Valsblaðið - 01.05.2012, Page 102

Valsblaðið - 01.05.2012, Page 102
102 Valsblaðið2012 UngirValsarar Marteinn hefur æft með Val þar sem öll fjölskyldan hans hefur alltaf haldið með Val og bæði æft fótbolta og handbolta. Honum finnst æskilegt að fjölga krökkum í yngri flokkum til efla samkeppni. Hann á sér þann draum að komast í atvinnu- mennskuna og geta samhliða öðlast góða menntun. „Ég get alveg séð mig fyrir mér í atvinnumennskunni eftir 10 ár, en það mun kosta mikla vinnu og mikið sjálfs- traust sem ég er tilbúinn að takast á við.“ Hvernig tilfinning var að fá Friðriks­ bikarinn á uppskeruhátíðinni í haust? „Það er mikill heiður að fá Friðriksbikar- inn. Það hvetur mann til þess að halda áfram og æfa meira en aðrir. Ég var ekkert að búast við það að fá þennan bikar frekar en einhver annar í flokknum mínum þar sem um fyrirmyndarstráka er að ræða. En auðvitað var ég kátur að fá hann því þetta er mjög flott viðurkenning.“ Hvernig gekk ykkur í sumar? „Sumarið hjá okkur strákunum gekk mjög vel á köflum. Það komu auðvitað einhver mót- læti en við börðumst gegn því og unnum vel sem heild. Við fórum gífurlega ein- beittir í bikarinn og löguðm mikla áherslu á þá leiki. Okkur gekk mjög vel og slóg- um út þau lið sem eru á toppnum í A-riðl- inum og tókst okkur að komast í úrslita- leikinn en þar mættum við Stjörnunni sem unnu okkur 2-0 þrátt fyrir spennandi og skemmtilegan leik. Það var virkilega gam- an þegar við fórum í sumar út til Englands á mót sem hét Keele Cup. Þar stóðum við okkur virkilega vel og enduðum í 2. sæti. Hópurinn núna er mjög flottur. Ég fór upp úr 3. flokki og í 2. flokk þar sem er fullt af flottum knattspyrnumönnum. Mér líst vel á hópinn og finnst að framtíðin sé björt. Það er góður andi í hópnum og alltaf gam- an á æfingum. Ég er virkilega sáttur með þjálfarana mína. Ég hef fengið góða þjálf- un og bætt mig með tímanum.“ Fyrirmynd í boltanum? „Mér hefur alltaf fundist Rúnar Már sem leikur með meistaraflokki Vals vera skemmtilegur leikmaður en fyrirmyndirnar mínar í fót- boltanum erlendis eru þeir Fabregas sem leikur með Barcelona á Spáni og Neymar sem leikur með Santos í Brasilíu.“ Hvað þarf til að ná langt í íþróttum? „Til þess að ná langt í íþróttum þarf að hugsa vel um sjálfan sig. Það skiptir mikli máli að borða vel og hollan mat og fá nógu mikinn svefn. Það hjálpar alltaf að gera aukaæfingar en eitthvað sem ég lærði á þessu ári var hvað hugarfarið er gríðarlega mikilvægt. Maður getur alltaf bætt sig í hverju sem er en það sem ég væri til í að bæta mig í væri styrkleiki, sprengikraftur og hraði.“ Hvers vegna fótbolti? „Ég valdi fótbolt- ann sennilega því ég byrjaði snemma að horfa á enska boltann með pabba mínum og systur minni. Systir mín var líka að æfa með Val þegar hún var yngri og hún var dugleg að taka mig með sér út á tún í fótbolta. Ég hef bara æft fótbolta. Frægur Valsari í fjölskyldunni? „Faðir minn er helsti Valsarinn í fjölskyldunni. Hann var sjálfur í handboltanum í Val og var mjög góður. Hann spilaði sem mark- maður og var valinn í mörg landslið. Hann tók þátt á Norðurlandamóti með landsliðinu eitt sinn og var valinn besti markmaður mótsins.“ Stuðningur fjölskyldu? „Ég hef fengið mikinn stuðning frá föður mínum hann hefur alltaf verið duglegur að kalla inn á völlinn og hvetja mann áfram. Mamma mín kom á alla á þá leiki sem hún gat komið á. Systir mín hefur líka verið dug- leg að mæta og hvetja mig. Ég tel stuðn- ing frá foreldrum og systkinum vera mjög mikilvægur. Þau hvetja mann áfram og veita manni ákveðinn stuðning.“ Hver stofnaði Val og hvenær? „Séra Friðrik Friðriksson og hann stofnaði Val árið 1911. Látið aldrei kappið bera feg- urðina ofurliði eru hans einkunnarorð.“ Þaðermikillheiður aðfáFriðriksbikarinn Marteinn Högni Elíasson er 16 ára og leikur knattspyrnu með 2. flokki og er handhafi Friðriksbikarsins 2012 Flugeldasala Vals 2012 hlíðarenda OPNUNARTÍMI 28. des. kl. 16–22 29. des. kl. 16–22 30. des. kl. 14–22 31. des., gamlársdag kl. 10–16
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.