Valsblaðið - 01.05.2013, Side 11

Valsblaðið - 01.05.2013, Side 11
Valsblaðið 2013 11 Starfið er margt vetrarmánuðina í ár eins og undanfarin ár og sækir fjöldi félagsmanna Hlíðarenda heim til þess að taka þátt í getraunum og eiga notalega samverustund með vinum og félögum. Hemmi Gunn fallinn frá Í byrjun júní fengum við þá sorgarfregn að Hermann Gunnarsson hefði fallið frá langt um aldur fram. Fráfall Hermanns setti svip sinn á starf félagsins um nokk- urn tíma en sýndi jafnframt hvað mikill samhugur var á meðal félagsmanna. Vil ég þakka fyrir hönd félagsins öllum þeim fjölmörgu sem komu að því að heiðra minningu Hermanns Gunnarssonar. Á árinu lét Haraldur Daði Ragnarsson af störfum sem framkvæmdastjóri Vals. Vil ég þakka honum og starfsfólkinu öllu fyrir gott samstarf og vel unnin störf fyr- ir félagið. Jafnframt vil ég bjóða vel- kominn til starfa nýjan framkvæmda- stjóra Jóhann Má Helgason sem ráðinn hefur verið til starfa. Einnig vil ég þakka Guðna Olgeirs- syni ritstjóra Valsblaðsins fyrir hans ómetanlega starf við ritstjórn og efnis- öflun í blaðið. Eins og margoft hefur komið fram er þetta blað ómetanleg heimild um starf og árangur Knatt- spyrnufélagsins Vals á hverjum tíma. Ég vil fyrir hönd stjórnar Vals óska öllum iðkendum, félagsmönnum, starfs- mönnum félagsins, stuðningsmönnum, stuðningsaðilum og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári með von um gott og gjöfult samstarf á nýju ári. Valskveðja, Hörður Gunnarsson formaður. Hermann Gunnarsson féll frá á árinu, 66 ára að aldri, þann 4. júní. Hermann átti glæsilegan feril í íþróttum og var hann einn af fremstu knattspyrnumönnum þjóðarinnar, en Hermann lék einnig handknattleik með Val og landsliðinu þar sem hann m.a. setti heimsmet í markaskorun. Hermann var einn af dáðadrengjum Vals og var hann öflugur talsmaður og merkisberi félagsins hvar sem hann kom því við. Myndin er tekin fyrir knattspyrnuleik á Hlíðarenda skömmu eftir fráfall Hermanns, þar sem hans var minnst. Myndir til hægri: 1. Ómar Ómarsson formaður handknatt­ leiksdeildar og Hörður Gunnarsson for­ maður Vals með verðlaunabikara bikar­ meistara kvenna í handknattleik. 2. Feðginin Þorgerður Anna Atladóttir og Atli Hilmarsson með verðlauna­ bikarana. 3. Öflugir sjálfboðaliðar á Hlíðarenda. Helena Þórðardóttir, Dagný Arnþórs­ dóttir og Magdalena Kjartansdóttir. Helena og Magdalena standa vaktina í miðasölunni á heimaleikjum í handbolta og fótbolta og Dagný hefur árum saman starfað sem sjálfboðaliði í Val og nú starfar hún sem fjármálastjóri hjá félaginu. 4. Guðni Olgeirsson ritstjóri Vals­ blaðsins með 5 ára barnabarni sínu, Margréti Heklu Finnsdóttur á bikarúrslitaleik í handbolta kvenna. Skúli Edvardsson hefur árum saman staðið vaktina á heima- leikjum í knattspyrnu ásamt fleiri félögum, og umgjörð heimaleikja Vals fékk hæstu einkunn hjá KSÍ í sumar.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.