Valsblaðið - 01.05.2012, Side 121

Valsblaðið - 01.05.2012, Side 121
Valsblaðið2012 121 Minningar Ég kynntist Agli á hundrað ára afmælis- degi Vals í fyrra. Við hittumst nokkrum sinnum eftir það og hann veitti mér mik- ilvægar upplýsingar við ritun bókarinnar Áfram hærra – Knattspyrnufélagið Valur í 100 ár. Egill varpaði nýju ljósi á atburð sem Valsmenn minnast á hverju einasta ári með því að leggja blómsveig að leiði bróður hans, Jóns Karels, sem lést á svip- legan hátt eftir innvortis meiðsli sem hann hlaut í úrslitaleik um Íslandsmeistaratitil- inn á Melavellinum árið 1933: „Í mínum huga var þetta allt mjög óraun- verulegt því það hvarflaði ekki að mér að þetta gætu verið afleiðingar þess að vera í fótboltaleik. Þótt útfarardagurinn hafi far- ið fyrir ofan garð og neðan hjá mér man ég vel eftir honum. Ég var enn í sjokki. …. Kistan var síðan borin niður eftir Lauga- veginum og fjöldi fólks fylgdi í kjölfarið enda Nonni bróðir þekktur maður og mikil hetja. Kirkjan var síðan full út úr dyrum.“ Egill var Skógarmaður og einn af drengj- um séra Friðriks Friðrikssonar. Í samtölum okkar kom fram hversu vel honum líkaði við æskulýðsleiðtogann sem var alltaf með vindil. Sjálfur sagðist Egill bara hafa reykt í monti, sett upp vindil á gamlárskvöld til að sprengja upp púðurkerlingar. Það var bæði ánægjulegt og eftirminni- legt að heimsækja Egil á Droplaugarstaði son og Geir Guðmundsson. Tveir síðast- töldu eru enn á lífi. Egill var frumkvöðull í margvíslegum skilningi því hann var í hópi kunnra Vals- manna sem fóru fyrstir íslenskra liða til meginlands Evrópu 1931 en í þeirri ferð léku Valsmenn í fyrsta skipti á grasi – í Danmörku. Egill var að Hlíðarenda á þeim merku tímamótum þegar Valur vígði Haukalands- völlinn undir Öskjuhlíð, 10. maí 1936. Og hann var leikmaður meistaraflokks þeg- ar Valur keypti jörðina Hlíðarenda 9. maí 1939 en það ár kom Valsblaðið út í fyrsta skipti. Í Valsblaðinu árið 1996 var eftirfarandi skrifað um Egil Kristbjörnsson: Hann lék með Val í 15 ár og varð fimm sinnum Íslandsmeistari og nokkrum sinn- um Reykjavíkurmeistari. Egill var ekki síð- ur kunnur fjalla- og ferðamaður en knatt- spyrnumaður, og mun talinn hafa verið einn snjallasti og besti ferðamaður um fjöll og öræfi Íslands, og flestum kunnugri á þeim slóðum. Egill var stjórnandi leið- angursins sem bjargaði björgunarflug- vél Varnarliðsins niður af Vatnajökli en hún hafði verið send þangað til að bjarga þeim sem lifðu af Geysis-slysið 14. sept- ember 1950. Flak Geysis fannst eftir fjög- urra daga leit og var áhöfnin á lífi. Björg- un björgunarvélarinnar var ævintýri líkust og tók heilan mánuð. Egill Kristbjörnsson fæddur 24. ágúst 1916 dáinn 8. september 2012 Einn af litríkustu persónuleikum í sögu Vals er fallinn frá. Egill Kristbjörns- son fæddist fimm árum eftir að Valur var stofnaður og lék með félaginu í 15 ár. Hann varð fimm sinnum Íslandsmeistari og í liði Vals sem varð fyrst liða Íslands- meistari í handknattleik. Aðrir sem voru í fyrsta Íslandsmeistaraliðinu í handknatt- leik voru Sigurður Ólafsson, Frímann Helgason, Grímar Jónsson, Anton Erlends- Þessi merkilega ljósmynd náði ekki inn í bókina Áfram hærra – Knattspyrnufélagið Valur í 100 ár en myndina verður að varðveita í Valsblaðinu. Hún var tekin á útfarardegi Jóns Karels Kristbjörns- sonar, 24. júní 1933 en eins og flestum Valsmönnum er kunnugt um lést hann á sviplegan hátt eftir innvortis meiðsli sem hann hlaut í úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í knattspyrnu gegn KR á Melavellinum 17. júní 1933. Vinstra megin á myndinni má sjá Egil Kristbjörnsson, bróður Jóns og foreldra hans. Egill var í fyrsta Íslandsmeistaraliði Vals í handknattleik og margfaldur meistari í fótbolta og handbolta. Hann lést sl. haust. Frá sumrinu 1934 hefur það verið hefð hjá Val að meistaraflokk- ur karla í knattspyrnu leggur blómsveig að leiði Jóns Karels sama dag og Valur leikur fyrsta leikinn á Íslandsmótinu. Þar af leiðandi mun verða lagður blómsveigur að leiði Jóns Karels í 80. skipti þegar Valur hefur leik á Íslandsmótinu 2013. Magnús Ólafsson tók myndina og eins og sjá má fór útförin fram í Dómkirkjunni
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.