Valsblaðið - 01.05.2012, Blaðsíða 121
Valsblaðið2012 121
Minningar
Ég kynntist Agli á hundrað ára afmælis-
degi Vals í fyrra. Við hittumst nokkrum
sinnum eftir það og hann veitti mér mik-
ilvægar upplýsingar við ritun bókarinnar
Áfram hærra – Knattspyrnufélagið Valur
í 100 ár. Egill varpaði nýju ljósi á atburð
sem Valsmenn minnast á hverju einasta
ári með því að leggja blómsveig að leiði
bróður hans, Jóns Karels, sem lést á svip-
legan hátt eftir innvortis meiðsli sem hann
hlaut í úrslitaleik um Íslandsmeistaratitil-
inn á Melavellinum árið 1933:
„Í mínum huga var þetta allt mjög óraun-
verulegt því það hvarflaði ekki að mér að
þetta gætu verið afleiðingar þess að vera í
fótboltaleik. Þótt útfarardagurinn hafi far-
ið fyrir ofan garð og neðan hjá mér man
ég vel eftir honum. Ég var enn í sjokki. ….
Kistan var síðan borin niður eftir Lauga-
veginum og fjöldi fólks fylgdi í kjölfarið
enda Nonni bróðir þekktur maður og mikil
hetja. Kirkjan var síðan full út úr dyrum.“
Egill var Skógarmaður og einn af drengj-
um séra Friðriks Friðrikssonar. Í samtölum
okkar kom fram hversu vel honum líkaði
við æskulýðsleiðtogann sem var alltaf með
vindil. Sjálfur sagðist Egill bara hafa reykt
í monti, sett upp vindil á gamlárskvöld til
að sprengja upp púðurkerlingar.
Það var bæði ánægjulegt og eftirminni-
legt að heimsækja Egil á Droplaugarstaði
son og Geir Guðmundsson. Tveir síðast-
töldu eru enn á lífi.
Egill var frumkvöðull í margvíslegum
skilningi því hann var í hópi kunnra Vals-
manna sem fóru fyrstir íslenskra liða til
meginlands Evrópu 1931 en í þeirri ferð
léku Valsmenn í fyrsta skipti á grasi – í
Danmörku.
Egill var að Hlíðarenda á þeim merku
tímamótum þegar Valur vígði Haukalands-
völlinn undir Öskjuhlíð, 10. maí 1936. Og
hann var leikmaður meistaraflokks þeg-
ar Valur keypti jörðina Hlíðarenda 9. maí
1939 en það ár kom Valsblaðið út í fyrsta
skipti.
Í Valsblaðinu árið 1996 var eftirfarandi
skrifað um Egil Kristbjörnsson:
Hann lék með Val í 15 ár og varð fimm
sinnum Íslandsmeistari og nokkrum sinn-
um Reykjavíkurmeistari. Egill var ekki síð-
ur kunnur fjalla- og ferðamaður en knatt-
spyrnumaður, og mun talinn hafa verið
einn snjallasti og besti ferðamaður um
fjöll og öræfi Íslands, og flestum kunnugri
á þeim slóðum. Egill var stjórnandi leið-
angursins sem bjargaði björgunarflug-
vél Varnarliðsins niður af Vatnajökli en
hún hafði verið send þangað til að bjarga
þeim sem lifðu af Geysis-slysið 14. sept-
ember 1950. Flak Geysis fannst eftir fjög-
urra daga leit og var áhöfnin á lífi. Björg-
un björgunarvélarinnar var ævintýri líkust
og tók heilan mánuð.
Egill
Kristbjörnsson
fæddur 24. ágúst 1916
dáinn 8. september 2012
Einn af litríkustu persónuleikum í sögu
Vals er fallinn frá. Egill Kristbjörns-
son fæddist fimm árum eftir að Valur var
stofnaður og lék með félaginu í 15 ár.
Hann varð fimm sinnum Íslandsmeistari
og í liði Vals sem varð fyrst liða Íslands-
meistari í handknattleik. Aðrir sem voru í
fyrsta Íslandsmeistaraliðinu í handknatt-
leik voru Sigurður Ólafsson, Frímann
Helgason, Grímar Jónsson, Anton Erlends-
Þessi merkilega ljósmynd náði ekki inn í bókina Áfram hærra –
Knattspyrnufélagið Valur í 100 ár en myndina verður að varðveita í
Valsblaðinu. Hún var tekin á útfarardegi Jóns Karels Kristbjörns-
sonar, 24. júní 1933 en eins og flestum Valsmönnum er kunnugt
um lést hann á sviplegan hátt eftir innvortis meiðsli sem hann
hlaut í úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í knattspyrnu gegn KR
á Melavellinum 17. júní 1933. Vinstra megin á myndinni má sjá
Egil Kristbjörnsson, bróður Jóns og foreldra hans. Egill var í fyrsta
Íslandsmeistaraliði Vals í handknattleik og margfaldur meistari í
fótbolta og handbolta. Hann lést sl. haust.
Frá sumrinu 1934 hefur það verið hefð hjá Val að meistaraflokk-
ur karla í knattspyrnu leggur blómsveig að leiði Jóns Karels sama
dag og Valur leikur fyrsta leikinn á Íslandsmótinu. Þar af leiðandi
mun verða lagður blómsveigur að leiði Jóns Karels í 80. skipti
þegar Valur hefur leik á Íslandsmótinu 2013. Magnús Ólafsson tók
myndina og eins og sjá má fór útförin fram í Dómkirkjunni