Valsblaðið - 01.05.2012, Side 103
Valsblaðið2012 103
Starfiðermargt
Hinar árlegu Sumarbúðir í borg voru
haldnar í júnímánuði þetta árið. Um var
að ræða tvö tveggja vikna námskeið og
voru alls 65 krakkar skráðir á námskeið-
in. Skólastjóri sumarbúðanna var Lýður
Vignisson íþróttafræðingur. Aðrir starfs-
menn sumarbúðanna voru iðkendur úr
deildum félagsins og voru það krakkar á
aldrinum 15–20 ára. Flestir þessara
starfsmanna hafa unnið í nokkur ár við
sumarbúðirnar og eru þau orðin þaulvön,
fær í sínu starfi og skiluðu því með mikl-
um sóma.
Unnið er að aukinni hreyfigetu og lík-
amlegu atgerfi í umhverfi sem er öruggt,
ögrandi og hvetjandi. Unnið er í fjöl-
breyttum leikjum sem reyna á samvinnu,
samhæfingu líkamans, athyglisgáfu,
snerpu, styrk, liðleika, þol og gróf- jafnt
sem fínhreyfingar. Framkoma, hegðun og
tjáning er æfð meðal annars með söng,
dansi og í leikjum með aðstoð starfs-
manna sem aðstoða og taka þátt í leikjum
á jákvæðan hátt.
Fjölmargar heimsóknir voru á dag-
skránni í sumar og voru þær eins mis-
munandi og þær voru margar. Í heimsókn
til slökkviliðsins fengu krakkarnir kynn-
ingu á starfsemi slökkviliðsins, skoða
bílana og prófa að sprauta vatni úr slöng-
um. Hjá Landhelgisgæslunni fengu
krakkarnir að skoða þyrlurnar en mest
þótti þó spennandi að skoða lítinn vinnu-
bíl sem er á svæðinu enda mátti prófa
flautuna á þeim bíl. Á Árbæjarsafninu
var farið í kynningu um svæðið og fengu
börnin að kynnast því við hvaða aðstæð-
ur fólk bjó á árum áður. Krakkarnir fengu
svo að fara í ratleiki um Þjóðminjasafnið
og tengdust leikirnir ýmsum fróðleiks-
mólum sem mátti finna á safninu. Sund-
ferðir í Laugardalslaugina voru mjög vin-
sælar enda vorum við einstaklega heppin
með veður í bæði skiptin. Krakkarnir
fengu svo að kynnast starfsemi Smára-
bíós og fengu að sjá sýningavélarnar og
hvernig þeim er stjórnað. Börnin fengu
popp og svaladrykk og voru svo kvödd
með gjöfum. Það er einnig orðinn fastur
liður að fara með hópinn í Fjölskyldu- og
húsdýragarðinn þar sem að börnin fá að
skoða dýrin og leika í leiktækjum auk
þess sem öllum er boðið upp á grillaðar
pyslur og svaladrykk í hádeginu.
Margt var dundað dags daglega enda
auðvelt að nýta þau svæði sem eru í
kringum Valsheimilið auk þess sem að
Hliðarendi sjálfur býður upp á margs
konar möguleika. Á Valssvæðinu var far-
ið í margskonar leiki, bæði innandyra
sem utan. Boltaleikir og aðrar íþróttir,
sjóræningjasaga og fjársjóðsleit, veggja-
krotskeppni í portinu, Ólympíuleikar og
ratleikir er á meðal þess sem við gerðum
á Hlíðarenda. Einnig var farið í ratleik í
Öskjuhlíðinni og grillaðir sykurpúðar,
hjólaferð í Nauthólsvík og farið í leiki á
ströndinni, Bátsferð á Jónasi feita, leikir
á Klambratúni og í Hljómskálagarðinum,
fjöruferð og svo dansleikir í boði Dans-
skóla Jóns Péturs og Köru.
Á lokadögum sumarbúðanna var
krökkunum svo boðið upp á leynigest og
hoppukastala auk þess sem þau voru
kvödd með gjöfum í boði Íslandsbanka.
Allir iðkendur sumarbúðanna voru til
fyrirmyndar í leik og starfi.
Sumarbúðir í Borg vilja þakka öllum
þeim einstaklingum, fyrirtækjum og
stofnunum sem komu að starfinu í sumar
og hjálpuðu okkur við að gera sumarbúð-
irnar enn skemmtilegri.
Lýður Vignisson, skólastjóri
Skemmtilegar
Sumarbúðiríborg
Markmið Sumarbúða í borg hafa alltaf
verið að börn upplifi íþróttir, leiki og
aðra hreyfingu á jákvæðan hátt