Valsblaðið - 01.05.2012, Page 91
Valsblaðið2012 91
Starfiðermargt
Á næsta ári fagnar Valskórinn 20 ára afmæli. Í tilefni þess fædd-
ist sú hugmynd að leggja land undir fót innanlands eða utan. Nú
hefur verið ákveðið að fara í söngferðalag til Belfast og endur-
nýja kynni okkar við Glentoran FC sem við lékum við í Evrópu-
keppninni 1977. Þegar Valur og Glentoran mættust í Evrópu-
keppni meistaraliða 1977 vann Valur frækilegan sigur í heima-
leiknum sem var 15. september, en Valur tapaði útileiknum
hálfum mánuði síðar 0-2. Valsblaðið hefur heimildir fyrir því frá
leikmönnum sem tóku þátt í þessum leik að þeir hafi verið væg-
ast sagt óhressir með þetta tap. Hörður Hilmarsson segist muna
eftir því að þeir hafi ekki klappað fyrir dómara tríóinu þegar
þeim voru afhentar gjafir í hófi eftir leikinn, enda þóttust Valsar-
ar hafa verið rændir vítaspyrnu í leiknum og annað marka Glen-
toran hefði ekki átt að standa. Valsarar voru alls ekki sáttir við
að falla úr leik með þessum hætti.
Afmælisferð Valskórsins
Valskórinn er einstakur sem eini kórinn sem rekinn er innan
íþróttafélags á Íslandi. Í honum eru 27 virkir þátttakendur og
æfingar eru yfir veturinn alla mánudaga í Friðrikskapellu kl.19–
21. Kórstjóri er Bára Grímsdóttir tónskáld. – Þegar farið var að
ræða fyrirhugaða ferð fæddist sú hugmynd að koma á fótbolta-
leik og golfkeppni milli félaganna.
Ferðatilhögun
ÍT ferðir hafa tekið að sér að skipuleggja ferðina og er til-
högun eftirfarandi:
Fimmtudagur (sumardagurinn fyrsti) 25. apríl; KEF-Belfast
kl.12:40–16:20 Sunnudagur 28. apríl; Belfast-KEF kl.16:50–
18:25
Drög að dagskrá: Fimmtudagur: Ferðalag, innritun á Hótel
Park Inn, golf, verslunarferð, bjórsmökkun.
Föstudagur: Glentoran Legends v Valur Legends á heima-
velli Glentoran, The Oval kl.17:15 Fyrirliði Vals er Guðni Bergs-
son. Guðni liggur undir feldi með Val á liðinu, en Glentoran hef-
ur þegar valið 7 leikmenn frá liðinu 1977. HENSON mun í til-
efni þessa leiks gera búninga fyrir bæði liðin. Lagt hefur verið
til að sem flestir úr báðum liðum sem léku 1977 leiki a.m.k.
fyrri hálfleikinn. Í gögnum Glentoran má lesa eftirfarandi um
leikaðferð Valsmanna; „Players (Glentoran) had been warned
not to get involved when Valur resorted to pushing, ankle-
tapping and shirt tugging which is part of their tradition“ (!)
Laugardagur: kl. 09:00 Golfkeppni; Glentoran v Valur. Leik-
ið á Knock Golf Course sem vígður var 1895. Fyrirliði Vals er
Stefán Hilmarsson. Stefán liggur undir sama feldi og Guðni, en
Glentoran hefur þegar tilnefnt 5 kylfinga í sitt lið. Kl.17:00–
Tónleikar í Stormont. Fram munu auk Valskórsins koma lista-
menn úr röðum heimamanna. Stormont hýsir írska þingið og
þar fór fram útför George Best 5. des. 2005. Um kvöldið fagna
félögin saman þar sem stuðningsmannaklúbbur Glentoran hef-
ur ákveðið að afmælishald vegna 90 ára afmælis verði haldið í
tengslum við komu Valsmanna.
Þetta er einstök ferð og um að gera að taka makann með,
kærustu eða vin. Verð er kr. 102.900 og miðast við gistingu í
2ja manna herb. og gengi GBP 15. okt. 2012. Skráning: Nafn,
kennitala, sími og póstfang + staðf.gjald kr. 30.000 pr. mann.
Bókun skal send á itferdir@itferdir.is eða fax 588 9901.
Valskórinn
20ára
Ævintýraferð Valsmanna til
Belfast í apríl 2013
Valskórinn hélt sína árlegu jólatónleika í Friðrikskapellu í
desember í ár. Frá vinstri: Erla Vilhjálmsdóttir, Sigurður Guð-
jónsson, Elísabet Anna Vignir, Guðrún Grímsdóttir, Halldór
Einarsson, Þuríður Ottesen, Karítas Halldórsdóttir, Sóley
Ingadóttir, Hrafnhildur Ingólfsdóttir, Ólafur Sigurðsson, Bára
Grímsdóttr stjórnandi Valskórsins, Anna Sigríður Jóhannsdóttir,
Chris Foster, Guðbjörg B. Petersen, Þóra Sjöfn Guðmundsdóttir,
Sunna Gunlaugsdóttir pianóleikari, Þórarinn G. Valgeirsson, Jón
Guðmundsson, Björk Steingrímsdóttir, Guðmundur Frímannsson,
Elínrós Eiríksdóttir, Emilía Ólafsdóttir, Lára Kristjánsdóttir,
Nikulás Úlfar Másson, Hrefna Þórðardóttir, Sólborg Sumar-
liðadóttir og Helga Birkisdóttir. Mynd Þorsteinn Ólafs.