Valsblaðið - 01.05.2013, Side 4

Valsblaðið - 01.05.2013, Side 4
4 Valsblaðið 2013 … tíðindi Jólahugvekja 2013 Fæddi hún þá son sinn frumgetinn, vafði hann reifum og lagði hann í jötu af því að eigi var rúm fyrir þau í gistihúsi. Lúk 2:7 Jólasálmar og hlýlegar sögur af reifum vöfðu kornabarni við nöturlegar aðstæð- ur. Ljós sem lýsa upp freðna jörð og dag- lausan veruleika þar sem himininn leggst niður að jörðu í þunga skýjanna eða sólin baðar kalda jörð. Þá heilsar aðventan með boðskap um að færa lífið inn á nýjar slóðir með frelsi og von að leiðarljósi og finna að rúm sé fyrir okkur í veröld sem er okkur mannanna börnum oft svo ógnvæn- leg. Minningar verða ljóslifandi, stef um liðna tíð, pínulítið eins og jass eða varíasjónir þar sem stefið er þarna alltaf í bakgrunni, sótt aftur og aftur. Ég á fallegar minningar um ömmu eins og við mörg. Amma mín var trúkona með gylltan fléttusveig um höfuðið og það voru töfrastundir þegar maður komst til ömmu þegar hún var að greiða hárið sitt, kom í gamla húsið hennar og afa sem var saggafullt, móða á gluggunum í vetrarkuldanum og svo fann maður pínu fúkkalykt þegar maður rak nefið í úlpukragann á heimleiðinni. Hlýr faðmur ömmu, bökunarlykt, rólegheit og kærleikur. Í gamla kalda forskalaða húsinu hennar ömmu var mikil hjartahlýja, gæska og trúartraust. Þegar hún hafði rakið upp löngu hárfléttuna, greitt úr og fléttað þá bjó hún til sveiginn sinn um höfuðið, lárviðarsveig áranna og svo settist hún gjarnan á stólinn sinn, milli matarborðsins og eldhúsbekksins og tók fram sálmabókina. Las íslenskan trúarkveðskap aldanna í hnot- skurn, sumt þýtt, annað frumsamið. Meðal annars túlkun skáld- anna á boðskap heilagrar ritningar um það sem gerðist í aðdrag- anda hinnar helgu nætur og á hinni helgu nótt. Stundum laumaðist maður í bókina, hún var pínu rök, fúkka- lyktin af bókinni hennar ömmu, blöðin lúin og kjölurinn snjáður með gylltu letri. Sálmabók sem geymir perlur um boðskap að- ventu og jóla. Hverfum frá minningunni um stund í undurfallega texta Jes- aja spámannanns um komu frelsarans. „Hversu yndislegir eru á fjöllunum fætur fagnaðarboðans sem friðinn kunngjörir, gleði- tíðindin flytur, hjálpræðið boðar … Guð þinn er sestur að völd- um.“ (Jes. 52:7) Gleðitíðindi. Okkur eru færðar fréttir af mönnum og málefn- um en satt best að segja þá flokkast fréttir sjaldnast undir gleði- tíðindi og enn síður að friður sé kunngjörður. Í veröldinni ríkir oft órói og óreiða og oft alið á ófriði. Mannlegir harmleikir eru oft í brennipunkti og um leið og við höfum heyrt af þeim, sam- hryggst og fundið samúðina brenna í brjósti þá hefst úrvinnslan og hún fer líka fram á opinberum vettvangi. Snýr og skrum- skælir, það sem áður var samúð og meðlíðan breytist í gagnrýni, ádrepur og eftir standa þau sem eiga um sárt að binda ein en með mörg orð í huga. Þetta verða oft erfiðar og sársaukafullar minningar mörgum árum seinna. Minningar sem hverfast í myrkur. „Menn á gangi í myrkri hverfa furðanlega hver öðrum“ skrif- ar Gunnar Gunnarson í sögunni Aðventu um hina ólíku ein- mannakennd á fjöllum og í mannabyggðum. Kannski er það myrkur í mannheimum sem gerir það að verkum að við hverf- um hvert öðru sem manneskjur, verðum að fréttum, myndum og yfirskriftum og hrópum. Því er birtan í boðskap aðventu og jóla, fréttirnar sem fagnaðarboðinn flytur okkur, gleðitíðindi um nær- veru Guðs í veröld sem er brothætt. Ég heyrði þau nálgast í húminu, beið á veginum rykgráum veginum Hann gengur með hestinum höndin kreppt um tauminn gróin við tauminn Hún hlúir að barninu horfir föl fram á nóttina stjarnlausa nóttina. … hvar fáið þið leynst með von ykkar von okkar allra? segir í ljóði Snorra Hjartarsonar. Þau nálgast, í myrkrinu, umkomulaus, kvíðin, óttaslegin, flótta- fólk. Þau þekkja kjör bæði þeirra háu og lágu, öruggu jafnt þeirra landlausu á flótta. Á sama hátt nálgast aðventa og jól okkur sem réttlætisboðskapur þeirra umkomulausu og einmana. Það verða jól, í orðum, tónum, hugsunum, minningum, sorg, einmannakennd. Inn í líf okkar allra þrengir hann sér. Og þá skýrast og birtast fagnaðarfullar minningar, friðsamar hlýjar hugsanir um veröld sem var, barn í reifum sem ekkert rúm var fyrir, velkta bók og kærleiksríkar ömmur sem kenndu um gildi trúar, trúmennsku, hlýrrar nálægðar. Hlúðu að okkur í bernsku og kenndu okkur að sá sem færir og er fagnaðartíðindin er von okkar allra. Irma Sjöfn Óskarsdóttir starfar sem verkefna­ stjóri leikmannaskólans á Biskupsstofu Valsmenn – bestu óskir um gleðileg jól og farsælt nýtt ár HENSON
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.