Valsblaðið - 01.05.2012, Blaðsíða 86
86 Valsblaðið2012
Framtíðarfólk
ekki mikið í því að taka sénsa sem er
stundum leiðinlegt. En ég er að vinna í
þessu skellti mér meira að segja í hrika-
legan rússíbana í Barcelona núna um
daginn og lifði það af.
Fullkomið laugardagskvöld: Ég á nú
tvær útgáfur af fullkomnu laugardags-
kvöldi annars vegar heima með fjöl-
skyldunni að borða góðan mat og hins
vegar hitta allar Valsstelpurnar mínar og
gera eitthvað skemmtilegt með þeim.
Fyrirmynd þín í handbolta: Anja And-
ersen, Ivano Balic og Ólafur Stefánsson.
Draumur um atvinnumennsku í hand
bolta: Fór til Danmerkur árið 2006 og
spilaði þar, það dugði mér alveg.
Landsliðsdraumar þínir: Hef spilað
með öllum landsliðum Íslands. Það eru
auðvitað forréttindi að spila fyrir Íslands
hönd og ætti að vera draumur hjá öllum
íþróttamönnum.
Besti söngvari: Michael Jackson.
Besta hljómsveit: Dikta.
Besta bíómynd: Love and Basketball
Besta bók: Er ekki mikill lestrarhestur
en las um daginn bók sem mér fannst
virkilega skemmtileg. Bókin heitir It´s
not how good you are it´s how good you
want to be eftir Paul Arden.
Besta lag: With or Without you með U2.
Uppáhaldsvefsíðan: www.nikeverslun.is.
Uppáhaldsfélag í enska boltanum: Man
Utd.
Uppáhalds erlenda fótboltafélagið,
handboltafélagið: Man Utd og Kiel.
Nokkur orð um núverandi þjálfara:
Hæfileikaríkur, metnaðarfullur og
skemmtilegur.
Nokkur orð um aðstöðuna á Hlíðar
enda: Virkilega flott eins sú besta á land-
inu.
Hvernig viltu sjá Val þróast á næstu
árum: Valur er félag sem á að eiga lið í
fremsta flokki í öllum íþróttagreinum.
Nám: Stúdentspróf frá Flensborgarskól-
anum í Hafnarfirði.
Af hverju Valur? Metnaðarfullt félag
með frábæra aðstöðu.
Með hvaða öðrum liðum hefur þú spil
að handbolta: Er uppalin í FH og hef
spilað með Haukum og Skive FH í Dan-
mörku. Helstu afrek mín eru líklega allir
titlarnir í gegnum árin með Haukum og
Val og það að hafa fengið að taka þátt í
HM í Brasilíu með landsliðinu í fyrra.
Frægur Valsari í fjölskyldunni: Frændi
minn hann Atli Már Báruson.
Hvernig hafa foreldrar þínir stutt þig í
handboltanum: Foreldrar mínir hafa stutt
mig frábærlega í gegnum árin og hef ég
fengið ófá ráðin þaðan allan minn feril.
Hver er besti íþróttamaðurinn í fjöl
skyldunni: Það er erfitt að velja, foreldr-
ar mínir hafa bæði náð góðum árangri í
íþróttum en ætli ég verði ekki að nefna
Héðinn Gilsson frænda minn.
Af hverju handbolti: Það kom eiginlega
bara aldrei neitt annað til greina er komin
af mikilli handboltaætt og eftir að ég
fékk handbolta í hendurnar í fyrsta skipti
var bara ekki aftur snúið
Eftirminnilegast úr boltanum: Það er
margt sem að kemur upp í kollinn þegar
að maður hefur verið í þessu í 20+ ár erfitt
að nefna eitthvað eitt en ætli fyrsta tíma-
bilið mitt í Val sé ekki það eftirminnileg-
asta, endirinn á því tímabili gleymist
aldrei, að vinna Íslandsmeistaratitil í víta-
keppni verður held ég seint toppað.
Ein setning eftir síðasta tímabil: Allir
titlarnir sem í boði voru eru í okkar hönd-
um eftir tímabilið.
Eitthvað eitt sem skýrir velgengi Vals í
handbolta kvenna að undanförnu:
Held að það sé ekkert eitt heldur sam-
blanda af mörgum litlum þáttum. Þetta
lið er náttúrulega skipað ótrúlega flottum
íþróttakonum sem þola ekki að tapa. Öll
umgjörð í kringum liðið hefur verið til
fyrirmyndar og markmiðin alltaf skýr
Valur fer í alla leiki til að vinna þá.
Besti stuðningsmaðurinn: Ekki hægt að
nefna einhvern einn þar sem að það er
virkilega flottur kjarni af fólki sem styð-
ur dyggilega við bakið á okkur sem er al-
veg ómetanlegt.
Erfiðustu samherjarnir: Samherjar mín-
ir í eldri í fótboltanum voru erfiðar þang-
að til Anna Úrsúla tók skipulagið okkar í
gegn eftir það hefur þetta verið frábært.
Erfiðustu mótherjarnir: Ætli það sé
ekki Fram erum búnar að spila marga
erfiða leiki við þá síðustu árin.
Eftirminnilegasti þjálfarinn: Enginn
einn eftirminnilegri en einhver annar hef
verið mjög heppin með þjálfara í gegn-
um árin.
Fyndnasta atvik: Ætli það hafi ekki ver-
ið þegar Dagný var að sýna snilli sína í
fótbolta eins og svo oft áður, hún búin að
taka þessi þvílíku skæri á boltanum sem
endaði ekki betur en svo að hún á ein-
hvern óskiljanlegan hátt endaði ofan á
boltanum og flaug á hausinn. Við gátum
hlegið aðeins að þessu
Stærsta stundin: Ætli það hafi ekki ver-
ið fyrsti Íslandsmeistaratitillin í mfl. og
fyrsti sigurinn á HM í Brasilíu í fyrra á
móti Svartfjallalandi
Athyglisverðasti leikmaður í meistara
flokki kvenna hjá Val: Þorgerður Anna
Atladóttir.
Athyglisverðasti leikmaður í meistara
flokki karla hjá Val: Agnar Smári Jóns-
son.
Hvernig líst þér á yngri flokkana í
handbolta hjá Val: Bara virkilega vel
flottir krakkar.
Mottó: Komdu fram við náungann eins
og þú vilt að hann komi fram við þig.
Við hvaða aðstæður líður þér best: Ætli
það sé ekki bara í faðmi fjölskyldunnar.
Skemmilegustu gallarnir: Veit nú ekki
hversu skemmtilegur galli það er en ég er
rosalega passasöm í öllu sem ég geri er
Valuráaðeigaliðí
fremstaflokkiíöllum
íþróttagreinum
Ragnhildur Rósa Guðmundsdóttir er 28 ára og
leikur handknattleik með meistaraflokki