Valsblaðið - 01.05.2012, Page 94

Valsblaðið - 01.05.2012, Page 94
94 Valsblaðið2012 Ungiratvinnumenn Valserlendis spila mikið á miðju og jafnvel í horni og spila því flestar mínútur. Það er ætlast til að miðjan hafi fulla stjórn á spili liðsins og þjálfarinn lætur mann heyra það þegar sóknin klikkar. Í haust var gert ráð fyrir því að ég byrjaði í horninu og ég var á fullu að undirbúa það en síðan hef ég í raun minnst spilað þar í vetur, aðallega vegna meiðsla í liðinu. Hópurinn er frem- ur þunnskipaður vinstra megin. Hvað var erfiðast við að koma út og spila? Mér gekk vel frá byrjun, félagi minn í sömu stöðu í Dusseldorf meiddist snemma og ég spilaði því strax 60 mínút- ur í leikjum. Það var mér mjög dýrmætt. Tungumálið var erfitt í fyrstu en ég kom inn í góðan hóp af strákum. Liðinu gekk reyndar ekki vel og framkvæmdarstjór- inn kom á fund með okkur í október og sagði að við yrðum að fara að vinna leiki, annars færi liðið á hausinn. Þetta var kannski ekki alveg rétt því félagið var að glíma við gamlar skuldir en samt sem áður það var fullyrt að við yrðum að vera duglegir að hala inn stig til að halda styrktaraðilunum. Pressan varð gríðarleg í kjölfarið. En hvað var skemmtilegast við það að koma út? Meiri stemning í stærra um- hverfi. Meiri athygli. En handboltalega hver er munurinn á handboltanum sem þú ert að spila núna í samanburði við boltann eins og þú þekktir hann hjá Val? Í deildinni hjá okkur eru 20 lið og meiri fjöldi af góðum leikmönnum. Það eru því færri veikir hlekkir í hverju liði, mun meira af skytt- um sem þarf að ganga út í. Frjálst spil er illa séð og ef maður leyfir sér eitthvað frjálsræði þá er eins gott að skora, annars ertu settur á bekkinn. Æfingarnar eru svipaðar og maður þekkir að heiman. Núna er ég með sænskan þjálfara en var áður með Dana. En maður heyrir lýsing- ar af því hvernig sumir þýskir þjálfarar vinna og finnst það hálfgert rugl. Þeir eiga það til að vera með útihlaup daginn eftir tapleik sem skilar engu fyrir þjálfun leikmannanna en er bara refsing fyrir slæm úrslit. En hver er munurinn á félagsskapnum hjá Emstetten og hjá Val? Í Dusseldorf var mikið af strákum sem voru upprunnir af svæðinu. Það var svolítill ungmenna- félagsbragur yfir því, án þess þó að þeir væru til í að gera allt fyrir liðið. Það var þægilegur hópur. Hér hjá Emsdetten erum við 7 útlendingar og það er því al- þjóðlegri bragur á hópnum. Hérna búa samt flestir í Emsdetten þannig að það er Hvernig hefur liðinu gengið það sem af er tímabilinu? Mjög vel. Við erum í öðru sæti sem stendur. Hver er stefna liðsins fyrir tímabilið? Planið er að undirbúa liðið fyrir efstu deildina. En það felst aðallega í því að auka fagmennskuna í kringum liðið. Yf- irlýst markmið er að gera betur en síðast en þá enduðum við í sjötta sæti. En liðið hefur verið í 2. deild í 25 ár utan eitt ár sem liðið féll. En nú er stefnt að efstu deild og að halda sig þar en það þarf að bæta ýmislegt til að það gangi. En hvernig hefur þér gengið í hand­ boltanum? Spilarðu mikið í hverjum leik? Mér hefur gengið vel. Ég fór út fyr- ir einu og hálfu ári og fór þá til Dussel- dorf. Þar spilaði ég skyttu allan tímann. Liðið fór á hausinn um áramótin en sem betur fer var ég búinn að standa mig vel og var markahæstur hjá liðinu. Þess vegna fékk ég nýjan samning á miðju tímabili hjá Emsdetten og þar hef ég ver- ið síðan. Það er töluverð samkeppni um hægri skyttuna. Við erum með austur- rískan landsliðsmann í þeirri stöðu og Hvítrússa sem var markahæstur í Bun- desligunni fyrir nokkrum árum. En ég Viðerummiklubetri íaðbúatilleikmenn heimaáÍslandi Viðtal Erni Hrafn Arnarson sem spilar með Emstetten í næst efstu deild í Þýskalandi, en Emstetten er okkur Valsmönnum vel kunnugt því þeir Sigfús Sigurðsson og Fannar Friðgeirsson spiluðu með liðinu en þess utan þjálfaði Patrekur Jóhannesson liðið fyrir tveimur árum
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.