Valsblaðið - 01.05.2013, Blaðsíða 10

Valsblaðið - 01.05.2013, Blaðsíða 10
10 Valsblaðið 2013 Starfið er margt titlum á árinu sem félagið keppti um en það er slakari árangur en verið hefur á undanförnum árum. Samtals hefur 106 Íslands- og bikarmeistaratitlum verið fagnað á Hlíðarenda en titill ársins vannst með bikarmeistaratitli meistara- flokks kvenna í handbolta. Guðný Jenný Ásmundsdóttir íþróttamaður Vals 2012 Á gamlársdag var Guðný Jenný Ás- mundsdóttir kjörin íþróttamaður Vals og var hún vel að þeirri útnefningu komin bæði með tilliti til framgöngu hennar á keppnisvellinum og ekki síst sú fyrir- mynd sem hún er ungu íþróttafólki utan vallar. Guðný Jenný hefur spilað yfir 50 A-landsleiki fyrir Íslands hönd og er að mörgum talin mikilvægasti leikmaður landsliðsins. Jenný hlaut í vor háttvísi- verðlaunin á lokahófi HSÍ. Öflugt og fjölbreytt félagsstarf Félagsstarf innan Vals var með miklum blóma í ár eins og fyrri ár. Haldið var ár- legt golfmót sem var vel sótt, bridds- og skákmót voru einnig haldin venju sam- kvæmt. Valskórinn hélt úti þróttmiklu starfi á árinu og kom fram við ýmis tæki- færi tengd starfi félagsins sem og við önnur tækifæri. Fjölmennt herrakvöld var haldið á haustmánuðum sem tókst með miklum ágætum og einnig var hald- ið kvennakvöld á vegum Valkyrja sem var sérstaklega ánægjulegt. Vil ég þakka skipuleggjendum þessara viðburða fyrir þeirra aðstoð. Fulltrúaráðið stafar nú af miklum þrótti og heldur reglulega fundi ásamt því að koma að stuðningi við ýmis verkefni innan félagsins. Minjanefnd Vals hefur starfað af fullum krafti í fram- haldi af frábæru starfi á afmælisárinu enda næg verkefni framundan. Hafið bestu þakkir fyrir ómetanlegt starf við að skrá og geyma sögu Vals. Getraunastarfi er haldið úti á hverjum laugardegi yfir hægt væri að skapa rekstrargrundvöll fyrir en jafnframt var horft til þess að nýr gervigrasvöllur myndi auka og bæta að- stöðuna fyrir knattspyrnuiðkendur í fé- laginu. Stjórn Vals þakkar nefndinni fyrir vel unnin störf og leggur til að tillögu nefndarinnar verði hrundið í framkvæmd við fyrsta hentugleika. Öflungt barna- og unglingastarf Rekstur og starfsemi barna- og unglinga- sviðs var með miklum ágætum á árinu. Iðkendum fjölgaði lítillega sem er ánægjulegt og má þar nefna að yngstu flokkarnir sem eru við æfingar í knatt- spyrnu eru þeir fjölmennustu í sögu félagsins. Þetta gerist þrátt fyrir þá óskiljanlegu ákvörðun borgaryfirvalda að íþróttafélög fái ekki lengur leyfi til að heimsækja grunnskóla borgarinnar og kynna starfsemi sína sem ætti að vera ávinningur fyrir alla. Einnig ber að fagna að nú er tekið til starfa öflugt barna- og unglingaráð sem skipað er mörgum reynslumiklum einstaklingum sem við væntum mikils af í starfi sínu fyrir fé- lagið. Eins og undanfarin ár naut barna- og unglingastarf félagsins ríkulegs stuðn- ings Fálkanna sem er starfinu mjög mik- ilvægt. Kunnum við þeim bestu þakkir fyrir stuðninginn og samstarfið á árinu. Bikarmeistarar kvenna í handbolta Í skýrslu deilda verður árangri félagsins gerð nánari skil en þó er vert að minnast þess að Valur vann einn af þeim stóru það jákvæður að náðst hefur að greiða niður tap undanfarinna ára. Knattspyrnu- félagið Valur stendur því vel á þessum tímamótum hvað þetta varðar og fram- undan eru miklir möguleikar á að gera enn betur. Fyrirhugað knatthús á Hlíðarenda Á árinu var skipuð faggreiningarnefnd fyrir knatthús á Hlíðarenda sem að líkum lætur verður næsta stóra framkævmdin á vegum Vals á félagssvæði okkar. Nefnd- ina skipuðu Brynjar Harðarson sem er formaður, Kristján Ásgeirsson, Arna Grímsdóttir, Teodór Hjalti Valsson, Ólaf- ur Ástgeirsson, Hera Grímsdóttir og Börkur Edvardsson. Tillaga nefndarinnar var að skynsamlegast væri að byggja knatthús sem rúmaði hálfan knattspyrnu- völl. Niðurstaða nefndarinnar var m.a. byggð á því að það væri sú stærð sem Aðalstjórn Knattspyrnufélagsins Vals 2013– 2014. Frá vinstri: Hera Grímsdóttir varaformaður (fyrsta konan til að gegna því hlutverki), Arna Grímsdóttir meðstjórnandi, Ómar Ómarsson formaður handknattleiks­ deildar, Smári Þórarinsson meðstjórnandi, Hörður Gunnarsson formaður og Börkur Edvards son formaður knattspyrnudeildar. Á myndina vantar Svala Björgvinsson for­ mann körfuknattleiksdeildar, Hafrúnu Kristjánsdóttur meðstjórnanda og Jóhann Má Helgason framkvæmdastjóra. Helena Ólafsdóttir þjálfari meistaraflokks kvenna í knattspyrnu var heiðursgestur á einum af skemmtilegustu leikjum sumarsins í fótbolta heilsar ungum fótboltastelpum, en 3. og 4. fl. karla og kvenna leikur einn heimaleik á sumri með flottri umgjörð á Vodafone vellinum. Bjarni Ólafur Eiríksson sneri aftur á Hlíðarenda á árinu eftir nokkur ár í atvinnumennsku.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.