Valsblaðið - 01.05.2012, Síða 119

Valsblaðið - 01.05.2012, Síða 119
Valsblaðið2012 119 EftirSigurðÁsbjörnsson mættu vera grimmari og ekki sætta sig svona auðveldlega við tap. En flest er fremur svipað en Danirnir gera meira úr leiknum. Það er miklu meiri skemmtun að koma á leiki hér úti. Í hvaða deild heldur þú að Valsliðið, eins og þú manst það, væri ef það spil­ aði í Danmörku? Þetta er hræðilega erf- ið spurning. Þeir gætu vafalaust tekið einhver lið hérna en það er mjög erfitt að segja til um það. Hér er miklu meira um skyttur. Sennilega væri Valsliðið að ströggla. En ef Viborg væri að spila á Íslandi? Ég held að við værum í toppbaráttu. Hvaða stöðu spilarðu með Viborg og hvernig skrifar maður það á dönsku? Línumaður sem kallast stregspiller. En hvernig segir maður varnarmaður á dönsku? Forsvarsspiller, en sóknarmað- ur er angrebsspiller. Ef þú ættir að benda mér á eitthvað eitt sem er betra hjá Viborg heldur en hjá Val, hvað kemur fyrst upp í hug­ ann? Umgjörðin í kringum leiki er miklu meiri. Það er alltaf valinn maður leiksins sem fær veglegar gjafir eftir leik. Það er stöðug tónlist í gangi á meðan leiknum stendur og fólkið klappar með, síðan standa allir upp þegar líður að lokum leiksins og hvatningin margfaldast. En geturðu bent á einhver einföld at­ riði sem liðin heima á Íslandi ættu að taka upp af því sem þú hefur kynnst þarna úti? Það er auðvitað hægt að taka ýmis einföld atriði upp. Það heyrist t.d. stundum þegar leikmaður skorar þessi leikmaður var „sponsoraður“ af Sparkas- sen! Þá mætti auðvitað leyfa tónlistinni að flæða meira. Hérna eru um 500 manns í mat fyrir leiki og matnum er skolað nið- ur með bjór. En þegar þú hugsar til baka minnist þú einhvers sem við erum að gera bet­ ur en Danirnir? Mér finnst að það mætti vera meiri pressa á mannskapnum. Þeir legt í gangi. En það er samt góður mórall og létt yfir hópnum, en það mætti alveg vera eitthvað um að menn gerðu eitthvað saman eftir t.d. föstudagsleik. Það mætti líka vera meira á seyði í bænum þó að það sé mjög notalegt að vera hérna. Hvernig er aðstaðan hjá ykkur? Mjög svipuð og í Valsheimilinu nema það er ekki pottur. Við erum með tvær hallir sem við getum notað til æfinga, síðan erum við með stóran sal þar sem við höf- um sjónvarpsaðstöðu, fundaraðstöðu og billjard. Síðan er sjúkraþjálfari á hverri æfingu og ef einhver meiðist á æfingu þá er hann á staðnum. En það toppar ekkert aðstöðuna á Hlíðarenda. En hvernig er aðsókn á leiki? Ég held að höllin taki um 1.700 manns og það eru um 1.000–1.200 á leikjum að jafnaði og mjög góð stemning. Er hátt hlutfall af uppöldum leik­ mönnum í liðinu? Ég held að það sé bara einn mjög ungur sem spilar lítið. En útlendingar? Við erum fjórir, Svíi, Serbi og Japani. Laugardaginn 8. september var í 7. sinn haldin hverfahátíð Mið- borgar og Hlíða að Hlíðarenda. Hverfisráð Hlíða, hverfisráð Mið- borgar, Samtaka hópurinn og Knattspyrnunfélagið Valur stóðu fyrir hátíðinni og sáu um skipulagið. Í framkvæmdahópi voru Inga Sveinsdóttir frá Þjónustumiðstöð Miðborgar og Hlíða, Har- aldur Daði Ragnarsson frá Val, Óttarr Ólafur Proppé og Sirrý Hallgrímsdóttir frá Reykjavíkurborg. Dagskráin var að venju glæsileg þar sem allir fundu eitthvað við sitt hæfi. Boðið var upp á alls konar afþreyingu, skemmtun, sýningar ýmis konar og alls konar veitingar voru í boði og fjölbreytt vetrardagskrá í hverfinu var kynnt. Íbúar í hverfinu fjölmenntu að Hlíðarenda og áttu þar saman góða stund og á meðfylgjandi myndum má sjá sýnishorn af stemningunni sem myndaðist á hverfahátíðinni. Það var sam- dóma álit aðstandenda hverfahátíðarinnar að vel hefði tekist til. Velheppnuðhverfahátíðá Hlíðarenda8.september
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Valsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.