnaði bón- orðinu, fór að vinna í Niagara og flutti síðan aftur heim til Íslands um haustið. Þau skrifuðust síðan á en hittust aldrei aftur. Charles flutti til Hollywood og fékk vinnu hjá Walt Disney, meðal annars við gerð teiknimyndarinnar um Mjallhvíti og dvergana sjö. Síðar sagði Charles syni sínum og fleirum að Kristín hefði verið fyrirmyndin að Mjallhvíti. Sú saga hefur einnig verið lífseig í Íslendingabyggðum. Charles teiknaði líka myndir af öllum persónum í teiknimynd um fílinn Elmer, indíanastrákinn Hiawatha og fleiri pers- ónur fyrir Walt Disney. Charles var alls sjö ár í Hollywood en fór síðan að vinna fyrir Warner Brothers, MGM og skapaði meðal annars Kalla kanínu (Bugs Bunny). Charles lést sumarið 1966. Teiknimyndasagan „Mjallhvít og dvergarnir sjö“ birtist í Þjóðviljanum vorið og sumarið 1939 í tuttugu hlutum. Kvikmynd Walt Disney var frumsýnd í Gamla bíói í Reykjavík 10. maí 1939 og þótti mikið afrek. Kristín Sölvadóttir giftist Garðari Þór- hallssyni bankamanni haustið 1937. Þau bjuggu lengst af í Vogahverfi og eignuð- ust fimm börn. Kristín lést í nóvember 1981, 69 ára. Þorgrímur Þráinsson tók sam- an upp úr grein eftir Jónas Ragnarsson sem birtist í Fréttabréfi Siglfirðingafélagsins í október 2012. Á árunum 1907 til 1912 bjuggu hjónin Sölvi Jónsson og Jónína Gunnlaugsdóttir í bænum Hvanneyrarbakka (Bakki) á Siglufirði, bæði ættuð úr Skagafirði. Þau höfðu áður búið í Dæli í Fljótum og svo eitt ár í Leyningi, inni í Siglufirði. Eitt af níu börnum þeirra Sölva og Jón- ínu var Ellert Sölvason eða Lolli í Val eins og Valsmenn þekkja hann. Lolli gekk í Val 1929 og lék sinn síðasta leik með meistaraflokki í knattspyrnu árið 1951, þá 34 ára gamall. Lolli varð 7 sinn- um Íslandsmeistari með meistaraflokki. Ein af systrum Lolla fæddist 1. júlí 1912 í Bakka og var hún skírð Kristín Jó- hanna. Fjölskylda Kristínar og Lolla flutti síðan niður á Siglufjarðareyri en Sölvi fór til Noregs haustið 1913 þar sem hann kynntist norskum manni sem rak verslun og útgerð á Fáskrúðsfirði. Þang- að flutti fjölskyldan sumarið 1914. Þrem- ur árum seinna fluttu þau öll til Eski- fjarðar og sama ár að Búðareyri við Reyðarfjörð. Árið 1920 flutti fjölskyldan til Reykjavíkur og bjó meðal annars við Óðinsgötu sem er ástæða þessa að Lolli fór að æfa með Val. Þegar Kristín var 17 ára, sumarið 1929, lést Jónína móðir hennar, 53 ára að aldri. Bæjarblöðin í Reykjavík greina frá því að Kristín Sölvadóttir hafi haldið til Kaupmannahafnar með varðskipinu Ægi í janúar 1930. Hún var þá 18 ára og á leið vestur um haf til Jónínu Oddleifsdóttur, frænku sinnar, sem bjó í Winnipeg í Kan- ada. Þar lék Kristín annað aðalhlutverkið í sýningu Íslendinga á Hallsteini og Dóru eftir Einar H. Kvaran í desember 1932. Heimskringla og Lögberg fjölluðu um leikritið og voru leiklistarhæfileikar Kristínar rómaðir. „Þar fer saman yndis- þokki æsku og útlits, léttir hlátrar lífs- glaðrar sálar og varhugaleysi barnslegs hreinleika,“ sagði Heimskringla sem nefndi leikkonuna Miss K. Sölvason. Kristín gekk í skóla vestra og stundaði margvísleg störf, vann hluta úr ári við Niagara-fossana og fór til New York. Hún kom aftur til Reykjavíkur með Gull- fossi 1934 og auglýsti að hún tæki að sér enskukennslu. Maður er nefndur Charles Thorson, Vestur-Íslendingur, fæddur 29. ágúst 1890 í Winnipeg í Manitoba, sonur Stef- SystirLollaíValfyrir- myndinaðMjallhvíti Fyrirmynd teiknimyndapersónunnar fæddist í torfbæ á Siglufirði Kristín Jóhanna Sölvadóttir, systir Lolla í Val, er fyrirmyndin að Mjallhvíti.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.