Valsblaðið - 01.05.2012, Qupperneq 96
96 Valsblaðið2012
Starfiðermargt
leyfi til þess að skipta um lit á keppnis-
búningum, fjármagn og tíminn var einnig
naumur, aðeins nokkrar vikur voru í
október. En eins og okkur Valsstelpum er
lagið þá ákváðum við að láta reyna á það
þó svo að við værum ekki alveg vissar
hver útkoman yrði. Gústi þjálfari sagðist
ekki hafa mikinn tíma fyrir þetta verkefni
en ætlaði að tala við stjórn Vals og KKÍ
og láta okkur svo vita ef hann fengi leyfi
fyrir búningunum.
Næst þegar við hittum Gústa var hann
búinn að tala við Val og KKI og hafði
fengið jákvæð svör. Hann hafi ekki ein-
ungis gert það heldur einnig talað við
Svala Björgvinsson formann körfuknatt-
leiksdeildar, sem leist líka svona vel á
hugmyndina, og þeir talað við Íslands-
banka, sem vildu endilega styrkja okkur
um búningana, og Henson, sem vildi
glaður hanna og prenta þá. Okkur stelp-
unum langaði ekki aðeins að sýna stuðn-
ing við málefnið heldur langaði okkur
einnig að styrkja það. Við gengum á milli
fyrirtækja og söfnuðum styrkjum í skipti
fyrir logo aftan á upphitunartreyjunum
okkar. Mörg frábær fyrirtæki lögðu mál-
efninu lið og söfnuðust 410.000 kr. Þau í
Margt smátt voru svo yndisleg að gefa
okkur upphitunartreyjur og prentunina.
Holl áminning um mikilvægi
forvarna
Mjög gaman var að sjá litla hugmynd
verða að veruleika og hversu jákvæð og
mikil viðbrögð þetta verkefni hjá okkur
fékk. Við spiluðum í bleikum búninum
allan október og kvöddum þá með trega.
Við þökkum öllu því frábæra fólki og
fyrirtækjum sem lögðu okkur lið til þess
að þetta verkefni gat orðið að veruleika.
Við vonumst til þess að þetta verði árlegt
hjá okkur að spila í bleikum búningum
og jafnvel hjá öllu félaginu í heild sinni.
Samhliða undirbúningi fyrir komandi
keppnistímabil, söfnuðu liðsmenn Vals fé
sem rann til átaksins. Að auki lék liðið í
sérhönnuðum bleikum búningum í októ-
bermánuði og þannig með táknrænum
hætti kom að því að auka vitund íþrótta-
fólks og annarra á mikilvægi forvarna og
heilbrigðis.
Í rúm 100 ár hefur það verið eitt meg-
inhlutverk Vals að auka hreysti hugar og
líkama og efla skilning á mikilvægi
íþrótta sem forvarna. Því er það sameig-
inlegt markmið og verkefni Vals og
Krabbameinsfélagsins að stuðla að aukn-
um lífsgæðum og skynsömu líferni. Það
er von okkar Valsmanna og vissa að þessi
söfnun og þetta vitundarskref aðstoði
Krabbameinsfélagið í mikilvægum verk-
efnum þess.
Í þessu samhengi er gott að minnast
einkunnarorða Vals: Látið aldrei kappið
bera fegurðina ofurliði.
Valsblaðið bað stelpurnar í körfunni að
greina frá þessu verkefni, m.a. hvernig
það kom til og hér á eftir fer greinargerð
stelpnanna:
Valsstúlkur í bleiku
Þessi skemmtilega hugmynd kviknaði í
æfingarferð okkar Valsstelpna í Kaup-
mannahöfn síðastliðið haust, 2012. Við
sátum öll saman á HardRock síðasta
kvöldið eftir vel heppnaða æfingaferð,
þegar þjónustustúlkan á HardRock bauð
okkur að kaupa ljósbleik gúmmíarmbönd
til styrktar bleiku slaufunni þar í landi.
Við keyptum allar eitt band enda brýnt
málefni sem snertir okkur allar og þarf á
stuðningi að halda hvar sem er í heimin-
um. Við kaup á þessu armbandi kviknuðu
umræðum um hvernig við Valsstelpur
gætum sem lið sýnt bleiku slaufunni
stuðning heima fyrir. Hugmyndirnar voru
ekki háleitar og voru á borð við að spila
með bleikar hárteyjur eða bleikar reimar
í körfuboltaskónum. Haddý aðstoðar-
þjálfari spurði okkur afhverju við mynd-
um ekki bara spila í bleikum búningum
eins og tíðkast í bandarískum háskóla-
körfubolta. Okkur fannst hugmyndin frá-
bær en viðamikil. Til þess að þessi hug-
mynd yrði að veruleika þyrfti að fá ýmis
Valsstúlkuríkörfu
lékuíbleikuíoktóber
Í tilefni átaks Krabbameinsfélagsins í október, Bleiku
slaufunnar, ákvað kvennalið körfuknattleiksdeildar
Vals að leggja þessu þarfa málefni lið
Ragnar Már Vilhjálmsson frá Íslands-
banka og Ragnheiður Haraldsdóttir for-
maður Krabbameinsfélags Íslands taka
við söfnunarfé frá Valsstúlkunum Rögnu
Margréti Brynjarsdóttur og Lilju Ósk
Sigmarsdóttur .