Valsblaðið - 01.05.2012, Page 86

Valsblaðið - 01.05.2012, Page 86
86 Valsblaðið2012 Framtíðarfólk ekki mikið í því að taka sénsa sem er stundum leiðinlegt. En ég er að vinna í þessu skellti mér meira að segja í hrika- legan rússíbana í Barcelona núna um daginn og lifði það af. Fullkomið laugardagskvöld: Ég á nú tvær útgáfur af fullkomnu laugardags- kvöldi annars vegar heima með fjöl- skyldunni að borða góðan mat og hins vegar hitta allar Valsstelpurnar mínar og gera eitthvað skemmtilegt með þeim. Fyrirmynd þín í handbolta: Anja And- ersen, Ivano Balic og Ólafur Stefánsson. Draumur um atvinnumennsku í hand­ bolta: Fór til Danmerkur árið 2006 og spilaði þar, það dugði mér alveg. Landsliðsdraumar þínir: Hef spilað með öllum landsliðum Íslands. Það eru auðvitað forréttindi að spila fyrir Íslands hönd og ætti að vera draumur hjá öllum íþróttamönnum. Besti söngvari: Michael Jackson. Besta hljómsveit: Dikta. Besta bíómynd: Love and Basketball Besta bók: Er ekki mikill lestrarhestur en las um daginn bók sem mér fannst virkilega skemmtileg. Bókin heitir It´s not how good you are it´s how good you want to be eftir Paul Arden. Besta lag: With or Without you með U2. Uppáhaldsvefsíðan: www.nikeverslun.is. Uppáhaldsfélag í enska boltanum: Man Utd. Uppáhalds erlenda fótboltafélagið, handboltafélagið: Man Utd og Kiel. Nokkur orð um núverandi þjálfara: Hæfileikaríkur, metnaðarfullur og skemmtilegur. Nokkur orð um aðstöðuna á Hlíðar­ enda: Virkilega flott eins sú besta á land- inu. Hvernig viltu sjá Val þróast á næstu árum: Valur er félag sem á að eiga lið í fremsta flokki í öllum íþróttagreinum. Nám: Stúdentspróf frá Flensborgarskól- anum í Hafnarfirði. Af hverju Valur? Metnaðarfullt félag með frábæra aðstöðu. Með hvaða öðrum liðum hefur þú spil­ að handbolta: Er uppalin í FH og hef spilað með Haukum og Skive FH í Dan- mörku. Helstu afrek mín eru líklega allir titlarnir í gegnum árin með Haukum og Val og það að hafa fengið að taka þátt í HM í Brasilíu með landsliðinu í fyrra. Frægur Valsari í fjölskyldunni: Frændi minn hann Atli Már Báruson. Hvernig hafa foreldrar þínir stutt þig í handboltanum: Foreldrar mínir hafa stutt mig frábærlega í gegnum árin og hef ég fengið ófá ráðin þaðan allan minn feril. Hver er besti íþróttamaðurinn í fjöl­ skyldunni: Það er erfitt að velja, foreldr- ar mínir hafa bæði náð góðum árangri í íþróttum en ætli ég verði ekki að nefna Héðinn Gilsson frænda minn. Af hverju handbolti: Það kom eiginlega bara aldrei neitt annað til greina er komin af mikilli handboltaætt og eftir að ég fékk handbolta í hendurnar í fyrsta skipti var bara ekki aftur snúið Eftirminnilegast úr boltanum: Það er margt sem að kemur upp í kollinn þegar að maður hefur verið í þessu í 20+ ár erfitt að nefna eitthvað eitt en ætli fyrsta tíma- bilið mitt í Val sé ekki það eftirminnileg- asta, endirinn á því tímabili gleymist aldrei, að vinna Íslandsmeistaratitil í víta- keppni verður held ég seint toppað. Ein setning eftir síðasta tímabil: Allir titlarnir sem í boði voru eru í okkar hönd- um eftir tímabilið. Eitthvað eitt sem skýrir velgengi Vals í handbolta kvenna að undanförnu: Held að það sé ekkert eitt heldur sam- blanda af mörgum litlum þáttum. Þetta lið er náttúrulega skipað ótrúlega flottum íþróttakonum sem þola ekki að tapa. Öll umgjörð í kringum liðið hefur verið til fyrirmyndar og markmiðin alltaf skýr Valur fer í alla leiki til að vinna þá. Besti stuðningsmaðurinn: Ekki hægt að nefna einhvern einn þar sem að það er virkilega flottur kjarni af fólki sem styð- ur dyggilega við bakið á okkur sem er al- veg ómetanlegt. Erfiðustu samherjarnir: Samherjar mín- ir í eldri í fótboltanum voru erfiðar þang- að til Anna Úrsúla tók skipulagið okkar í gegn eftir það hefur þetta verið frábært. Erfiðustu mótherjarnir: Ætli það sé ekki Fram erum búnar að spila marga erfiða leiki við þá síðustu árin. Eftirminnilegasti þjálfarinn: Enginn einn eftirminnilegri en einhver annar hef verið mjög heppin með þjálfara í gegn- um árin. Fyndnasta atvik: Ætli það hafi ekki ver- ið þegar Dagný var að sýna snilli sína í fótbolta eins og svo oft áður, hún búin að taka þessi þvílíku skæri á boltanum sem endaði ekki betur en svo að hún á ein- hvern óskiljanlegan hátt endaði ofan á boltanum og flaug á hausinn. Við gátum hlegið aðeins að þessu Stærsta stundin: Ætli það hafi ekki ver- ið fyrsti Íslandsmeistaratitillin í mfl. og fyrsti sigurinn á HM í Brasilíu í fyrra á móti Svartfjallalandi Athyglisverðasti leikmaður í meistara­ flokki kvenna hjá Val: Þorgerður Anna Atladóttir. Athyglisverðasti leikmaður í meistara­ flokki karla hjá Val: Agnar Smári Jóns- son. Hvernig líst þér á yngri flokkana í handbolta hjá Val: Bara virkilega vel flottir krakkar. Mottó: Komdu fram við náungann eins og þú vilt að hann komi fram við þig. Við hvaða aðstæður líður þér best: Ætli það sé ekki bara í faðmi fjölskyldunnar. Skemmilegustu gallarnir: Veit nú ekki hversu skemmtilegur galli það er en ég er rosalega passasöm í öllu sem ég geri er Valuráaðeigaliðí fremstaflokkiíöllum íþróttagreinum Ragnhildur Rósa Guðmundsdóttir er 28 ára og leikur handknattleik með meistaraflokki
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.