Valsblaðið - 01.05.2012, Side 122

Valsblaðið - 01.05.2012, Side 122
122 Valsblaðið2012 Minningar leikmaður Vals sem lék A-landsleik í báð- um greinum, og annar tveggja Íslendinga sem náðu þeim merka áfanga árið 1950. Hafsteinn varð margfaldur Íslandsmeist- ari með meistaraflokkum Vals í knatt- spyrnu og handknattleik enda sannkallað- ur afreksmaður. Eftir að Hafsteinn flutti til Keflavíkur voru ætíð mikil tengsl og vin- áttubönd á milli hans og Vals, enda var hans sárt saknað á Hlíðarenda. Á kveðjustund þakkar Knattspyrnu- félagið Valur innilega fyrir það framlag sem Hafsteinn lagði til félagsins og ekki síður til knattspyrnunnar og íþrótta í land- inu. Sendum eftirlifandi konu Hafsteins, Jóhönnu Guðjónsdóttur og fjölskyldu ein- lægar samúðarkveðjur. f.h. Knattspyrnufélagsins Vals, Hörður Gunnarsson – formaður Hjördís Böðvarsdóttir Fædd 22. júní 1944 dáin 12. júní 2012 Kveðja frá Knattspyrnufélaginu Val Látin er Hjördís Böðvarsdóttir eiginkona Bergs Guðnasonar fyrrum leikmanns í áraraðir og síðar formanns Vals á árunum 1977981. Það má til sanns vegar færa að þegar menn taka sér fyrir hendur umfangs- mikil störf eins og formennska í íþrótta- félagi er, kemur það niður á fjölskyldulíf- inu öllu og makar viðkomandi eru orðnir með beinum eða óbeinum hætti þátttak- endur í starfinu. Með þessum fáu línum vil ég flytja þakkir frá Kattspyrnufélaginu Val fyrir stuðning Hjördísar við félagið. Sendum Guðna, Böðvari, Bergi, Sigríði, Elínu og fjölskyldunni allri okkar dýpstu samúðarkveðjur. Hörður Gunnarsson, formaður Hermann vann hjá Ræsi árin 1945–57 og hjá Varnarliðinu 1957–60. Hann hóf störf hjá Vélamiðstöð Reykjavíkurborgar 1961 var þar verkstjóri 1965–73 og yfirverk- stjóri frá 1973 til 1999 er hann lét af störf- um vegna aldurs. Hermann byrjaði snemma að stunda íþróttir hjá Val og lék bæði knattspyrnu og handknattleik með yngri flokkunum og síðar með meistaraflokki, hann varð m.a. Íslandsmeistari með Val í handknattleik árið 1948. Hann var þjálfari í handknatt- leik hjá Val um árabil og kom að þjálfun flestra flokka karla ásamt því að vera einn af frumkvöðlum kvennahandboltans hjá Val þar sem hann þjálfaði m.a. meistara- flokk kvenna í handbolta frá 1950–1954. Hermann var einnig mjög virkur skíðaiðk- andi og tók þátt í uppbyggingu skíðaskála Vals ásamt því að sitja í skíðanefnd félags- ins. Hermann bjó og starfaði á Hlíðarenda um tæplega tveggja ára skeið ásamt eftir- lifandi eiginkonu sinni Elsu P. Níelsdóttur og börnum, þóttu þau sinna starfi sínu vel og dyggilega. Árið 1961 fékk Hermann silfurmerki Vals fyrir vel unnin störf í þágu félagsins. Valshjartað sló ávallt sterkt og má segja að hann hafi ætíð verið Vals- ari í húð og hár. EÓH/RGH Hafsteinn Guðmundsson fæddur 1. október 1923 dáinn 29. apríl 2012 Kveðja frá Knattspynufélaginu Val Við Valsmenn kveðjum í dag góðan félaga þegar við sjáum á bak Hafsteini Guð- mundssyni. Hafsteinn lék knattspyrnu og handknattleik með Val um nokkurra ára skeið á sínum yngri árum og var fyrsti þar sem hann bjó síðustu æviárin. Hann sló endalaust á létta strengi, gerði stans- laust grín að sjálfum sér. Gömlu, góðu árin hjá Val voru honum enn í fersku minni og það glitti í tár þegar ég sýndi honum gaml- ar Valsmyndir og bað hann að rifja upp nöfn. Hann var með allt á hreinu og lánaði mér aukinheldur fjölda mynda sem birtust í bókinni Áfram hærra! Egill hlaut Vals- orðuna úr silfri árið 1976 og úr gulli á ald- arafmæli félagsins 2011. Það er fyrir tilstilli einstaklinga eins og Egils Kristbjörnssonar sem Valur hefur vaxið og dafnað í rúm 100 ár með sigur- sæld að leiðarljósi án þess að láta kappið bera fegurðina ofurliði. Valsmenn kveðja dáðan og dyggan dreng með söknuði en þó með gleði í huga því nærvera Egils varpaði skæru ljósi á til- veruna. Hann þráði hvíld og frið og fagn- ar því eflaust núna að vera kominn aftur í fang sinnar elskulegu eiginkonu sinni sem lést fyrr á árinu. Þorgrímur Þráinsson Valsmaður HermannÓlafur Guðnason fæddur 5. júlí 1929 dáinn 7. febrúar 2012 Hermann Ólafur Guðnason, fæddist í Vopnafirði 5. júlí 1929, hann lést á Hjúkr- unarheimilinu Mörk þann 7. febrúar 2012. Foreldrar Hermanns voru Guðni Erlend- ur Sigurjónsson, f. 12.11. 1909 á Skálum í Vopnafirði, leigubifreiðastjóri og ökukenn- ari d. 1981 og Ragnhildur Davíðsdóttir, f. 09.09. 1909 á Kambi í Vopnafirði, hús- freyja d. 1985. Hermann ólst upp á Vopna- firði en fluttist til Reykjavíkur 1941 og bjó þar til dánardags. Hann lauk sveinsprófi í bifvélavirkjun frá Iðnskólanum í Rvk 1956 og öðlaðist meistararéttindi 1959.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.